„Hann deyr á meðan ég er bókstaflega í flugvélinni“ Snorri Másson skrifar 17. janúar 2022 20:31 Sverrir Rolf Sander og Willi Sander faðir hans árið 2008. Sverrir var átta ára þegar hann talaði við fyrst við föður sinn og ellefu ára þegar hann hitti hann. En það var ekki fyrr en í jarðarförinni hans sem hann frétti að faðir hans hafi líka átt dóttur – og hann þar með týnda systur. Sverrir ræðir fjölskyldusögu sína í Íslandi í dag. Aðsend mynd Á feðradaginn fyrir skemmstu hefði Sverrir Rolf Sander viljað geta hringt í föður sinn og sagt honum frá því að hann væri búinn að finna dóttur hans, sem sagt hálfsystur Sverris. En faðir Sverris lést skyndilega árið 2011 og næsta áratug varði Sverrir í að finna systur sína, sem tókst loks síðasta sumar. Sverrir var átta ára þegar hann fékk að vita að maðurinn sem hann taldi föður sinn væri það í raun ekki, heldur ætti hann líffræðilegan föður í Þýskalandi, þennan á myndinni hér að ofan. Sverrir kynntist honum en þeir áttu alltaf í erfiðu sambandi. Þegar Sverrir komst að því við jarðarför föður síns að hann ætti líka systur sem hann hafði ekki vitað af, upphófst tíu ára leit sem lauk í fyrra. Hann fann systur sína í Frakklandi. Í Íslandi í dag lýsir Sverrir augnablikinu þegar hann hitti föður sinn í fyrsta sinn, og síðan systur sína áratugum síðar: „Hæ pabbi“ Fjölskyldusaga Sverris er flóknari en gengur og gerist. Hann hitti föður sinn í fyrsta skipti ellefu ára. „Ég átti bara að hitta einhvern. Og ókei, við berum sama blóð í æðum okkar, en bara: „Hæ pabbi.“ Þegar hann hefur ekkert verið inni í lífi mínu og ég átti þarna rosa sterka fígúru þarna áður fyrr sem var mín föðurímynd,“ segir Sverrir. Sverrir hafði talið fram að átta ára aldri að annar maður væri faðir hans en þegar leiðir þess manns og móður Sverris skildu var Sverri tilkynnt um að málið væri töluvert flóknara. Móðir Sverris hafði fengið þau ráð frá sálfræðingi að segja Sverri rúmlega tveggja ára að hinn maðurinn væri faðir hans. „Sú ákvörðun er tekin af móður minni, ég skil það alveg að ákveðnu leyti. Þetta er erfið ákvörðun. Kannski hefði maður gert þetta einhvern veginn öðruvísi en svona voru bara tímarnir og tíðarandinn kannski aðeins öðruvísi. Heimurinn var ekki eins vel tengdur og þetta var bara erfitt. Þetta ástand sem er þá skapað þarna, að ég fái þarna kjarnafjölskyldu, með móður minni og þessum manni, var auðvitað mikill hamingjutími í mínu lífi,“ segir Sverrir. Sverrir ásamt Stephanie Foucoin systur sinni í París árið 2021. Högg í magann Eftir að Sverrir komst í samband við raunverulegan föður sinn, átti hann í stopulu og stormasömu sambandi við hann. Hann heimsótti hann til Þýskalands sem unglingur. „Faðir minn var alltaf að glíma við áfengi og vandamál tengd því. Hann var fúnkerandi, hélt starfi og þess háttar en hann var dálítið erfiður í umgengni oft. Undir lok einnar ferðarinnar heyri ég að faðir minn er að hringja í móður mína, að kvarta yfir því að ég sé ekki nægilega opinn, virði ekki minn bakgrunn, ekki opinn fyrir því að vilja kalla hann föður, og sé matvandur og hvaðeina. Það sem gerist svo þarna er að ég flýg svo heim og hann veit ekki að ég heyri þetta og það sem gerist svo er bara „radio silence“ í sjö ár, þar sem við bara tölum ekkert saman,“ segir