Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2021 18:01 Sindri Sindrason flytur fréttir klukkan 18.30. Flugmálayfirvöld búa sig undir að eldgos í Grímsvötnum geti valdið verulegum truflunum á flugumferð, bæði hérlendis og inn í Evrópu. Eldstöðin er komin á appelsínugula viðvörun gagnvart alþjóðaflugi, sem táknar vaxandi líkur á gosi. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar ræðum við líka við fullbólusetta konu sem hefur greinst tvisvar með kórónuveiruna á einum mánuði og er nú í einangrun með omíkron afbrigðið. Og meira af kórónuveirunni en sóttvarnalæknir leggur ekki til hertar samkomutakmarkanir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Framhaldið skýrist að loknum ríkisstjórnarfundi um hádegisbil á morgun. Þingflokkur Samfylkingarinnar vill leyfa sveitarfélögum að taka allt að fjörutíu þúsunda króna gjald frá ökumönnum með nagladekk innanbæjar. Starfsmaður Reykjavíkurborgar sem þarf að keyra án nagla í efri byggðum um hávetur hótar að segja starfi sínu lausu. Við ræðum við starfsmanninnn. Svo var áhugaverð uppákoma í Borgarleikhúsinu um helgina þar sem Halldóra Geirharðsdóttir, í gervi Bubba Morthens, þurfti að láta leikhúsgest með læti heyra það til að friður fengist til að sýna leikritið Níu líf. Leikhússtjóri Gaflaraleikhússins segist finna fyrir ólátum meðal áhorfenda í auknum mæli sem mögulega geti skrifast á suttan opnunartíma skemmtistaða. Hún þurfti á dögunum að stöðva sýningu vegna þessa í annað sinn á ferlinum. Og Bjarni Benediktsson kemur við sögu í beinni útsendingu frá Ásmundarsal. Þó með öðrum og léttari hætti en í desember í fyrra. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö. Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Þar ræðum við líka við fullbólusetta konu sem hefur greinst tvisvar með kórónuveiruna á einum mánuði og er nú í einangrun með omíkron afbrigðið. Og meira af kórónuveirunni en sóttvarnalæknir leggur ekki til hertar samkomutakmarkanir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Framhaldið skýrist að loknum ríkisstjórnarfundi um hádegisbil á morgun. Þingflokkur Samfylkingarinnar vill leyfa sveitarfélögum að taka allt að fjörutíu þúsunda króna gjald frá ökumönnum með nagladekk innanbæjar. Starfsmaður Reykjavíkurborgar sem þarf að keyra án nagla í efri byggðum um hávetur hótar að segja starfi sínu lausu. Við ræðum við starfsmanninnn. Svo var áhugaverð uppákoma í Borgarleikhúsinu um helgina þar sem Halldóra Geirharðsdóttir, í gervi Bubba Morthens, þurfti að láta leikhúsgest með læti heyra það til að friður fengist til að sýna leikritið Níu líf. Leikhússtjóri Gaflaraleikhússins segist finna fyrir ólátum meðal áhorfenda í auknum mæli sem mögulega geti skrifast á suttan opnunartíma skemmtistaða. Hún þurfti á dögunum að stöðva sýningu vegna þessa í annað sinn á ferlinum. Og Bjarni Benediktsson kemur við sögu í beinni útsendingu frá Ásmundarsal. Þó með öðrum og léttari hætti en í desember í fyrra. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö. Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira