Ósvikinn fögnuður eftir sturlaða flautukörfu Sindri Sverrisson skrifar 16. desember 2021 07:30 Devonte Graham var vel fagnað eftir ótrúlega sigurkörfu í nótt. AP/Sue Ogrocki Það velkist enginn í vafa um hver mögnuðustu tilþrif næturinnar voru í NBA-deildinni í körfubolta. Devonte Graham skoraði sigurkörfu frá eigin vallarhelmingi í 113-110 sigri New Orleans Pelicans á Oklahoma City Thunder. Heimamenn í Oklahoma náðu að jafna metin með erfiðum þristi frá Shai Gilgeous-Alexander þegar aðeins 1,4 sekúnda var eftir. Gestirnir komu boltanum á Graham sem einhvern veginn tókst að koma boltanum í körfuna af tæplega tuttugu metra færi. pic.twitter.com/lGtT0l5k98— NBA Spain (@NBAspain) December 16, 2021 Kenrich Williams reyndi að setja pressu á Graham en varð samt að fara varlega. „Ég vildi bara ekki brjóta af mér og gera eitthvað heimskulegt. Ég reyndi að sýna hendurnar. Ég vissi að hann myndi reyna við þetta skot og, ja hérna, það fór ofan í. Þá verður maður bara að taka hattinn ofan fyrir honum,“ sagði Williams. Brandon Ingram var stigahæstur Pelíkananna með 34 stig, Jonas Valanciunas skoraði 19 og tók 16 fráköst, og Graham endaði með 15 stig. Gilgeous-Alexander var stigahæstur Oklahoma með 33 stig. Nýliðinn hetja Lakers í framlengingu Af öðrum úrslitum má nefna að Utah Jazz vann sinn áttunda sigur í röð þegar liðið lagði LA Clippers að velli, 124-103. LA Lakers unnu svo sætan sigur í framlengdum leik gegn Dallas Mavericks, 107-104, þar sem nýliðinn Austin Reaves skoraði þriggja stiga sigurkörfu þegar 0,9 sekúndur voru eftir af framlengingunni. Úrslitin í nótt: Cleveland 124-89 Houston Orlando 99-111 Atlanta Philadelphia 96-101 Miami Dallas 104-107 (e. framl.) LA Lakers Milwaukee 114-99 Indiana Oklahoma 110-113 New Orleans San Antonio 115-131 Charlotte Denver 107-124 Minnesota Utah 124-103 LA Clippers Portland 103-113 Memphis Sacramento 119-105 Washington NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Heimamenn í Oklahoma náðu að jafna metin með erfiðum þristi frá Shai Gilgeous-Alexander þegar aðeins 1,4 sekúnda var eftir. Gestirnir komu boltanum á Graham sem einhvern veginn tókst að koma boltanum í körfuna af tæplega tuttugu metra færi. pic.twitter.com/lGtT0l5k98— NBA Spain (@NBAspain) December 16, 2021 Kenrich Williams reyndi að setja pressu á Graham en varð samt að fara varlega. „Ég vildi bara ekki brjóta af mér og gera eitthvað heimskulegt. Ég reyndi að sýna hendurnar. Ég vissi að hann myndi reyna við þetta skot og, ja hérna, það fór ofan í. Þá verður maður bara að taka hattinn ofan fyrir honum,“ sagði Williams. Brandon Ingram var stigahæstur Pelíkananna með 34 stig, Jonas Valanciunas skoraði 19 og tók 16 fráköst, og Graham endaði með 15 stig. Gilgeous-Alexander var stigahæstur Oklahoma með 33 stig. Nýliðinn hetja Lakers í framlengingu Af öðrum úrslitum má nefna að Utah Jazz vann sinn áttunda sigur í röð þegar liðið lagði LA Clippers að velli, 124-103. LA Lakers unnu svo sætan sigur í framlengdum leik gegn Dallas Mavericks, 107-104, þar sem nýliðinn Austin Reaves skoraði þriggja stiga sigurkörfu þegar 0,9 sekúndur voru eftir af framlengingunni. Úrslitin í nótt: Cleveland 124-89 Houston Orlando 99-111 Atlanta Philadelphia 96-101 Miami Dallas 104-107 (e. framl.) LA Lakers Milwaukee 114-99 Indiana Oklahoma 110-113 New Orleans San Antonio 115-131 Charlotte Denver 107-124 Minnesota Utah 124-103 LA Clippers Portland 103-113 Memphis Sacramento 119-105 Washington NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: Cleveland 124-89 Houston Orlando 99-111 Atlanta Philadelphia 96-101 Miami Dallas 104-107 (e. framl.) LA Lakers Milwaukee 114-99 Indiana Oklahoma 110-113 New Orleans San Antonio 115-131 Charlotte Denver 107-124 Minnesota Utah 124-103 LA Clippers Portland 103-113 Memphis Sacramento 119-105 Washington
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira