Létt jólapopplag um sigur ljóssins yfir myrkrinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. nóvember 2021 15:01 Rakel Pálsdóttir söngkona sendir frá sér nýtt jólalag í dag. Jólaveröld vaknar er nýtt jólalag eftir Gunnar Inga Guðmundsson og Nínu Richter, í flutningi Rakelar Pálsdóttur. Lagið kom út á miðnætti aðfaranótt 15. nóvember. Texti lagsins fjallar um sigur ljóssins yfir myrkrinu á þessum fallega árstíma, og ætti því að geta snert hátíðlega taug í öllum, óháð jólahefðum. Rakel flytjandi lagsins lærði söng við FÍH og tók þátt í söngvakeppni sjónvarpsins 2017 og 2018. „Lagið er ljúft og sykursætt, en tenórsaxófónleikur Jens Hanssonar úr Sálinni hans Jóns míns rammar tónlistina inn á sjarmerandi máta sem kallast jafnvel á við vinsælustu ítalsk-ættuðu jólasmelli landans frá tíunda áratugnum,“ segir í tilkynningu um lagið. Gunnar Ingi Guðmundsson er höfundur lagsins Jólaveröld vaknar, sem heyra má í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Rakel Pálsdóttir - Jólaveröld vaknar „Lagið var samið í desember 2020 og tók það stóran hluta af þessu ári að full klára lagið hvað varðar útsetningu og raddsetningu hljóma, auk laglínu. Það hefur reynst mér best að semja bara mjög lítið í einu“, segir Gunnar. „Ég sendi Rakel lítið demo af laginu og var hún strax til í þetta.“ Upptökur fóru svo fram í september á þessu ári. „Við fórum svo í studíó Bambus til Stefáns Arnar Gunnlaugssonar og tókum upp grunn sem við byggðum ofan á og útkoman er létt jóla-popp lag.“ Sigurdór Guðmundsson hjá Skonrokk studio sá um masteringu. Rakel í upptökum. Gunnar Ingi Guðmundsson, höfundur lagsins, lærði lagasmíðar við tónlistarskólann Berklee college of music í Boston. Hann hefur samið lög fyrir Ragnheiði Gröndal, Sjonna Brink, Skítamóral og Arnar Dór, auk þess sem hann átti þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 2003. Nína Richter er textasmiður og kynningarfulltrúi. Hún hefur samið texta fyrir fjölda listamanna, þar á meðal Jóhönnu Guðrúnu, Hönnu Míu, Eyþór Inga og Lay Low, til dæmis smellinn Aftur heim til þín frá árinu 2019, og jólalag Eyþórs Inga, Desemberljóð, frá 2011. Tónlist Jól Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Texti lagsins fjallar um sigur ljóssins yfir myrkrinu á þessum fallega árstíma, og ætti því að geta snert hátíðlega taug í öllum, óháð jólahefðum. Rakel flytjandi lagsins lærði söng við FÍH og tók þátt í söngvakeppni sjónvarpsins 2017 og 2018. „Lagið er ljúft og sykursætt, en tenórsaxófónleikur Jens Hanssonar úr Sálinni hans Jóns míns rammar tónlistina inn á sjarmerandi máta sem kallast jafnvel á við vinsælustu ítalsk-ættuðu jólasmelli landans frá tíunda áratugnum,“ segir í tilkynningu um lagið. Gunnar Ingi Guðmundsson er höfundur lagsins Jólaveröld vaknar, sem heyra má í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Rakel Pálsdóttir - Jólaveröld vaknar „Lagið var samið í desember 2020 og tók það stóran hluta af þessu ári að full klára lagið hvað varðar útsetningu og raddsetningu hljóma, auk laglínu. Það hefur reynst mér best að semja bara mjög lítið í einu“, segir Gunnar. „Ég sendi Rakel lítið demo af laginu og var hún strax til í þetta.“ Upptökur fóru svo fram í september á þessu ári. „Við fórum svo í studíó Bambus til Stefáns Arnar Gunnlaugssonar og tókum upp grunn sem við byggðum ofan á og útkoman er létt jóla-popp lag.“ Sigurdór Guðmundsson hjá Skonrokk studio sá um masteringu. Rakel í upptökum. Gunnar Ingi Guðmundsson, höfundur lagsins, lærði lagasmíðar við tónlistarskólann Berklee college of music í Boston. Hann hefur samið lög fyrir Ragnheiði Gröndal, Sjonna Brink, Skítamóral og Arnar Dór, auk þess sem hann átti þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 2003. Nína Richter er textasmiður og kynningarfulltrúi. Hún hefur samið texta fyrir fjölda listamanna, þar á meðal Jóhönnu Guðrúnu, Hönnu Míu, Eyþór Inga og Lay Low, til dæmis smellinn Aftur heim til þín frá árinu 2019, og jólalag Eyþórs Inga, Desemberljóð, frá 2011.
Tónlist Jól Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira