Mendy á því alls yfir höfði sér sjö ákærur fyrir nauðganir og eina fyrir kynferðisofbeldi. Hann á að hafa brotið á fimm konum á tímabilinu október 2020 til ágúst 2021.
Hann var handtekinn í ágúst á síðasta ári og sat inni í Altcourse fangelsinu í Liverpool þar til á Þorláksmessu. Þá var hann færður í hið alræmda Strangeways fangelsi í Manchester vegna ótta um öryggi hans.
Mál Mendys verður tekið fyrir í dómi á föstudag þar sem fjallað verður um gæsluvarðhald hans eða hvort honum verði sleppt gegn tryggingu. Undirbúningur réttarhaldanna fer fram 24. janúar og réttarhöldin sjálf hefjast svo annað hvort 2. júní eða 1. ágúst
City keypti Mendy frá Monaco fyrir rúmlega fimmtíu milljónir punda sumarið 2017. Hann hefur unnið fjölda titla með City og þá varð hann heimsmeistari með Frakklandi 2018.