Fyrsta trans manneskjan til að gegna ráðherraembætti í Svíþjóð Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2021 13:13 Magdalena Andersson er fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Svíþjóðar. Hér er hún með nýrri ríkisstjórn sinni. EPA Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti ríkisstjórn sína í morgun, daginn eftir að sænska þingið samþykkti hana sem forsætisráðherra landsins. Andersson þurfti að fá nýtt fólk inn í ríkisstjórnina eftir að Græningjar gengu úr ríkisstjórnarsamstarfinu í síðustu viku. Þá nýtti hún tækifærið og gerði hrókeringar innan ráðherraliðsins. Alls eiga 23 ráðherrar sæti í ríkisstjórninni sem er minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins sem Vinstriflokkurinn, Græningjar og Miðflokkurinn verja vantrausti. Lina Axelsson Kihlblom.Wikipedia Meðal þeirra sem koma ný inn í ríkisstjórnina er Lina Axelsson Kihlblom sem verður ráðherra málefna æðri menntunar og þar með fyrsta trans manneskjan til að gegna ráðherraembætti í landinu. Kihlblom vakti þjóðarathygli í sjónvarpsþáttunum Skólastjórunum (s. Rektorerna) þar sem meðal annars var sögð saga Kihlblom og hvernig tókst að bæta námsárangur barna í Ronnaskolan í Södertälje. „Ég ætla að taka með mér þá sannfæringu að hvert einasta barn geti náð góðum árangri í skólanum,“ sagði Kihlblom þegar hún tók við ráðherraembættinu í morgun. Andersson tilkynnti jafnframt að innanríkisráðherrann Mikael Damberg taki við embætti fjármálaráðherra – embætti sem Andersson hefur sjálf gegnt frá árinu 2014. Ann Linde verður áfram utanríkisráðherra. Ný ríkisstjórn tók formlega við völdum eftir fund með Karli Gústaf Svíakonungi í hádeginu. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð í september á næsta ári. Svíþjóð Málefni transfólks Tengdar fréttir Magdalena Andersson forsætisráðherra aftur á ný Magdalena Andersson, formaður sænskra Jafnaðarmanna, var endurkjörin í dag í embætti forsætisráðherra en hún sagði af sér á dögunum eftir að hafa fyrst kvenna aðeins setið í embætti í sjö klukkustundir. Andersson sagði af sér í síðustu viku í kjölfar þess að Græningjar ákváðu að ganga úr ríkisstjórn. 29. nóvember 2021 12:59 „Nískasti fjármálaráðherra ESB“ líklegastur til að taka við Stefan Löfven greindi frá því um síðustu helgi hann ætli sér að láta af störfum sem forsætisráðherra Svíþjóðar í haust. Hann muni ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Jafnaðarmannaflokknum á landsþingi í nóvember. Skiljanlega eru farnar af stað miklar umræður um hver muni taka við formennsku í flokknum og yrði þá í kjörstöðu til að taka einnig við embætti forsætisráðherra landsins. 24. ágúst 2021 08:42 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Andersson þurfti að fá nýtt fólk inn í ríkisstjórnina eftir að Græningjar gengu úr ríkisstjórnarsamstarfinu í síðustu viku. Þá nýtti hún tækifærið og gerði hrókeringar innan ráðherraliðsins. Alls eiga 23 ráðherrar sæti í ríkisstjórninni sem er minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins sem Vinstriflokkurinn, Græningjar og Miðflokkurinn verja vantrausti. Lina Axelsson Kihlblom.Wikipedia Meðal þeirra sem koma ný inn í ríkisstjórnina er Lina Axelsson Kihlblom sem verður ráðherra málefna æðri menntunar og þar með fyrsta trans manneskjan til að gegna ráðherraembætti í landinu. Kihlblom vakti þjóðarathygli í sjónvarpsþáttunum Skólastjórunum (s. Rektorerna) þar sem meðal annars var sögð saga Kihlblom og hvernig tókst að bæta námsárangur barna í Ronnaskolan í Södertälje. „Ég ætla að taka með mér þá sannfæringu að hvert einasta barn geti náð góðum árangri í skólanum,“ sagði Kihlblom þegar hún tók við ráðherraembættinu í morgun. Andersson tilkynnti jafnframt að innanríkisráðherrann Mikael Damberg taki við embætti fjármálaráðherra – embætti sem Andersson hefur sjálf gegnt frá árinu 2014. Ann Linde verður áfram utanríkisráðherra. Ný ríkisstjórn tók formlega við völdum eftir fund með Karli Gústaf Svíakonungi í hádeginu. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð í september á næsta ári.
Svíþjóð Málefni transfólks Tengdar fréttir Magdalena Andersson forsætisráðherra aftur á ný Magdalena Andersson, formaður sænskra Jafnaðarmanna, var endurkjörin í dag í embætti forsætisráðherra en hún sagði af sér á dögunum eftir að hafa fyrst kvenna aðeins setið í embætti í sjö klukkustundir. Andersson sagði af sér í síðustu viku í kjölfar þess að Græningjar ákváðu að ganga úr ríkisstjórn. 29. nóvember 2021 12:59 „Nískasti fjármálaráðherra ESB“ líklegastur til að taka við Stefan Löfven greindi frá því um síðustu helgi hann ætli sér að láta af störfum sem forsætisráðherra Svíþjóðar í haust. Hann muni ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Jafnaðarmannaflokknum á landsþingi í nóvember. Skiljanlega eru farnar af stað miklar umræður um hver muni taka við formennsku í flokknum og yrði þá í kjörstöðu til að taka einnig við embætti forsætisráðherra landsins. 24. ágúst 2021 08:42 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Magdalena Andersson forsætisráðherra aftur á ný Magdalena Andersson, formaður sænskra Jafnaðarmanna, var endurkjörin í dag í embætti forsætisráðherra en hún sagði af sér á dögunum eftir að hafa fyrst kvenna aðeins setið í embætti í sjö klukkustundir. Andersson sagði af sér í síðustu viku í kjölfar þess að Græningjar ákváðu að ganga úr ríkisstjórn. 29. nóvember 2021 12:59
„Nískasti fjármálaráðherra ESB“ líklegastur til að taka við Stefan Löfven greindi frá því um síðustu helgi hann ætli sér að láta af störfum sem forsætisráðherra Svíþjóðar í haust. Hann muni ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Jafnaðarmannaflokknum á landsþingi í nóvember. Skiljanlega eru farnar af stað miklar umræður um hver muni taka við formennsku í flokknum og yrði þá í kjörstöðu til að taka einnig við embætti forsætisráðherra landsins. 24. ágúst 2021 08:42