Ekki endilega þolandinn sjálfur sem keyri umræðuna „út á enda veraldar“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. nóvember 2021 17:46 Helga Vala Helgadóttir segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist við þessu háværa ákalli um úrbætur. Vísir/Vilhelm „Ef við horfum á þetta út frá þolendum ofbeldis þá leiðir þetta til þess, og ég vísa í reynslu mína sem lögmaður, að þegar umræðan verður svona ofboðslega hatrömm í garð gerenda þá myndast meiri hætta á að þolendur veigri sér við að segja frá ofbeldinu, sérstaklega þegar um er að ræða einhvern nákominn, af ótta við skrímslavæðinguna,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Það er þess vegna sem við þurfum aðeins að hugleiða hvert við ætlum að fara með þetta, af því að það er oft ekki þolandinn sjálfur sem keyrir umræðuna alveg út á enda veraldar.“ Helga Vala Helgadóttir og Sigurbjörg Sara Bergsdóttir voru til viðtals í Pallborðinu í dag þar sem farið var yfir stöðuna í réttarkerfinu í tengslum við kynferðisbrot, þá háværu umræðu sem á sér nú stað um úrbætur og hvernig stjórnvöld þurfa að bregðast við. „Þetta getur endað illa ef enginn bregst við ákallinu. Þetta er einn mesti sársauki sem fólk upplifir," segir Sigurbjörg Sara Bergsdóttir.Vísir/Vilhelm „Þetta getur endað illa ef enginn bregst við ákallinu. Þetta er einn mesti sársauki sem fólk upplifir, það er að verða fyrir ofbeldi, hvort sem það er kynferðislegt eða öðruvísi. Fólk situr uppi með þetta alla ævi og þarf að vinna úr því,“ segir Sigurbjörg Sara. „En ég skil það ef menn og konur eru hrædd að koma fram, ég skil það. En þolendum finnst líka sárt að þurfa að koma með allt fram í dagsljósið. Að það sé eina leiðin, ef þú ert búin að lenda í einhverju skelfilegu að til þess að knýja fram breytingu að þá þurfirðu að koma með allt þitt upp á yfirborðið þannig að allir sjái,“ segir Sigurbjörg Sara. Kynferðisbrot voru til umræðu í Pallborðinu í dag.Vísir/Vilhelm Þá sögðu þær báðar að langur málsmeðferðartími sé það sem hafi einna mest áhrif á þolendur, sem jafnvel þurfi að bíða í tvö til þrjú ár eftir úrlausn sinna mála. Því þurfi að breyta og að ljóst sé að meiri mannafla þurfi hjá lögreglu til að takast á við þennan málaþunga. Horfa má á umræðuþáttinn hér fyrir neðan. MeToo Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Mikilvægt að beita ekki ofbeldi út af öðru ofbeldi Fólk hefur verið útskúfað úr samfélaginu eftir óvægna umræðu um kynferðisofbeldi og dæmi eru um að það hafi svipt sig lífi í kjölfarið. Kallað er eftir meiri yfirvegun og jafnvægi í umræðunni því hún geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 14. nóvember 2021 20:11 „Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana” Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu. 14. nóvember 2021 16:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Það er þess vegna sem við þurfum aðeins að hugleiða hvert við ætlum að fara með þetta, af því að það er oft ekki þolandinn sjálfur sem keyrir umræðuna alveg út á enda veraldar.“ Helga Vala Helgadóttir og Sigurbjörg Sara Bergsdóttir voru til viðtals í Pallborðinu í dag þar sem farið var yfir stöðuna í réttarkerfinu í tengslum við kynferðisbrot, þá háværu umræðu sem á sér nú stað um úrbætur og hvernig stjórnvöld þurfa að bregðast við. „Þetta getur endað illa ef enginn bregst við ákallinu. Þetta er einn mesti sársauki sem fólk upplifir," segir Sigurbjörg Sara Bergsdóttir.Vísir/Vilhelm „Þetta getur endað illa ef enginn bregst við ákallinu. Þetta er einn mesti sársauki sem fólk upplifir, það er að verða fyrir ofbeldi, hvort sem það er kynferðislegt eða öðruvísi. Fólk situr uppi með þetta alla ævi og þarf að vinna úr því,“ segir Sigurbjörg Sara. „En ég skil það ef menn og konur eru hrædd að koma fram, ég skil það. En þolendum finnst líka sárt að þurfa að koma með allt fram í dagsljósið. Að það sé eina leiðin, ef þú ert búin að lenda í einhverju skelfilegu að til þess að knýja fram breytingu að þá þurfirðu að koma með allt þitt upp á yfirborðið þannig að allir sjái,“ segir Sigurbjörg Sara. Kynferðisbrot voru til umræðu í Pallborðinu í dag.Vísir/Vilhelm Þá sögðu þær báðar að langur málsmeðferðartími sé það sem hafi einna mest áhrif á þolendur, sem jafnvel þurfi að bíða í tvö til þrjú ár eftir úrlausn sinna mála. Því þurfi að breyta og að ljóst sé að meiri mannafla þurfi hjá lögreglu til að takast á við þennan málaþunga. Horfa má á umræðuþáttinn hér fyrir neðan.
MeToo Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Mikilvægt að beita ekki ofbeldi út af öðru ofbeldi Fólk hefur verið útskúfað úr samfélaginu eftir óvægna umræðu um kynferðisofbeldi og dæmi eru um að það hafi svipt sig lífi í kjölfarið. Kallað er eftir meiri yfirvegun og jafnvægi í umræðunni því hún geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 14. nóvember 2021 20:11 „Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana” Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu. 14. nóvember 2021 16:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Mikilvægt að beita ekki ofbeldi út af öðru ofbeldi Fólk hefur verið útskúfað úr samfélaginu eftir óvægna umræðu um kynferðisofbeldi og dæmi eru um að það hafi svipt sig lífi í kjölfarið. Kallað er eftir meiri yfirvegun og jafnvægi í umræðunni því hún geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 14. nóvember 2021 20:11
„Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana” Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu. 14. nóvember 2021 16:00