Sverrir. Svo taka feðgarnir aftur upp þráðinn en hann slitnar svo aftur, allt þar til Sverrir ákveður að flytja til Þýskalands til að fara í nám. Nú ætlaði hann að ná tökum á þýskunni, þjóðmenningunni og sanna fyrir föður sínum að hann væri enginn aukvisi sinnar ættar. Í þrjósku sinni vildi hann bíða með samskipti við föður sín þar til hann væri kominn með gráðu, kominn með tungumálið, en þá fær hann vont símtal. „Þá kemur bara í ljós að hann kom með illkynja krabbamein í lifrina og ég auðvitað bara búmm, bara högg í magann skilurðu. Ég ætla ekki að pakka neinu niður, ég ætla bara að hlaupa í U-Bahnið, í lestina, og ég er að koma. Hann segir bara það er enginn tilgangur, hann er bara í öndunarvél. Svo fer ég til mömmu og held utan um hana algerlega niðurbrotinn, og flýg svo til Kölnar morguninn eftir. Hann deyr á meðan ég er bókstaflega í flugvélinni, örugglega kominn nálægt Bonn og við það að fara að lenda,“ segir Sverrir. Ég þyrfti líklegast töluvert meira en 280 stafi til þess að skrifa um æsku og uppeldi mitt, en líkt og hjá (eflaust) flestum þá var það ekki mjög hefðbundið. Síðastliðinn júlí var ég staddur í París og hitti þar hálfsystir mína eftir 10 ára leit. pic.twitter.com/V7UUVFh3tl— Sverrir Rolf Sander (@sverrirs) August 26, 2021 Í jarðarför föður síns er Sverrir að fletta í myndaalbúmi og sér mynd af föður sínum ungum með konu upp á arminn. Hver er þetta? Þetta er sú franska, segja ættingjar hans. Ekki meira um það að segja, og Sverrir fer að hugsa um eitthvað annað. En í bílnum á leiðinni út á flugvöll nefnir frænka hans hálfsystur hans. Þá hófst tíu ára leit, sem lauk í fyrra. „Það var bara gæsahúð að fara um mig. Þetta er að gerast, þarna var ég 35 ára að verða 36 og ég er búinn að vera í þessum þjösning í tíu ár. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi verið uppgjör, en þetta var auðvitað bara ein áhrifaríkasta stund lífs míns,“ segir Sverrir. Fjölskyldumál Frakkland Þýskaland Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Sverrir var átta ára þegar hann fékk að vita að maðurinn sem hann taldi föður sinn væri það í raun ekki, heldur ætti hann líffræðilegan föður í Þýskalandi, þennan á myndinni hér að ofan. Sverrir kynntist honum en þeir áttu alltaf í erfiðu sambandi. Þegar Sverrir komst að því við jarðarför föður síns að hann ætti líka systur sem hann hafði ekki vitað af, upphófst tíu ára leit sem lauk í fyrra. Hann fann systur sína í Frakklandi. Í Íslandi í dag lýsir Sverrir augnablikinu þegar hann hitti föður sinn í fyrsta sinn, og síðan systur sína áratugum síðar: „Hæ pabbi“ Fjölskyldusaga Sverris er flóknari en gengur og gerist. Hann hitti föður sinn í fyrsta skipti ellefu ára. „Ég átti bara að hitta einhvern. Og ókei, við berum sama blóð í æðum okkar, en bara: „Hæ pabbi.“ Þegar hann hefur ekkert verið inni í lífi mínu og ég átti þarna rosa sterka fígúru þarna áður fyrr sem var mín föðurímynd,“ segir Sverrir. Sverrir hafði talið fram að átta ára aldri að annar maður væri faðir hans en þegar leiðir þess manns og móður Sverris skildu var Sverri tilkynnt um að málið væri töluvert flóknara. Móðir Sverris hafði fengið þau ráð frá sálfræðingi að segja Sverri rúmlega tveggja ára að hinn maðurinn væri faðir hans. „Sú ákvörðun er tekin af móður minni, ég skil það alveg að ákveðnu leyti. Þetta er erfið ákvörðun. Kannski hefði maður gert þetta einhvern veginn öðruvísi en svona voru bara tímarnir og tíðarandinn kannski aðeins öðruvísi. Heimurinn var ekki eins vel tengdur og þetta var bara erfitt. Þetta ástand sem er þá skapað þarna, að ég fái þarna kjarnafjölskyldu, með móður minni og þessum manni, var auðvitað mikill hamingjutími í mínu lífi,“ segir Sverrir. Sverrir ásamt Stephanie Foucoin systur sinni í París árið 2021. Högg í magann Eftir að Sverrir komst í samband við raunverulegan föður sinn, átti hann í stopulu og stormasömu sambandi við hann. Hann heimsótti hann til Þýskalands sem unglingur. „Faðir minn var alltaf að glíma við áfengi og vandamál tengd því. Hann var fúnkerandi, hélt starfi og þess háttar en hann var dálítið erfiður í umgengni oft. Undir lok einnar ferðarinnar heyri ég að faðir minn er að hringja í móður mína, að kvarta yfir því að ég sé ekki nægilega opinn, virði ekki minn bakgrunn, ekki opinn fyrir því að vilja kalla hann föður, og sé matvandur og hvaðeina. Það sem gerist svo þarna er að ég flýg svo heim og hann veit ekki að ég heyri þetta og það sem gerist svo er bara „radio silence“ í sjö ár, þar sem við bara tölum ekkert saman,“ segir Sverrir. Svo taka feðgarnir aftur upp þráðinn en hann slitnar svo aftur, allt þar til Sverrir ákveður að flytja til Þýskalands til að fara í nám. Nú ætlaði hann að ná tökum á þýskunni, þjóðmenningunni og sanna fyrir föður sínum að hann væri enginn aukvisi sinnar ættar. Í þrjósku sinni vildi hann bíða með samskipti við föður sín þar til hann væri kominn með gráðu, kominn með tungumálið, en þá fær hann vont símtal. „Þá kemur bara í ljós að hann kom með illkynja krabbamein í lifrina og ég auðvitað bara búmm, bara högg í magann skilurðu. Ég ætla ekki að pakka neinu niður, ég ætla bara að hlaupa í U-Bahnið, í lestina, og ég er að koma. Hann segir bara það er enginn tilgangur, hann er bara í öndunarvél. Svo fer ég til mömmu og held utan um hana algerlega niðurbrotinn, og flýg svo til Kölnar morguninn eftir. Hann deyr á meðan ég er bókstaflega í flugvélinni, örugglega kominn nálægt Bonn og við það að fara að lenda,“ segir Sverrir. Ég þyrfti líklegast töluvert meira en 280 stafi til þess að skrifa um æsku og uppeldi mitt, en líkt og hjá (eflaust) flestum þá var það ekki mjög hefðbundið. Síðastliðinn júlí var ég staddur í París og hitti þar hálfsystir mína eftir 10 ára leit. pic.twitter.com/V7UUVFh3tl— Sverrir Rolf Sander (@sverrirs) August 26, 2021 Í jarðarför föður síns er Sverrir að fletta í myndaalbúmi og sér mynd af föður sínum ungum með konu upp á arminn. Hver er þetta? Þetta er sú franska, segja ættingjar hans. Ekki meira um það að segja, og Sverrir fer að hugsa um eitthvað annað. En í bílnum á leiðinni út á flugvöll nefnir frænka hans hálfsystur hans. Þá hófst tíu ára leit, sem lauk í fyrra. „Það var bara gæsahúð að fara um mig. Þetta er að gerast, þarna var ég 35 ára að verða 36 og ég er búinn að vera í þessum þjösning í tíu ár. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi verið uppgjör, en þetta var auðvitað bara ein áhrifaríkasta stund lífs míns,“ segir Sverrir.
Fjölskyldumál Frakkland Þýskaland Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira