Sonur Schumachers verður varamaður hjá Ferrari á næsta ári Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. desember 2021 15:00 Mick Schumacher gæti fengið tækifæri með liðinu faðir hans gerði garðinn frægan með. epa/HAMAD I MOHAMMED Mick Schumacher verður varaökumaður Ferrari á næsta tímabili í Formúlu 1. Hann ekur áfram fyrir Haas en verður einnig til taks fyrir Ferrari. Carlos Sainz og Charles Leclerc voru ökumenn Ferrari á síðasta tímabili og verða það áfram. Varamenn þeirra á næsta tímabili verða Schumacher og Antonio Giovinazzi. Sá síðarnefndi missti sæti sitt hjá Alfa Romeo eftir síðasta tímabil en keppir í Formúlu E á næsta ári. Giovinazzi verður varamaður hjá Ferrari í tólf keppnum á næsta tímabili og Schumacher í ellefu. Þjóðverjinn hefur sterk tengsl við Ferrari, var í akademíu ítalska bílasmiðsins og þá er Haas systurfélag Ferrari. Þá er Schumacher auðvitað sonur Michaels Schumacher sem varð fimm sinnum meistari með Ferrari á sínum tíma. Schumacher, sem er 22 ára, lenti í 19. sæti í Formúlu 1 á síðasta tímabili. Honum tókst ekki að ná sér í stig. Ferrari endaði í 3. sæti í keppni bílasmiða á síðasta tímabili. Ferrari hefur ekki átt sigurvegara í keppni ökumanna síðan Kimi Räikkönen vann 2013. Formúla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Carlos Sainz og Charles Leclerc voru ökumenn Ferrari á síðasta tímabili og verða það áfram. Varamenn þeirra á næsta tímabili verða Schumacher og Antonio Giovinazzi. Sá síðarnefndi missti sæti sitt hjá Alfa Romeo eftir síðasta tímabil en keppir í Formúlu E á næsta ári. Giovinazzi verður varamaður hjá Ferrari í tólf keppnum á næsta tímabili og Schumacher í ellefu. Þjóðverjinn hefur sterk tengsl við Ferrari, var í akademíu ítalska bílasmiðsins og þá er Haas systurfélag Ferrari. Þá er Schumacher auðvitað sonur Michaels Schumacher sem varð fimm sinnum meistari með Ferrari á sínum tíma. Schumacher, sem er 22 ára, lenti í 19. sæti í Formúlu 1 á síðasta tímabili. Honum tókst ekki að ná sér í stig. Ferrari endaði í 3. sæti í keppni bílasmiða á síðasta tímabili. Ferrari hefur ekki átt sigurvegara í keppni ökumanna síðan Kimi Räikkönen vann 2013.
Formúla Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira