Forseti norska þingsins til rannsóknar hjá lögreglu og segir af sér Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 23:31 Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, og Eva Kristin Hansen, forseti norska þingsins á fundi í norska þinginu. Hansen hefur sagt af sér eftir að upp komst að hún hafði misnotað aðgang sinn að íbúð í eigu norska þingsins. Getty/Britta Pedersen Lögreglan í Osló hefur til rannsóknar sex þingmenn í Noregi að beiðni ríkissaksóknara. Eva Kristin Hansen, forseti þingsins, hefur staðfest að hún sé þeirra á meðal og hefur sagt af sér. „Það hefur verið tilkynnt að lögreglan í Osló hefur til rannsóknar sex þingmenn eftir umfjöllun fjölmiðla. Ég er ein af þeim,“ sagði Hansen í yfirlýsingu. „Ég tel það ekki boða gott að þingforseti sé starfandi á meðan hann er til rannsóknar hjá lögreglu. Ég hef þess vegna rætt við formann flokksins míns og þingflokksformann og greint þeim frá því að ég ætli að stíga til hliðar sem forseti þingsins.“ Þetta staðfesti Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs og formaður Verkamannaflokksins. „Ég veit að þetta mál er henni þungbært og að henni þykir fyrir þessu. Samt sem áður tel ég það rétt metið hjá henni að stíga til hliðar sem forseti þingsins,“ sagði forsætisráðherrann í samtali við norska ríkisútvarpið. Lögreglan rannsakar þingmennina vegna meintrar misnotkunar á íbúðum í eigu þingsins. Norska þingið á 143 íbúðir í Osló sem þingmönnum, sem búa meira en fjörutíu kílómetra frá þinghúsinu, er heimilt að nota sem annað heimili á meðan á þingsetu stendur. Ástæða þess að Hansen er til skoðunar, og líklega hinir sex líka, er sú að Hansen á sjálf íbúð í Ski, rétt fyrir utan Osló. Þrátt fyrir það hélt hún áfram að nota íbúð þingsins sem sitt annað heimili. Lögheimili Hansen var til ársins 2017 skráð í Þrándheimi, en hún er þingmaður þess svæðis. Samkvæmt reglum þingsins mega þingmenn búa í þessum íbúðum ef lögheimili þeirra er meira en 40 km í burtu frá þinghúsinu. Fjölskyldumeðlimir þeirra mega svo að sjálfsögðu búa þar líka, svo lengi sem þingmaðurinn býr þar á sama tíma. Þingmaðurinn greiðir hvorki leigu á meðan hann býr þar né nokkur önnur útgjöld sem fylgja heimilishaldi, eins og fyrir rafmagn, vatn, hita eða net og sjónvarp. Að sögn Hansen lánaði hún kollega sínum úr þinginu íbúðina sína, þá sem er samt í eigu þingsins, vegna hjónabandsvandræða kollegans. Það er á skjön við reglur þingsins um íbúðirnar. Noregur Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
„Það hefur verið tilkynnt að lögreglan í Osló hefur til rannsóknar sex þingmenn eftir umfjöllun fjölmiðla. Ég er ein af þeim,“ sagði Hansen í yfirlýsingu. „Ég tel það ekki boða gott að þingforseti sé starfandi á meðan hann er til rannsóknar hjá lögreglu. Ég hef þess vegna rætt við formann flokksins míns og þingflokksformann og greint þeim frá því að ég ætli að stíga til hliðar sem forseti þingsins.“ Þetta staðfesti Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs og formaður Verkamannaflokksins. „Ég veit að þetta mál er henni þungbært og að henni þykir fyrir þessu. Samt sem áður tel ég það rétt metið hjá henni að stíga til hliðar sem forseti þingsins,“ sagði forsætisráðherrann í samtali við norska ríkisútvarpið. Lögreglan rannsakar þingmennina vegna meintrar misnotkunar á íbúðum í eigu þingsins. Norska þingið á 143 íbúðir í Osló sem þingmönnum, sem búa meira en fjörutíu kílómetra frá þinghúsinu, er heimilt að nota sem annað heimili á meðan á þingsetu stendur. Ástæða þess að Hansen er til skoðunar, og líklega hinir sex líka, er sú að Hansen á sjálf íbúð í Ski, rétt fyrir utan Osló. Þrátt fyrir það hélt hún áfram að nota íbúð þingsins sem sitt annað heimili. Lögheimili Hansen var til ársins 2017 skráð í Þrándheimi, en hún er þingmaður þess svæðis. Samkvæmt reglum þingsins mega þingmenn búa í þessum íbúðum ef lögheimili þeirra er meira en 40 km í burtu frá þinghúsinu. Fjölskyldumeðlimir þeirra mega svo að sjálfsögðu búa þar líka, svo lengi sem þingmaðurinn býr þar á sama tíma. Þingmaðurinn greiðir hvorki leigu á meðan hann býr þar né nokkur önnur útgjöld sem fylgja heimilishaldi, eins og fyrir rafmagn, vatn, hita eða net og sjónvarp. Að sögn Hansen lánaði hún kollega sínum úr þinginu íbúðina sína, þá sem er samt í eigu þingsins, vegna hjónabandsvandræða kollegans. Það er á skjön við reglur þingsins um íbúðirnar.
Noregur Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira