Curry þarf að bíða eftir metinu merka en uppskar sætan sigur Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2021 07:30 Stephen Curry skýst framhjá Kelan Martin í leiknum í Indianapolis í nótt. AP/Doug McSchooler Stephen Curry á góða möguleika á að slá þristamet Rays Allen í NBA-deildinni í körfubolta í Madison Square Garden í nótt því nú munar aðeins tveimur þristum á þeim. Curry virtist staðráðinn í að slá metið í gærkvöld en uppskar þó sigur. Curry setti niður fimm þrista úr alls fimmtán tilraunum í 102-100 sigri Golden State Warriors á Indiana Pacers. Þar með hefur hann skorað 2.971 þriggja stiga körfu á ferlinum en enn vantar tvo þrista til að jafna met Allens. Áhorfendur í Indianapolis voru greinilega mættir til þess að verða vitni að sögulegum viðburði. Þeir létu vel í sér heyra í hvert sinn sem Curry nálgaðist metið en tóku andköf í þau skipti þegar hann ákvað að keyra frekar að körfunni. 26 points, 5 triples and some CLUTCH buckets for @StephenCurry30...he enters tomorrow night just 2 threes away from the all-time record! #CurryWatch continues with Warriors/Knicks tomorrow at 7:30 PM ET on TNT pic.twitter.com/3EuW0sqml7— NBA (@NBA) December 14, 2021 Síðasti þristur Currys í nótt minnkaði muninn í 100-98 og hann jafnaði svo metin þegar 48,5 sekúndur voru eftir, eftir að hafa ákveðið að leita að sniðskoti í stað þrists. Síðasta þriggja stiga tilraun Currys geigaði en Kevon Looney var á tánum og skilaði boltanum í körfuna. KEVON LOONEY FOR THE LEAD!@warriors 102@Pacers 10013.4 left on @NBATV...Pacers ball: https://t.co/rTTQ9EtLON pic.twitter.com/nYOfkX18Fj— NBA (@NBA) December 14, 2021 Síðustu 90 sekúndur leiksins stóðu allir áhorfendur í húsinu en allir urðu að lokum að sætta sig við að metið stæði í sólarhring í viðbót. Curry endaði með 26 stig. „Ég nýt augnabliksins, að vera mættur á þröskuldinn. Þetta er ansi óraunverulegt,“ sagði Curry og bætti við: „Maður heldur samt bara áfram að spila körfubolta, tekur skotin sem maður heldur að fari niður og nýtur þess sem er að gerast.“ Tatum með 42 stiga leik Í Boston fögnuðu heimamenn 117-103 sigri gegn Milwaukee Bucks þar sem Jayson Tatum átti sviðið. Hann skoraði alls 42 stig í leiknum, þar af 16 í lokafjórðungnum. Season-high 42 points for @jaytatum0 in the @celtics win.Absolutely dialed in pic.twitter.com/6YMiAA3jhD— NBA (@NBA) December 14, 2021 Jaylen Brown sneri aftur í lið Boston eftir að hafa misst af fimm leikjum vegna meiðsla og hann skoraði 19 stig. Giannis Antetokounmpo og Jrue Holiday skoruðu 20 stig hvor fyrir Milwaukee en það dugði skammt gegn Boston sem snúið hafði heim eftir einn sigur í fimm leikja törn á vesturströndinni. Úrslitin í nótt: Cleveland 105-94 Miami Indiana 100-102 Golden State Toronto 124-101 Sacramento Atlanta 126-132 Houston Boston 117-103 Milwaukee Memphis 126-91 Philadelphia Dallas 120-96 Charlotte Denver 113-107 Washington LA Clippers 111-95 Phoenix NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Curry setti niður fimm þrista úr alls fimmtán tilraunum í 102-100 sigri Golden State Warriors á Indiana Pacers. Þar með hefur hann skorað 2.971 þriggja stiga körfu á ferlinum en enn vantar tvo þrista til að jafna met Allens. Áhorfendur í Indianapolis voru greinilega mættir til þess að verða vitni að sögulegum viðburði. Þeir létu vel í sér heyra í hvert sinn sem Curry nálgaðist metið en tóku andköf í þau skipti þegar hann ákvað að keyra frekar að körfunni. 26 points, 5 triples and some CLUTCH buckets for @StephenCurry30...he enters tomorrow night just 2 threes away from the all-time record! #CurryWatch continues with Warriors/Knicks tomorrow at 7:30 PM ET on TNT pic.twitter.com/3EuW0sqml7— NBA (@NBA) December 14, 2021 Síðasti þristur Currys í nótt minnkaði muninn í 100-98 og hann jafnaði svo metin þegar 48,5 sekúndur voru eftir, eftir að hafa ákveðið að leita að sniðskoti í stað þrists. Síðasta þriggja stiga tilraun Currys geigaði en Kevon Looney var á tánum og skilaði boltanum í körfuna. KEVON LOONEY FOR THE LEAD!@warriors 102@Pacers 10013.4 left on @NBATV...Pacers ball: https://t.co/rTTQ9EtLON pic.twitter.com/nYOfkX18Fj— NBA (@NBA) December 14, 2021 Síðustu 90 sekúndur leiksins stóðu allir áhorfendur í húsinu en allir urðu að lokum að sætta sig við að metið stæði í sólarhring í viðbót. Curry endaði með 26 stig. „Ég nýt augnabliksins, að vera mættur á þröskuldinn. Þetta er ansi óraunverulegt,“ sagði Curry og bætti við: „Maður heldur samt bara áfram að spila körfubolta, tekur skotin sem maður heldur að fari niður og nýtur þess sem er að gerast.“ Tatum með 42 stiga leik Í Boston fögnuðu heimamenn 117-103 sigri gegn Milwaukee Bucks þar sem Jayson Tatum átti sviðið. Hann skoraði alls 42 stig í leiknum, þar af 16 í lokafjórðungnum. Season-high 42 points for @jaytatum0 in the @celtics win.Absolutely dialed in pic.twitter.com/6YMiAA3jhD— NBA (@NBA) December 14, 2021 Jaylen Brown sneri aftur í lið Boston eftir að hafa misst af fimm leikjum vegna meiðsla og hann skoraði 19 stig. Giannis Antetokounmpo og Jrue Holiday skoruðu 20 stig hvor fyrir Milwaukee en það dugði skammt gegn Boston sem snúið hafði heim eftir einn sigur í fimm leikja törn á vesturströndinni. Úrslitin í nótt: Cleveland 105-94 Miami Indiana 100-102 Golden State Toronto 124-101 Sacramento Atlanta 126-132 Houston Boston 117-103 Milwaukee Memphis 126-91 Philadelphia Dallas 120-96 Charlotte Denver 113-107 Washington LA Clippers 111-95 Phoenix NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: Cleveland 105-94 Miami Indiana 100-102 Golden State Toronto 124-101 Sacramento Atlanta 126-132 Houston Boston 117-103 Milwaukee Memphis 126-91 Philadelphia Dallas 120-96 Charlotte Denver 113-107 Washington LA Clippers 111-95 Phoenix
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn