Mál Sælukots til skoðunar hjá Reykjavíkurborg Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. nóvember 2021 13:06 Leikskólinn Sælukot er rekinn af Ananda Marga samtökunum. Vísir/Vilhelm Mál leikskólans Sælukots er til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en leikskólinn hefur verið harðlega gagnrýndur af fyrrverandi starfsfólki og foreldrum barna sem þar hafa dvalið. Segjast þau ítrekað hafa bent á alvarlega hluti sem hafa fengið að viðgangast á leikskólanum en lítið verið um svör. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að málinu verði fylgt fast eftir. Fyrrverandi starfsmenn Sælukots og aðstandendur barna sem þar hafa dvalið sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þess var krafist að skólanum yrði lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Sögðu þau verulega vankanta á aðbúnaði barna í leikskólanum og töldu reksturinn ekki standast lög. Þá var bent á ýmsa alvarlega hluti sem voru sagðir hafa fengið að viðgangast á leikskólanum. Til að mynda hafi starfsmaður skólans sem hafði verið sakaður um kynferðisbrot gegn einu barnanna oft verið látinn vera einn með börnum, meðal annars til að skipta á þeim. RÚV greinir frá því í dag að móðir þriggja ára stúlku hafi kært starfsmann leikskólans til lögreglu en starfsmaðurinn er sagður hafa brotið kynferðislega á stúlkunni í þrígang. Er eitt brotið talið mjög gróft. Í yfirlýsingunni kom fram að ítrekað hafi verið kvartað yfir stöðunni, fyrst til rekstraraðila skólans árið 2014 og síðan til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar árið 2016. Þá hafi fyrrum leikskólastjóri fundað með starfsmönnum skóla- og frístundarsviðs síðastliðinn júlí en lítið hafi verið um svör. Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina vera með málið til skoðunar. „Starfsemi leikskólans Sælukots hefur verið til skoðunar og úrvinnslu hér á sviðinu á liðnum mánuðum og við erum raunar bara að leggja mat á að hvaða mati við getum veitt skýrari og betri leiðsögn til þeirra sem bera ábyrgð á starfsemi leikskólans, sem við erum búin að gera bæði með samtali og eftirlitsheimsóknum, en við fylgjum þessu máli fast eftir,“ segir Helgi. Samkvæmt yfirlýsingunni er brotið á kjarasamningum starfsmanna og er skólinn ekki rekinn samkvæmt íslenskri skólastefnu eða aðalnámskrá leikskóla. Helgi segir mikilvægt að eftirlit sé með starfsemi allra leikskóla í borginni og að þau þurfi að fylgja gildandi reglum. Hann bendir þó á að Sælukot sé sjálfstætt starfandi leikskóli. „Það er ögn meira flækjustig þegar kemur að sjálfstætt starfandi leiksskólum því þeir hafa meira um innri málefni að segja, en eðlilega þurfa þeir að fylgja því öllu sem segir í lögum og reglum um starfsemi leiksskóla,“ segir Helgi. Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Starfsemi Sælukots Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn Sælukots og aðstandendur barna sem þar hafa dvalið sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þess var krafist að skólanum yrði lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Sögðu þau verulega vankanta á aðbúnaði barna í leikskólanum og töldu reksturinn ekki standast lög. Þá var bent á ýmsa alvarlega hluti sem voru sagðir hafa fengið að viðgangast á leikskólanum. Til að mynda hafi starfsmaður skólans sem hafði verið sakaður um kynferðisbrot gegn einu barnanna oft verið látinn vera einn með börnum, meðal annars til að skipta á þeim. RÚV greinir frá því í dag að móðir þriggja ára stúlku hafi kært starfsmann leikskólans til lögreglu en starfsmaðurinn er sagður hafa brotið kynferðislega á stúlkunni í þrígang. Er eitt brotið talið mjög gróft. Í yfirlýsingunni kom fram að ítrekað hafi verið kvartað yfir stöðunni, fyrst til rekstraraðila skólans árið 2014 og síðan til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar árið 2016. Þá hafi fyrrum leikskólastjóri fundað með starfsmönnum skóla- og frístundarsviðs síðastliðinn júlí en lítið hafi verið um svör. Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina vera með málið til skoðunar. „Starfsemi leikskólans Sælukots hefur verið til skoðunar og úrvinnslu hér á sviðinu á liðnum mánuðum og við erum raunar bara að leggja mat á að hvaða mati við getum veitt skýrari og betri leiðsögn til þeirra sem bera ábyrgð á starfsemi leikskólans, sem við erum búin að gera bæði með samtali og eftirlitsheimsóknum, en við fylgjum þessu máli fast eftir,“ segir Helgi. Samkvæmt yfirlýsingunni er brotið á kjarasamningum starfsmanna og er skólinn ekki rekinn samkvæmt íslenskri skólastefnu eða aðalnámskrá leikskóla. Helgi segir mikilvægt að eftirlit sé með starfsemi allra leikskóla í borginni og að þau þurfi að fylgja gildandi reglum. Hann bendir þó á að Sælukot sé sjálfstætt starfandi leikskóli. „Það er ögn meira flækjustig þegar kemur að sjálfstætt starfandi leiksskólum því þeir hafa meira um innri málefni að segja, en eðlilega þurfa þeir að fylgja því öllu sem segir í lögum og reglum um starfsemi leiksskóla,“ segir Helgi.
Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Starfsemi Sælukots Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira