Mörk Ronaldo krufin: Flest með hægri fæti og meira en helmingur í treyju Real Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2021 14:45 Ronaldo fagnar 800. markinu á ferlinum. Hann bætti svo því 801. við skömmu síðar. Matthew Peters/Getty Images Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis í 3-2 sigri Manchester United á Arsenal er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var hinn 36 ára gamli Portúgali að skora sitt 800. og 801. mark á ferlinum. Ronaldo er þar með fyrsti leikmaðu sögunnar til að skora meira en 800 mörk fyrir landslið og félagslið á ferli sínum. Brasilíska goðsögnin Pelé skoraði vissulega 1.283 mörk á sínum tíma en þar af voru „aðeins“ 757 mörk skráð í keppnisleikjum með félagsliðum og landsliði. Cristiano Ronaldo hóf ferilinn með Sporting Lissabon í Portúgal en var aðeins 18 ára gamall þegar Sir Alex Ferguson ákvað að gera hann að dýrasta táningi sögunnar á þeim tíma. Hann lék með Manchester United frá 2003 áður en leiðin lá til Madrídar þar sem hann gekk til liðs við Real Madríd. Hann var hjá Madríd til 2018 áður en hann gekk til liðs við Juventus og síðasta sumar sneri hann aftur „heim“ á Old Trafford. Það var undir lokin hjá Man United sem Ronaldo fór úr því að vera skemmtikraftur í að vera algjör markamaskína. Það kemur því lítið á óvart að flest marka hans hafi komið meðan hann var leikmaður Real Madríd enda skoraði hann svo gott sem í hverjum einasta leik. Alls skoraði hann 450 mörk fyrir Real á sínum tíma. Þá er hann kominn með 130 mörk fyrir Manchester United og 115 fyrir portúgalska landsliðið. Þó tími hans með Juventus hafi ef til vill ekki verið jafn magnaður og árin þar á undan þá skoraði hann samt sem áður 101 mark fyrir félagið. Hann hóf þessa ótrúlegu markaskorun heima í Portúgal en alls skoraði hann fimm mörk fyrir Sporting frá 2002 til 2003. Oct 02: No.1 vs MoreirenseJan 08: No.100 vs SpursDec 10: No.200 vs ValenciaMay 12: No.300 vs GranadaJan 14: No.400 vs CeltaSep 15: No.500 vs MalmoJun 17: No.600 vs JuveOct 19: No.700 vs UkraineDec 21: No.800 vs Arsenal19 years, 800 goals. pic.twitter.com/NRCbSAeAgn— William Hill (@WilliamHill) December 2, 2021 Ronaldo notar hægri fótinn hvað mest þegar kemur að því að lúðra boltanum í netið. Alls hefur hann skorað 510 mörk með hægri fæti sínum, 149 mörk hafa komið með vinstri fæti og 140 hafa verið skoruð með höfðinu. Þá hafa tvö mörk verið skoruð með öðrum líkamshlutum. Þó svo að Ronaldo sé vissulega markaskorari af guðs náð þá hefur hann einnig verið duglegur að leggja upp mörk á samherja sína í gegnum tíðina. Samkvæmt vefnum Transfermarkt – þar sem má finna allskyns tölfræði – hefur Ronaldo gefið 300 stoðsendingar til þessa. Þrátt fyrir að vera kominn með 801 mark og 300 stoðsendingar á ferlinum má reikna með að Ronaldo sé hvergi nærri hættur. Hann fær tækifæri til að bæta enn frekar við ótrúlegan fjölda marka og stoðsendinga er Man Utd tekur á móti Crystal Palace á sunnudaginn kemur, það verður fyrsti leikur liðsins undir stjórn Þjóðverjans Ralf Rangnick. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Ronaldo er þar með fyrsti leikmaðu sögunnar til að skora meira en 800 mörk fyrir landslið og félagslið á ferli sínum. Brasilíska goðsögnin Pelé skoraði vissulega 1.283 mörk á sínum tíma en þar af voru „aðeins“ 757 mörk skráð í keppnisleikjum með félagsliðum og landsliði. Cristiano Ronaldo hóf ferilinn með Sporting Lissabon í Portúgal en var aðeins 18 ára gamall þegar Sir Alex Ferguson ákvað að gera hann að dýrasta táningi sögunnar á þeim tíma. Hann lék með Manchester United frá 2003 áður en leiðin lá til Madrídar þar sem hann gekk til liðs við Real Madríd. Hann var hjá Madríd til 2018 áður en hann gekk til liðs við Juventus og síðasta sumar sneri hann aftur „heim“ á Old Trafford. Það var undir lokin hjá Man United sem Ronaldo fór úr því að vera skemmtikraftur í að vera algjör markamaskína. Það kemur því lítið á óvart að flest marka hans hafi komið meðan hann var leikmaður Real Madríd enda skoraði hann svo gott sem í hverjum einasta leik. Alls skoraði hann 450 mörk fyrir Real á sínum tíma. Þá er hann kominn með 130 mörk fyrir Manchester United og 115 fyrir portúgalska landsliðið. Þó tími hans með Juventus hafi ef til vill ekki verið jafn magnaður og árin þar á undan þá skoraði hann samt sem áður 101 mark fyrir félagið. Hann hóf þessa ótrúlegu markaskorun heima í Portúgal en alls skoraði hann fimm mörk fyrir Sporting frá 2002 til 2003. Oct 02: No.1 vs MoreirenseJan 08: No.100 vs SpursDec 10: No.200 vs ValenciaMay 12: No.300 vs GranadaJan 14: No.400 vs CeltaSep 15: No.500 vs MalmoJun 17: No.600 vs JuveOct 19: No.700 vs UkraineDec 21: No.800 vs Arsenal19 years, 800 goals. pic.twitter.com/NRCbSAeAgn— William Hill (@WilliamHill) December 2, 2021 Ronaldo notar hægri fótinn hvað mest þegar kemur að því að lúðra boltanum í netið. Alls hefur hann skorað 510 mörk með hægri fæti sínum, 149 mörk hafa komið með vinstri fæti og 140 hafa verið skoruð með höfðinu. Þá hafa tvö mörk verið skoruð með öðrum líkamshlutum. Þó svo að Ronaldo sé vissulega markaskorari af guðs náð þá hefur hann einnig verið duglegur að leggja upp mörk á samherja sína í gegnum tíðina. Samkvæmt vefnum Transfermarkt – þar sem má finna allskyns tölfræði – hefur Ronaldo gefið 300 stoðsendingar til þessa. Þrátt fyrir að vera kominn með 801 mark og 300 stoðsendingar á ferlinum má reikna með að Ronaldo sé hvergi nærri hættur. Hann fær tækifæri til að bæta enn frekar við ótrúlegan fjölda marka og stoðsendinga er Man Utd tekur á móti Crystal Palace á sunnudaginn kemur, það verður fyrsti leikur liðsins undir stjórn Þjóðverjans Ralf Rangnick.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira