„Þetta er mál sem hefur hvílt þungt á mér í tuttugu ár“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. nóvember 2021 19:00 Telma Halldórsdóttir sagði sögu vinkonu sinnar, Kristínar Pétursdóttur heitinnar, á Facebook um helgina. Færslan vakti mikla athygli. Telma og Kristín sjást saman á myndinni til vinstri. Úr einkasafni/Vísir/Einar Kona sem sagði sögu látinnar vinkonu sinnar varðandi kynferðislega áreitni af hálfu lögmanns um aldamótin krefst réttlætis. Málið hafi hvílt þungt á henni í tuttugu ár. Fyrrverandi vinnuveitandi lögmannsins segir óvíst hvort rétt hafi verið brugðist við málinu á sínum tíma og ætlar að skoða hvort fleiri sambærileg mál hafi komið upp. „Ung kona hæfileikarík og metnaðarfull. Nýútskrifuð úr laganámi. Hún ræður sig til starfa á stórri lögmannsstofu í Reykjavík. Starfsmaður á stofunni áreitir hana ítrekað kynferðislega.“ Svo hljóðar brot úr frásögn sem lesin var á sérstökum #MeToo-viðburði í Borgarleikhúsinu árið 2017. Telma Halldórsdóttir skrásetti söguna fyrir hönd vinkonu sinnar, Kristínar Pétursdóttur lögfræðings, en Telma greindi frá þessu í Facebook-færslu um nýliðna helgi. Telma lýsir tveimur atvikum þar sem hún segir Kristínu hafa verið áreitta kynferðislega af hálfu samstarfsmanns á lögmannsstofu árið 1999. Sjálf hafi Telma orðið vitni að öðru þeirra. „Þegar hún er tiltölulega nýbyrjuð erum við að skemmta okkur. Þá stingur hann tungunni upp í eyrað á henni og grípur um brjóstin á henni fyrir framan mig og annan vin okkar. Okkur bregður rosalega og hún bara: „Æi, hann er bara svona.“ Og gerði ekki mikið úr þessu en þetta stigmagnaðist,“ segir Telma. „Svo kemur það til að hún er á einhverri skemmtun á stofunni. Þá fer hann með henni inn á skrifstofu, skellir henni á borðið og vill stunda kynlíf með henni.“ Kristín (í miðjunni) og Telma (t.h.) kynntust í Verslunarskóla Íslands. Telma segir Kristínu hafa skarað fram úr á öllum sviðum. Hún hafi verið félagsljón og fengið hæstu einkunn í almennri lögfræði sem þá hafði sést við Háskóla Íslands.úr einkasafni „Rægingarherferðir“ vonandi liðin tíð Telma segir að Kristín hafi kvartað undan hegðun mannsins til yfirmanns. Skömmu síðar hafi henni verið sagt upp störfum. Í kjölfarið hafi verulega tekið að halla undan fæti hjá Kristínu, sem Telma lýsir sem gríðarlegu efni á öllum sviðum, og hún ánetjast áfengi. Kristín lést árið 2010. Telma segist vona að framfarir hafi orðið í viðbrögðum við slíkum málum nú. „Ég held að þú myndir ekki sjá svona rægingarherferð í dag, þar sem ung kona kemur fram með svona ásökunum og það eru komnar sögur út um allt um að hún sé athyglissjúk og lygasjúk. Ég vil að við ræðum gagngert hvernig tekið er á þessum málum frá A til Ö,“ segir Telma. „Þetta er mál sem hefur hvílt þungt á mér í tuttugu ár. Og mörgum vinum Kristínar. Ég hef fengið símtöl úr ólíklegustu áttum frá fólki sem spyr sig: Af hverju stóð ég ekki betur við bakið á henni þegar þetta gerist? Af hverju trúði ég því sem var sagt um hana á sínum tíma? Þannig að fyrir mér er þetta réttlætismál hvað hana varðar.