Stjórn Eflingar er þögul sem gröfin eftir stjórnarfund í dag þar sem varaformaður félagsins var skipaður í embætti formanns í stað Sólveigar Önnu Jónsdóttur fram að aðalfundi næsta vor. Hlaðmaður sem sagt var upp störfum hjá Flugfélagi Íslands á dögunum verður varaformaður til bráðabirgða.
Reykjavíkurborg tilkynnti í dag að settir yrðu allt að þrjátíu milljarðar á næstu fimm til sjö árum til viðgerða á skólabyggingum borgarinnar.
Og forseti Íslands var í dag hífður upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar af þilfari björgunarbáts til að ekja athygli á fjáröflun björgunarsveitanna.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.