Glitský gleðja höfuðborgarbúa Kjartan Kjartansson skrifar 26. nóvember 2021 10:06 Glitský yfir Hengilsvæðinu séð frá Reykjavík um klukkan 9:30 föstudagsmorguninn 26. nóvember 2021. Vísir/Vilhelm Nokkur litskrúðug glitský sáust á austurhimni frá höfuðborginni í morgun. Ský af þessu tagi sjást helst um miðjan vetur við sólarupprás eða sólsetur. Skýin voru greinileg á annars heiðum morgunhimninum í átt að Hengilsvæðinu. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði myndunum sem fylgja fréttinni um klukkan hálf tíu í morgun. Glitský myndast þegar óvenjukalt er í heiðhvolfinu í um fimmtán til þrjátíu kílómetra hæð yfir yfirborði jarðar þegar hitastigið er um eða undir -70 til -90°C. Þau eru úr ískristöllum og sjást helst um miðjan vetur þegar sólin er við það að koma upp yfir sjóndeildarhringinn eða er nýfarin niður fyrir hann. Skýin eru litrík og greinileg á lofti því þau eru jafnan böðuð sólarljósi jafnvel þó að rökkvað eða aldimmt sé við jörð, að því er segir í grein um glitský á vef Veðurstofu Íslands. Litadýrðin skýrist af ískristöllunum sem beygja sólarljósið. Ólíkar bylgjulengdir ljóss beygjast mismikið. Sem dæmi er nefnt að blátt ljós beygist meira en rautt og því sjást litirnir hvor á sínum hluta glitskýs. Oft eru glitský hvít í miðjunni en jaðrarnir gulir, rauðir, grænir og bláir. Rauðir, gulir og grænir flekkir geta einnig myndast vegna þess að litirnir eru háðir stærðardreifingu agna í skýjunum. Enn meira áberandi glitský sáust yfir höfuðborgarsvæðinu 28. desember í fyrra sem vöktu mikla athygli borgarbúa. Glitský yfir Reykjavík föstudagsmorguninn 26. nóvember 2021.Vísir/Vilhelm Veður Tengdar fréttir Íslendingar agndofa yfir litadýrð á himnum Mikil litadýrð á himnum hefur vakið mikla athygli Íslendingar í morgunsárið. Svokölluð glitský hafa verið áberandi og hafa fjölmargir tekið myndir af þeim. Svo virðist sem glitský hafi sést víðsvegar um landið. 28. desember 2020 13:48 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Sjá meira
Skýin voru greinileg á annars heiðum morgunhimninum í átt að Hengilsvæðinu. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði myndunum sem fylgja fréttinni um klukkan hálf tíu í morgun. Glitský myndast þegar óvenjukalt er í heiðhvolfinu í um fimmtán til þrjátíu kílómetra hæð yfir yfirborði jarðar þegar hitastigið er um eða undir -70 til -90°C. Þau eru úr ískristöllum og sjást helst um miðjan vetur þegar sólin er við það að koma upp yfir sjóndeildarhringinn eða er nýfarin niður fyrir hann. Skýin eru litrík og greinileg á lofti því þau eru jafnan böðuð sólarljósi jafnvel þó að rökkvað eða aldimmt sé við jörð, að því er segir í grein um glitský á vef Veðurstofu Íslands. Litadýrðin skýrist af ískristöllunum sem beygja sólarljósið. Ólíkar bylgjulengdir ljóss beygjast mismikið. Sem dæmi er nefnt að blátt ljós beygist meira en rautt og því sjást litirnir hvor á sínum hluta glitskýs. Oft eru glitský hvít í miðjunni en jaðrarnir gulir, rauðir, grænir og bláir. Rauðir, gulir og grænir flekkir geta einnig myndast vegna þess að litirnir eru háðir stærðardreifingu agna í skýjunum. Enn meira áberandi glitský sáust yfir höfuðborgarsvæðinu 28. desember í fyrra sem vöktu mikla athygli borgarbúa. Glitský yfir Reykjavík föstudagsmorguninn 26. nóvember 2021.Vísir/Vilhelm
Veður Tengdar fréttir Íslendingar agndofa yfir litadýrð á himnum Mikil litadýrð á himnum hefur vakið mikla athygli Íslendingar í morgunsárið. Svokölluð glitský hafa verið áberandi og hafa fjölmargir tekið myndir af þeim. Svo virðist sem glitský hafi sést víðsvegar um landið. 28. desember 2020 13:48 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Sjá meira
Íslendingar agndofa yfir litadýrð á himnum Mikil litadýrð á himnum hefur vakið mikla athygli Íslendingar í morgunsárið. Svokölluð glitský hafa verið áberandi og hafa fjölmargir tekið myndir af þeim. Svo virðist sem glitský hafi sést víðsvegar um landið. 28. desember 2020 13:48