“ Mál Helga til umfjöllunar Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn sem umræddar ásakanir beinast að Helgi Jóhannesson, sem nýhættur er sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar. Greint hefur verið frá málum sem varða meinta óviðeigandi hegðun Helga hjá Landsvirkjun og Ferðafélagi Íslands í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Ekki hefur náðst í Helga við vinnslu fréttarinnar í dag. Lögmannsstofan LEX, þar sem Kristín og Helgi unnu bæði um aldamótin, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að þeir atburðir sem vísað er til í frásögn Telmu hafi átt sér stað fyrir 22 árum. Fáir af þáverandi starfsmönnum starfi á lögmannsstofunni í dag. Á sínum tíma hafi verið brugðist við í samræmi við verkferla sem þá voru til staðar. „Þegar litið er til baka má velta fyrir sér hvort brugðist hafi verið nægjanlega vel við málinu,“ segir í svari LEX. Stjórn LEX muni skoða hvort „óupplýst mál“ hafi komið upp hjá fyrirtækinu síðustu ár. Yfirlýsingu LEX lögmannsstofu má lesa í heild hér fyrir neðan. LEX lögmannstofa tekur frásagnir um áreiti á vinnustað mjög alvarlega. Þeir atburðir, sem vísað er til í umræddri frásögn, áttu sér stað fyrir 22 árum. Á LEX starfa í dag um 60 starfsmenn, en fáir þeirra voru við störf hjá félaginu á þessum tíma. Samkvæmt þeim upplýsingum sem núverandi stjórnendur hafa aflað um málið var brugðist við í samræmi við þá verkferla sem þá voru til staðar. Þegar litið er tilbaka má velta fyrir sér hvort brugðist hafi verið nægjanlega vel við málinu. Núverandi stjórn LEX hyggst efna til sérstakrar skoðunar á því hvort einhver óupplýst mál kunni að hafa átt sér stað hjá fyrirtækinu á síðustu árum. LEX tekur skýra afstöðu gegn hvers konar áreitni og kynferðislegu ofbeldi. MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
„Ung kona hæfileikarík og metnaðarfull. Nýútskrifuð úr laganámi. Hún ræður sig til starfa á stórri lögmannsstofu í Reykjavík. Starfsmaður á stofunni áreitir hana ítrekað kynferðislega.“ Svo hljóðar brot úr frásögn sem lesin var á sérstökum #MeToo-viðburði í Borgarleikhúsinu árið 2017. Telma Halldórsdóttir skrásetti söguna fyrir hönd vinkonu sinnar, Kristínar Pétursdóttur lögfræðings, en Telma greindi frá þessu í Facebook-færslu um nýliðna helgi. Telma lýsir tveimur atvikum þar sem hún segir Kristínu hafa verið áreitta kynferðislega af hálfu samstarfsmanns á lögmannsstofu árið 1999. Sjálf hafi Telma orðið vitni að öðru þeirra. „Þegar hún er tiltölulega nýbyrjuð erum við að skemmta okkur. Þá stingur hann tungunni upp í eyrað á henni og grípur um brjóstin á henni fyrir framan mig og annan vin okkar. Okkur bregður rosalega og hún bara: „Æi, hann er bara svona.“ Og gerði ekki mikið úr þessu en þetta stigmagnaðist,“ segir Telma. „Svo kemur það til að hún er á einhverri skemmtun á stofunni. Þá fer hann með henni inn á skrifstofu, skellir henni á borðið og vill stunda kynlíf með henni.“ Kristín (í miðjunni) og Telma (t.h.) kynntust í Verslunarskóla Íslands. Telma segir Kristínu hafa skarað fram úr á öllum sviðum. Hún hafi verið félagsljón og fengið hæstu einkunn í almennri lögfræði sem þá hafði sést við Háskóla Íslands.úr einkasafni „Rægingarherferðir“ vonandi liðin tíð Telma segir að Kristín hafi kvartað undan hegðun mannsins til yfirmanns. Skömmu síðar hafi henni verið sagt upp störfum. Í kjölfarið hafi verulega tekið að halla undan fæti hjá Kristínu, sem Telma lýsir sem gríðarlegu efni á öllum sviðum, og hún ánetjast áfengi. Kristín lést árið 2010. Telma segist vona að framfarir hafi orðið í viðbrögðum við slíkum málum nú. „Ég held að þú myndir ekki sjá svona rægingarherferð í dag, þar sem ung kona kemur fram með svona ásökunum og það eru komnar sögur út um allt um að hún sé athyglissjúk og lygasjúk. Ég vil að við ræðum gagngert hvernig tekið er á þessum málum frá A til Ö,“ segir Telma. „Þetta er mál sem hefur hvílt þungt á mér í tuttugu ár. Og mörgum vinum Kristínar. Ég hef fengið símtöl úr ólíklegustu áttum frá fólki sem spyr sig: Af hverju stóð ég ekki betur við bakið á henni þegar þetta gerist? Af hverju trúði ég því sem var sagt um hana á sínum tíma? Þannig að fyrir mér er þetta réttlætismál hvað hana varðar.“ Mál Helga til umfjöllunar Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn sem umræddar ásakanir beinast að Helgi Jóhannesson, sem nýhættur er sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar. Greint hefur verið frá málum sem varða meinta óviðeigandi hegðun Helga hjá Landsvirkjun og Ferðafélagi Íslands í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Ekki hefur náðst í Helga við vinnslu fréttarinnar í dag. Lögmannsstofan LEX, þar sem Kristín og Helgi unnu bæði um aldamótin, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að þeir atburðir sem vísað er til í frásögn Telmu hafi átt sér stað fyrir 22 árum. Fáir af þáverandi starfsmönnum starfi á lögmannsstofunni í dag. Á sínum tíma hafi verið brugðist við í samræmi við verkferla sem þá voru til staðar. „Þegar litið er til baka má velta fyrir sér hvort brugðist hafi verið nægjanlega vel við málinu,“ segir í svari LEX. Stjórn LEX muni skoða hvort „óupplýst mál“ hafi komið upp hjá fyrirtækinu síðustu ár. Yfirlýsingu LEX lögmannsstofu má lesa í heild hér fyrir neðan. LEX lögmannstofa tekur frásagnir um áreiti á vinnustað mjög alvarlega. Þeir atburðir, sem vísað er til í umræddri frásögn, áttu sér stað fyrir 22 árum. Á LEX starfa í dag um 60 starfsmenn, en fáir þeirra voru við störf hjá félaginu á þessum tíma. Samkvæmt þeim upplýsingum sem núverandi stjórnendur hafa aflað um málið var brugðist við í samræmi við þá verkferla sem þá voru til staðar. Þegar litið er tilbaka má velta fyrir sér hvort brugðist hafi verið nægjanlega vel við málinu. Núverandi stjórn LEX hyggst efna til sérstakrar skoðunar á því hvort einhver óupplýst mál kunni að hafa átt sér stað hjá fyrirtækinu á síðustu árum. LEX tekur skýra afstöðu gegn hvers konar áreitni og kynferðislegu ofbeldi.
LEX lögmannstofa tekur frásagnir um áreiti á vinnustað mjög alvarlega. Þeir atburðir, sem vísað er til í umræddri frásögn, áttu sér stað fyrir 22 árum. Á LEX starfa í dag um 60 starfsmenn, en fáir þeirra voru við störf hjá félaginu á þessum tíma. Samkvæmt þeim upplýsingum sem núverandi stjórnendur hafa aflað um málið var brugðist við í samræmi við þá verkferla sem þá voru til staðar. Þegar litið er tilbaka má velta fyrir sér hvort brugðist hafi verið nægjanlega vel við málinu. Núverandi stjórn LEX hyggst efna til sérstakrar skoðunar á því hvort einhver óupplýst mál kunni að hafa átt sér stað hjá fyrirtækinu á síðustu árum. LEX tekur skýra afstöðu gegn hvers konar áreitni og kynferðislegu ofbeldi.
MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira