Eru launahækkanir að sliga íslenskt atvinnulíf? Guðrún Jóhannesdóttir skrifar 3. desember 2021 12:01 Undanfarið hefur verið töluvert rætt um hvort samningsbundnar launahækkanir séu að sliga atvinnulífið hér á landi. Margir telja það fjarri lagi þar sem atvinnulífið standi svo vel því velta nokkurra fyrirtækja hafi aukist til muna. Háværar raddir heyrast einnig um að fyrirtækjum beri að taka á sig hækkanir á innkaupsverði og flutningskostnaði þar sem ekki sé réttlátt að neytendur beri þann kostnað. Mörg fyrirtæki hafa orðið fyrir miklu höggi vegna heimsfaraldursins. Skertur opnunartími, fjöldatakmarkanir og fjarvistir starfsfólks hafa haft mikil áhrif á afkomu fjölmargra fyrirtækja. Á þetta bæði við um fyrirtæki í verslunargeiranum sem og minni iðnfyrirtæki, svo ekki sé minnst á ferðaþjónustuna. Mig langar hér að nefna hér nokkrar staðreyndir um þann veruleika sem raunverulega blasir við fyrirtækjum á Íslandi um þessar mundir. Bein afleiðing af heimsfaraldrinum eru fordæmalausar hækkanir á allri hrávöru, hvort sem er til matvælaframleiðslu eða iðnaðarframleiðslu. Við erum hér að tala um hækkanir sem nema tugum prósenta. Bein afleiðing af heimsfaraldrinum eru hækkanir á flutningskostnaði, einkum og sér í lagi á lengri leiðum, t.d. á milli Asíu og Evrópu. Hér er um að ræða hækkanir sem aldrei hafa sést, hvorki fyrr né síðar. Verðbólga mælist nú langt yfir markmiði Seðlabankans, eða 4,5%, og margt sem bendir til að verðbólguþrýstingur eigi enn eftir að aukast á komandi mánuðum. Það sem er óvanalegt nú er að verðbólga í helstu viðskiptalöndum okkar er í methæðum. Meira að segja í Þýskalandi, sem er eins og flestir vita þekkt fyrir allt annað en háa verðbólgu, er verðbólgan nú 5% Húsnæðiskostnaður hefur aldrei verið eins íþyngjandi í starfsemi fyrirtækja og nú. Fasteignaskattur á Íslandi er allt að þrisvar sinnum hærri en á hinum Norðurlöndunum. Launakostnaður fyrirtækja hefur farið hratt hækkandi undanfarin ár og ekki má gleyma að nefna kostnað fyrirtækja vegna launagreiðslna í veikindum eða vegna annarra fjarvista starfsfólks á tímum Covid-19. Erfitt er að sjá fyrir sér hvernig fyrirtæki eiga að fara að því að taka á sig bæði hækkanir á kostnaðarverði og launahækkanir, sem samið var um við gjörólíkar aðstæður og nú eru uppi, samfara því. Undirrituð stýrir litlu fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var fyrir rúmum 20 árum síðan. Við búum við þann lúxus að eiga stóran og tryggan viðskiptavinahóp, sem við erum afar þakklát fyrir. Hins vegar hefur það aldrei verið eins mikil áskorun og nú að halda rekstrinum í réttu horfi. Ná að fylla lagerinn á tímum vöruskorts og tafa á afhendingu. Halda aftur af verðhækkunum þegar laun hækka, listaverð hækkar og flutningskostnaður margfaldast. Þetta er staða sem blasir við fjölmörgum fyrirtækjum á Íslandi. Það er von mín að verkalýðshreyfingin leggi raunverulegt mat á stöðu alls atvinnulífsins, þegar sest verður við samningaborðið á komandi ári. Höfundur er framkvæmdastjóri Kokku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verslun Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið töluvert rætt um hvort samningsbundnar launahækkanir séu að sliga atvinnulífið hér á landi. Margir telja það fjarri lagi þar sem atvinnulífið standi svo vel því velta nokkurra fyrirtækja hafi aukist til muna. Háværar raddir heyrast einnig um að fyrirtækjum beri að taka á sig hækkanir á innkaupsverði og flutningskostnaði þar sem ekki sé réttlátt að neytendur beri þann kostnað. Mörg fyrirtæki hafa orðið fyrir miklu höggi vegna heimsfaraldursins. Skertur opnunartími, fjöldatakmarkanir og fjarvistir starfsfólks hafa haft mikil áhrif á afkomu fjölmargra fyrirtækja. Á þetta bæði við um fyrirtæki í verslunargeiranum sem og minni iðnfyrirtæki, svo ekki sé minnst á ferðaþjónustuna. Mig langar hér að nefna hér nokkrar staðreyndir um þann veruleika sem raunverulega blasir við fyrirtækjum á Íslandi um þessar mundir. Bein afleiðing af heimsfaraldrinum eru fordæmalausar hækkanir á allri hrávöru, hvort sem er til matvælaframleiðslu eða iðnaðarframleiðslu. Við erum hér að tala um hækkanir sem nema tugum prósenta. Bein afleiðing af heimsfaraldrinum eru hækkanir á flutningskostnaði, einkum og sér í lagi á lengri leiðum, t.d. á milli Asíu og Evrópu. Hér er um að ræða hækkanir sem aldrei hafa sést, hvorki fyrr né síðar. Verðbólga mælist nú langt yfir markmiði Seðlabankans, eða 4,5%, og margt sem bendir til að verðbólguþrýstingur eigi enn eftir að aukast á komandi mánuðum. Það sem er óvanalegt nú er að verðbólga í helstu viðskiptalöndum okkar er í methæðum. Meira að segja í Þýskalandi, sem er eins og flestir vita þekkt fyrir allt annað en háa verðbólgu, er verðbólgan nú 5% Húsnæðiskostnaður hefur aldrei verið eins íþyngjandi í starfsemi fyrirtækja og nú. Fasteignaskattur á Íslandi er allt að þrisvar sinnum hærri en á hinum Norðurlöndunum. Launakostnaður fyrirtækja hefur farið hratt hækkandi undanfarin ár og ekki má gleyma að nefna kostnað fyrirtækja vegna launagreiðslna í veikindum eða vegna annarra fjarvista starfsfólks á tímum Covid-19. Erfitt er að sjá fyrir sér hvernig fyrirtæki eiga að fara að því að taka á sig bæði hækkanir á kostnaðarverði og launahækkanir, sem samið var um við gjörólíkar aðstæður og nú eru uppi, samfara því. Undirrituð stýrir litlu fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var fyrir rúmum 20 árum síðan. Við búum við þann lúxus að eiga stóran og tryggan viðskiptavinahóp, sem við erum afar þakklát fyrir. Hins vegar hefur það aldrei verið eins mikil áskorun og nú að halda rekstrinum í réttu horfi. Ná að fylla lagerinn á tímum vöruskorts og tafa á afhendingu. Halda aftur af verðhækkunum þegar laun hækka, listaverð hækkar og flutningskostnaður margfaldast. Þetta er staða sem blasir við fjölmörgum fyrirtækjum á Íslandi. Það er von mín að verkalýðshreyfingin leggi raunverulegt mat á stöðu alls atvinnulífsins, þegar sest verður við samningaborðið á komandi ári. Höfundur er framkvæmdastjóri Kokku.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun