Þær Kristín Erla og Margrét Júlía hafa báðar nýlega hlotið verðlaun á virtum kvikmyndahátíðum erlendis fyrir leik í myndinni eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi. Helga Arnardóttir fjölmiðlakona skrifaði handritið að Birtu og Bragi Þór Hinriksson leikstýrði, en hann leikstýrði einnig Sveppa og Villa myndunum ásamt Víti í Vestmannaeyjum.
Birta kemur í bíó í dag og mun síðar í mánuðinum einnig vera aðgengileg í Sjónvarpi Símans Premium. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem Mummi Lú tók á sýningunni.
















