Hefur aldrei látið húðflúra hægri handlegginn þar sem hann er „aðeins til að skora með“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. janúar 2022 23:00 Mikill munur er á handleggjum Malik Monk. Katelyn Mulcahy/Getty Images Það hefur ekki mikið gengið upp hjá Los Angeles Lakers það sem af er leiktíð í NBA-deildinni en Malik Monk hefur hins vegar komið skemmtilega á óvart þar sem ekki var búist við miklu af leikmanni sem Charlotte Hornets leyfði að fara á frjálsri sölu í sumar. Malik Monk verður 24 ára gamall þann 4. febrúar næstkomandi. Charlotte Hornets valdi hann í nýliðavalinu árið 2017 og voru miklar vonir bundnar við leikmanninn sem var sá 11. í valinu það árið. Vera hans í Charlotte var hins vegar enginn dans á rósum og á endanum fékk hann ekki áframhaldandi samning hjá félaginu. Hann var því frjáls ferða sinna í sumar en í viðtali við The Athletic segir Monk að fá félög hafi verið spennt yfir því að fá hann í sínar raðir. "It kind of hit me hard when nobody really wanted me besides the Lakers. So I just put fuel in my tank and just held it in until the time, until I get time to play and prove I can play for a long period of time. That s what I m doing right now." https://t.co/JKvNKmyANi— Bill Oram (@billoram) January 4, 2022 Á endanum samdi hann við Los Angeles Lakers á töluvert lægri samning en hann hefði reiknað með fyrir nokkrum árum. Hann endaði á að skrifa undir svokallaðan eins árs lágmarkssamning við Lakers. „Það var frekar þungt högg þegar enginn vildi fá mig fyrir utan Lakers. Það var virkilega erfitt,“ sagði Monk meðal annars í viðtalinu. Nick Young er átrúnaðargoð Monk, að vissu leyti þar að segja.vísir/getty Það virðist vera kaldhæðni örlaganna að Monk sé mættur til Lakers en ástæða þess að leikmaðurinn hefur ekki enn látið húðflúra hægri handlegg sinn eru ummæli sem fyrrverandi leikmaður Lakers lét hafa eftir sér um árið. Nick Young fer ekki beint í sögubækurnar fyrir frammistöður sínar í treyju Los Angels Lakers. Þrátt fyrir að vera með fjölda húðflúra þá var hægri handleggur Young algjörlega laus við allt blek. Ástæðan var einföld, hægri handleggurinn var eingöngu til að skora með (e. strictly for buckets). Þetta tengdi Monk við og hugsaði með sér „nú er komið að mér.“ Nick Young, in a text to ESPN, on Malik Monk adopting his strictly buckets policy banning tattoos on his shooting arm: I m Mr. Miyagi and he s LaRusso. The power of the no tat on the right arm is like wax on, wax off for buckets — Dave McMenamin (@mcten) January 5, 2022 Þó Monk hafi ekki raðað inn stigum í treyju Hornets og látinn fara frítt í sumar þá hefur hann heldur betur fundi sig í Englaborginni. Hann er stór ástæða þess að Lakers hefur unnið síðustu þrjá leiki og virðist mögulega vera að rétta úr kútnum. Í stórsigrinm á Portland Trail Blazers skoraði Monk 18 stig. Aðeins LeBron James skoraði fleiri stig í liði Lakers. Í naumum sigri á Minnesota Timberwolves skoraði Monk 22 stig. Aðeins LeBron James skoraði fleiri stig í liði Lakers. Í sigrinum á Sacramento Kings skoraði Monk 24 stig. Aðeins LeBron James skoraði fleiri stig í liði Lakers. Big-time buckets from Malik Monk @Lakers and Kings in Q4 on NBA TV! pic.twitter.com/TVvdOBAGEl— NBA (@NBA) January 5, 2022 „Þú verður alltaf að veðja á sjálfan þig,“ sagði Monk að endingu við The Athletic. Hann missti ekki trú á sjálfum sér og er nú að uppskera. Körfubolti NBA Húðflúr Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Malik Monk verður 24 ára gamall þann 4. febrúar næstkomandi. Charlotte Hornets valdi hann í nýliðavalinu árið 2017 og voru miklar vonir bundnar við leikmanninn sem var sá 11. í valinu það árið. Vera hans í Charlotte var hins vegar enginn dans á rósum og á endanum fékk hann ekki áframhaldandi samning hjá félaginu. Hann var því frjáls ferða sinna í sumar en í viðtali við The Athletic segir Monk að fá félög hafi verið spennt yfir því að fá hann í sínar raðir. "It kind of hit me hard when nobody really wanted me besides the Lakers. So I just put fuel in my tank and just held it in until the time, until I get time to play and prove I can play for a long period of time. That s what I m doing right now." https://t.co/JKvNKmyANi— Bill Oram (@billoram) January 4, 2022 Á endanum samdi hann við Los Angeles Lakers á töluvert lægri samning en hann hefði reiknað með fyrir nokkrum árum. Hann endaði á að skrifa undir svokallaðan eins árs lágmarkssamning við Lakers. „Það var frekar þungt högg þegar enginn vildi fá mig fyrir utan Lakers. Það var virkilega erfitt,“ sagði Monk meðal annars í viðtalinu. Nick Young er átrúnaðargoð Monk, að vissu leyti þar að segja.vísir/getty Það virðist vera kaldhæðni örlaganna að Monk sé mættur til Lakers en ástæða þess að leikmaðurinn hefur ekki enn látið húðflúra hægri handlegg sinn eru ummæli sem fyrrverandi leikmaður Lakers lét hafa eftir sér um árið. Nick Young fer ekki beint í sögubækurnar fyrir frammistöður sínar í treyju Los Angels Lakers. Þrátt fyrir að vera með fjölda húðflúra þá var hægri handleggur Young algjörlega laus við allt blek. Ástæðan var einföld, hægri handleggurinn var eingöngu til að skora með (e. strictly for buckets). Þetta tengdi Monk við og hugsaði með sér „nú er komið að mér.“ Nick Young, in a text to ESPN, on Malik Monk adopting his strictly buckets policy banning tattoos on his shooting arm: I m Mr. Miyagi and he s LaRusso. The power of the no tat on the right arm is like wax on, wax off for buckets — Dave McMenamin (@mcten) January 5, 2022 Þó Monk hafi ekki raðað inn stigum í treyju Hornets og látinn fara frítt í sumar þá hefur hann heldur betur fundi sig í Englaborginni. Hann er stór ástæða þess að Lakers hefur unnið síðustu þrjá leiki og virðist mögulega vera að rétta úr kútnum. Í stórsigrinm á Portland Trail Blazers skoraði Monk 18 stig. Aðeins LeBron James skoraði fleiri stig í liði Lakers. Í naumum sigri á Minnesota Timberwolves skoraði Monk 22 stig. Aðeins LeBron James skoraði fleiri stig í liði Lakers. Í sigrinum á Sacramento Kings skoraði Monk 24 stig. Aðeins LeBron James skoraði fleiri stig í liði Lakers. Big-time buckets from Malik Monk @Lakers and Kings in Q4 on NBA TV! pic.twitter.com/TVvdOBAGEl— NBA (@NBA) January 5, 2022 „Þú verður alltaf að veðja á sjálfan þig,“ sagði Monk að endingu við The Athletic. Hann missti ekki trú á sjálfum sér og er nú að uppskera.
Körfubolti NBA Húðflúr Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira