Engin bólusetning ræður við fjölmiðlabakteríuna Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. desember 2021 10:01 Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi og fyrrum fréttastjóri Stöðvar 2 staðfestir að fyrirbærið fjölmiðlabaktería er í alvörunni til og við hana fær ekkert ráðið. Steingrímur byrjar alla daga á því að brosa framan í heiminn og fagna því að vera til. Hann viðurkennir hins vegar að fara helst ekki að sofa á kvöldin, svo mikil B-týpa er hann. Vísir/Vilhelm Steingrímur Sævarr Ólafsson er kunnugt andlit enda starfaði hann lengi í fjölmiðlum, meðal annars sem fréttastjóri Stöðvar 2. Steingrímur staðfestir að fyrirbærið fjölmiðlabaktería er til en við hana fær víst ekkert ráðið. Steingrímur starfar í dag sem fjölmiðlaráðgjafi og byrjar hvern dag á því að brosa. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem gerist þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Líkamlega upp úr klukkan sjö. Andlega svona um það bil tíu mínútum síðar!“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Brosi framan í heiminn, fagna því að bæta við einum degi í líf mitt og hlakka til að vera til.“ Einu sinni fréttamaður og fréttastjóri: Er eitthvað til í alvörunni sem heitir fjölmiðlabaktería eða fréttafíkill? Uhhhh...já! Þetta er baktería sem engar bólusetningar í heiminum duga við.“ Steingrímur segir vélritunarkennsluna úr Verzló og tæplega þrjátíu ára blaðamannareynslu koma sér vel í þeim verkefnum sem hann vinnur. Þá byrjar hann á því að safna upplýsingum, meltir þær í huganum í nokkurn tíma en er síðan eldsnöggur að koma þeim frá sér á blað þegar niðurstaða liggur fyrir. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Trúnaður er lykilorðið í mínum bransa, svo hér koma engar upplýsingar, en næstum öll verkefnin eru stórskemmtileg, hvert með sínum hætti.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Fæ eins mikið af upplýsingum og ég get, drekk þær í mig og svo hefst meltingartímabil sem fer fram í höfðinu á mér. Þegar úrvinnslu þar er lokið, kemur vélritunarkennslan úr Verzló og tæplega þrjátíu ára blaðamannareynsla sér vel og niðurstaðan er sett á blað.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Helst ekki bara. Ég er B-manneskja að eðlisfari og vil helst vaka sem lengst. Ég kemst upp með að sofa lítið og þakka Guði reglulega fyrir það.“ Kaffispjallið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Svefnvenjurnar að vetri eins og opnunartími í Kringlunni Hera Björk Þórhallsdóttir tónlistarkona og löggiltur fasteignasali segist líka vera almennur „græjari og gerari.“ Til að skipuleggja ólíku verkefnin sín gefur hún þeim heiti í TRELLO eins og FasteignaHera og Ilmur af jólum. 27. nóvember 2021 10:00 190 ástæður fyrir árangrinum segir forstjórinn og nýkrýndur afi Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá, er í því átaki sem margir þekkja að reyna að rjúka ekki strax í símann þegar hann vaknar. Hermann er nýkrýndur afi, fyrsta barnabarnið fæddist í sumar og það næsta á að fæðast á allra næstu dögum. Fjölskyldan stefnir á að sameinast á Ítalíu um jólin. 20. nóvember 2021 10:00 „Ætli ég væri þá ekki eins og Julia Roberts í Eat, Pray and Love“ Nína Björk Gunnarsdóttir er ljósmyndari, jógakennari og sölufulltrúi á fasteignasölunni Garði. Hún stefnir á nám í löggilta fasteignasalanum næsta haust og aftur í ferðaþjónustu á Ítalíu þegar færi gefst. 13. nóvember 2021 10:01 Liverpool bestir í svarthvíta Finlux túbusjónvarpinu með pabba Í fimmtán ár hefur Hugi Sævarsson, framkvæmdastjóri Birtingahússins, verið í karlahópi í ræktinni sem hefur það markmið að endast lengur á dansgólfinu en aðrir. Fótboltaáhuginn hefur fylgt honum alla tíð en í vinnunni leggur hann áherslu á forgangsröðun verkefna. 6. nóvember 2021 10:01 „Hefð að eiga smá kósý morgun með sjálfri mér“ Kristín Guðjónsdóttir starfar hjá 200 ára gömlu tryggingarfyrirtæki í Osló sem enn ratar á lista yfir eftirsóttustu vinnustaðina í Noregi. 30. október 2021 10:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Steingrímur staðfestir að fyrirbærið fjölmiðlabaktería er til en við hana fær víst ekkert ráðið. Steingrímur starfar í dag sem fjölmiðlaráðgjafi og byrjar hvern dag á því að brosa. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem gerist þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Líkamlega upp úr klukkan sjö. Andlega svona um það bil tíu mínútum síðar!“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Brosi framan í heiminn, fagna því að bæta við einum degi í líf mitt og hlakka til að vera til.“ Einu sinni fréttamaður og fréttastjóri: Er eitthvað til í alvörunni sem heitir fjölmiðlabaktería eða fréttafíkill? Uhhhh...já! Þetta er baktería sem engar bólusetningar í heiminum duga við.“ Steingrímur segir vélritunarkennsluna úr Verzló og tæplega þrjátíu ára blaðamannareynslu koma sér vel í þeim verkefnum sem hann vinnur. Þá byrjar hann á því að safna upplýsingum, meltir þær í huganum í nokkurn tíma en er síðan eldsnöggur að koma þeim frá sér á blað þegar niðurstaða liggur fyrir. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Trúnaður er lykilorðið í mínum bransa, svo hér koma engar upplýsingar, en næstum öll verkefnin eru stórskemmtileg, hvert með sínum hætti.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Fæ eins mikið af upplýsingum og ég get, drekk þær í mig og svo hefst meltingartímabil sem fer fram í höfðinu á mér. Þegar úrvinnslu þar er lokið, kemur vélritunarkennslan úr Verzló og tæplega þrjátíu ára blaðamannareynsla sér vel og niðurstaðan er sett á blað.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Helst ekki bara. Ég er B-manneskja að eðlisfari og vil helst vaka sem lengst. Ég kemst upp með að sofa lítið og þakka Guði reglulega fyrir það.“
Kaffispjallið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Svefnvenjurnar að vetri eins og opnunartími í Kringlunni Hera Björk Þórhallsdóttir tónlistarkona og löggiltur fasteignasali segist líka vera almennur „græjari og gerari.“ Til að skipuleggja ólíku verkefnin sín gefur hún þeim heiti í TRELLO eins og FasteignaHera og Ilmur af jólum. 27. nóvember 2021 10:00 190 ástæður fyrir árangrinum segir forstjórinn og nýkrýndur afi Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá, er í því átaki sem margir þekkja að reyna að rjúka ekki strax í símann þegar hann vaknar. Hermann er nýkrýndur afi, fyrsta barnabarnið fæddist í sumar og það næsta á að fæðast á allra næstu dögum. Fjölskyldan stefnir á að sameinast á Ítalíu um jólin. 20. nóvember 2021 10:00 „Ætli ég væri þá ekki eins og Julia Roberts í Eat, Pray and Love“ Nína Björk Gunnarsdóttir er ljósmyndari, jógakennari og sölufulltrúi á fasteignasölunni Garði. Hún stefnir á nám í löggilta fasteignasalanum næsta haust og aftur í ferðaþjónustu á Ítalíu þegar færi gefst. 13. nóvember 2021 10:01 Liverpool bestir í svarthvíta Finlux túbusjónvarpinu með pabba Í fimmtán ár hefur Hugi Sævarsson, framkvæmdastjóri Birtingahússins, verið í karlahópi í ræktinni sem hefur það markmið að endast lengur á dansgólfinu en aðrir. Fótboltaáhuginn hefur fylgt honum alla tíð en í vinnunni leggur hann áherslu á forgangsröðun verkefna. 6. nóvember 2021 10:01 „Hefð að eiga smá kósý morgun með sjálfri mér“ Kristín Guðjónsdóttir starfar hjá 200 ára gömlu tryggingarfyrirtæki í Osló sem enn ratar á lista yfir eftirsóttustu vinnustaðina í Noregi. 30. október 2021 10:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Svefnvenjurnar að vetri eins og opnunartími í Kringlunni Hera Björk Þórhallsdóttir tónlistarkona og löggiltur fasteignasali segist líka vera almennur „græjari og gerari.“ Til að skipuleggja ólíku verkefnin sín gefur hún þeim heiti í TRELLO eins og FasteignaHera og Ilmur af jólum. 27. nóvember 2021 10:00
190 ástæður fyrir árangrinum segir forstjórinn og nýkrýndur afi Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá, er í því átaki sem margir þekkja að reyna að rjúka ekki strax í símann þegar hann vaknar. Hermann er nýkrýndur afi, fyrsta barnabarnið fæddist í sumar og það næsta á að fæðast á allra næstu dögum. Fjölskyldan stefnir á að sameinast á Ítalíu um jólin. 20. nóvember 2021 10:00
„Ætli ég væri þá ekki eins og Julia Roberts í Eat, Pray and Love“ Nína Björk Gunnarsdóttir er ljósmyndari, jógakennari og sölufulltrúi á fasteignasölunni Garði. Hún stefnir á nám í löggilta fasteignasalanum næsta haust og aftur í ferðaþjónustu á Ítalíu þegar færi gefst. 13. nóvember 2021 10:01
Liverpool bestir í svarthvíta Finlux túbusjónvarpinu með pabba Í fimmtán ár hefur Hugi Sævarsson, framkvæmdastjóri Birtingahússins, verið í karlahópi í ræktinni sem hefur það markmið að endast lengur á dansgólfinu en aðrir. Fótboltaáhuginn hefur fylgt honum alla tíð en í vinnunni leggur hann áherslu á forgangsröðun verkefna. 6. nóvember 2021 10:01
„Hefð að eiga smá kósý morgun með sjálfri mér“ Kristín Guðjónsdóttir starfar hjá 200 ára gömlu tryggingarfyrirtæki í Osló sem enn ratar á lista yfir eftirsóttustu vinnustaðina í Noregi. 30. október 2021 10:01