„Gott væri að fækka ferðum á bílum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2021 13:56 Svifriksmælir við Grensásveg. Vísir/Vilhelm Styrkur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs var nokkuð hár í borginni í morgun samkvæmt mælingum á þremur mælistöðvum Reykjavíkur. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mælir með því að notkun bílsins verði lágmörkuð í dag. Mælistöðvar eru við Grensásveg, Vesturbæjarlaug og Laugarnes. Köfnunarefnisdíoxíðmengun kemur frá útblæstri bifreiða og er mest á morgnana og í eftirmiðdaginn þegar umferð er mest. Köfnunarefnisdíoxíð veldur ertingu í lungum og öndunarvegi. Uppspretta svifryks er uppspænt malbik, jarðvegsagnir, salt og sót úr útblæstri bifreiða. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir köfnunarefnisdíoxíð eru 75 míkrógrömm á rúmmetra og fyrir svifryk PM10 50 míkrógrömm á rúmmetra. Styrkur á tíðum yfir heilsuverndarmörkum Klukkan 12 var styrkur svifryks á Grensásvegi 27 míkrógrömm á rúmmetra og köfnunarefnisdíoxíðs 100,3 míkrógrömm á rúmmetra. Klukkustund fyrr var svifryksgildi 109 míkrógrömm á rúmmetra. Í mælistöðinni við Vesturbæjarlaug var styrkur svifryks 105,4 míkrógrömm á rúmmetra og köfnunarefnisdíoxíðs 64,9 míkrógrömm á rúmmetra. Í Laugarnesi var styrkur svifryks 60,7 míkrógrömm á rúmmetra og köfnunarefnisdíoxíðs 71,4 míkrógrömm á rúmmetra. Mæld gildi eru því um og yfir heilsuverndarmörkum. Leggja til færri bílferðir „Nú er hægur vindur og götur þurrar og er búist við svipuðum veðurfarsaðstæðum fram á morgundag og því líkur á svifryks- og köfnunarefnisdíoxíðmengun einkum við umferðargötur núna seinni partinn,“ segir í tilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. „Hægt er að draga úr þessari mengun með því að fækka bílferðum en börn og þau sem eru viðkvæm fyrir í öndunarfærum verða að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðagatna.“ Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á vefsíðunni loftgæði.is. Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík og annars staðar á landinu. Umhverfismál Umferð Reykjavík Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Mælistöðvar eru við Grensásveg, Vesturbæjarlaug og Laugarnes. Köfnunarefnisdíoxíðmengun kemur frá útblæstri bifreiða og er mest á morgnana og í eftirmiðdaginn þegar umferð er mest. Köfnunarefnisdíoxíð veldur ertingu í lungum og öndunarvegi. Uppspretta svifryks er uppspænt malbik, jarðvegsagnir, salt og sót úr útblæstri bifreiða. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir köfnunarefnisdíoxíð eru 75 míkrógrömm á rúmmetra og fyrir svifryk PM10 50 míkrógrömm á rúmmetra. Styrkur á tíðum yfir heilsuverndarmörkum Klukkan 12 var styrkur svifryks á Grensásvegi 27 míkrógrömm á rúmmetra og köfnunarefnisdíoxíðs 100,3 míkrógrömm á rúmmetra. Klukkustund fyrr var svifryksgildi 109 míkrógrömm á rúmmetra. Í mælistöðinni við Vesturbæjarlaug var styrkur svifryks 105,4 míkrógrömm á rúmmetra og köfnunarefnisdíoxíðs 64,9 míkrógrömm á rúmmetra. Í Laugarnesi var styrkur svifryks 60,7 míkrógrömm á rúmmetra og köfnunarefnisdíoxíðs 71,4 míkrógrömm á rúmmetra. Mæld gildi eru því um og yfir heilsuverndarmörkum. Leggja til færri bílferðir „Nú er hægur vindur og götur þurrar og er búist við svipuðum veðurfarsaðstæðum fram á morgundag og því líkur á svifryks- og köfnunarefnisdíoxíðmengun einkum við umferðargötur núna seinni partinn,“ segir í tilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. „Hægt er að draga úr þessari mengun með því að fækka bílferðum en börn og þau sem eru viðkvæm fyrir í öndunarfærum verða að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðagatna.“ Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á vefsíðunni loftgæði.is. Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík og annars staðar á landinu.
Umhverfismál Umferð Reykjavík Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira