Musk hefur skoðanakönnun á því hvort hann eigi að selja 10 prósent í Tesla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2021 20:48 Elon Musk, stofnandi SpaceX og Tesla og auðugasti maður heims. EPA/Patrick Pleul Frumkvöðullinn og viðskiptajöfurinn Elon Musk hefur efnt til skoðanakannanar á Twitter þar sem hann spyr 62 milljón fylgjendur sínar hvort hann eigi að selja 10 prósent af hlutabréfum sínum í Tesla. Tilefnið virðist vera umræða um það hvernig efnamenn greiða ekki skatt jafnvel þótt virði þess hlutafjár sem þeir eiga snarhækki. Musk segist á Twitter hvorki þiggja laun né fá greidda bónusa; það eina sem hann eigi sé hlutafé og því sé eina leiðin fyrir hann að greiða skatt að selja hlutaféð og greiða skatt af hagnaðinum. „Ég mun hlýta niðurstöðum þessarar könnunar, hvernig sem hún fer,“ lofar milljarðamæringurinn sérvitri, sem er annar ríkasti maður heims á eftir Jeff Bezos, stofnanda Amazon. Auður Musk var fyrr á árinu metinn á 151 milljarð Bandaríkjadala en Tesla var nýlega sagt vera virði trilljón dala. Musk á 23 prósent í fyrirtækinu og er hlutur hans því nú um 230 milljarða dala virði. Þegar þetta er skrifað hafa 758 þúsund manns tekið þátt í könnuninni og 55,7 prósent sagt Já en 44,3 prósent sagt nei. Much is made lately of unrealized gains being a means of tax avoidance, so I propose selling 10% of my Tesla stock.Do you support this?— Elon Musk (@elonmusk) November 6, 2021 Tesla Bandaríkin Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Tilefnið virðist vera umræða um það hvernig efnamenn greiða ekki skatt jafnvel þótt virði þess hlutafjár sem þeir eiga snarhækki. Musk segist á Twitter hvorki þiggja laun né fá greidda bónusa; það eina sem hann eigi sé hlutafé og því sé eina leiðin fyrir hann að greiða skatt að selja hlutaféð og greiða skatt af hagnaðinum. „Ég mun hlýta niðurstöðum þessarar könnunar, hvernig sem hún fer,“ lofar milljarðamæringurinn sérvitri, sem er annar ríkasti maður heims á eftir Jeff Bezos, stofnanda Amazon. Auður Musk var fyrr á árinu metinn á 151 milljarð Bandaríkjadala en Tesla var nýlega sagt vera virði trilljón dala. Musk á 23 prósent í fyrirtækinu og er hlutur hans því nú um 230 milljarða dala virði. Þegar þetta er skrifað hafa 758 þúsund manns tekið þátt í könnuninni og 55,7 prósent sagt Já en 44,3 prósent sagt nei. Much is made lately of unrealized gains being a means of tax avoidance, so I propose selling 10% of my Tesla stock.Do you support this?— Elon Musk (@elonmusk) November 6, 2021
Tesla Bandaríkin Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira