„Nýlega sett mér það markmið að vera meiri pæja“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. janúar 2022 10:00 Þóranna Kristín Jónsdóttir er nýráðinn leiðtogi markaðsmála Byko en hún segist vera að æfa sig í því að vera aðeins rólegri og eins að vera meiri pæja. Vísir/Vilhelm Þóranna Kristín Jónsdóttir, var ráðinn leiðtogi markaðsmála hjá BYKO í nóvember síðastliðnum en hún setti sér nýlega það markmið að vera meiri pæja. Þóranna er líka að æfa sig í að vera aðeins rólegri en í skipulagi er hún algjörlega „lista-sjúk.“ Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Klukkan hálfsjö til að geta lagt af stað í vinnu uppúr klukkan sjö og verið mætt í vinnu klukkan átta. Því ég bý á á Suðurnesjunum svo það er aðeins lengra í vinnuna hjá mér en hjá mörgum.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Er að reyna að temja mér að liggja aðeins kyrr í rúminu í ró og næði áður en ég fer á fætur. Er frekar ör, margir geta víst vottað það en ég er að reyna hina ýmsu hluti til að róa mig aðeins. Ég hef líka nokkuð nýlega sett mér það markmið að vera meiri pæja, sem er bæði bara gaman, en bónusinn við það er að það tekur mann lengri tíma að hafa sig til á morgnana, sem hjálpar manni að taka það aðeins rólegar. Maður getur ekki flýtt sér ef maður ætlar ekki að vera með maskara niður á kinnar.“ Setur þú þér almennt markmið um áramót og ef já, hvernig gengur þér að standa við þau? „Nei. Ég hef komist að því að þessi hefðbundna markmiðasetning virkar ekki fyrir mig. Hún stuðar mig miklu frekar en hvetur, og ég er nokkuð viss um að ég hef ekkert komist neitt styttra í lífinu án hennar. Ég sé frekar fyrir mér hvert ég vil fara og hvar ég vil vera og reyni að sjá skrefin þangað án sérstakra mælinga eða tímasetninga. Það er mun meira hvetjandi fyrir mig og hefur virkað vel. Það er líka þannig að ef maður hefur ákveðinn tíma þá fyllir maður alltaf upp í hann og notar hann í botn. Þóranna segist vera listasjúk þegar kemur að skipulagi í vinnunni en elskar líka gömlu góðu post-it miðana og bíður spennt eftir því að þeir verði umhverfisvænir.Vísir/Vilhelm Ég held að ég geri hlutina oft mun fyrr af því að mig langar það, en ekki af því að ég er með tímasetningu á því. Ég er líka að reyna að vera duglegri að brjóta skrefin niður í minni bita og muna að maður borðar bara fílinn einn bita í einu. Er meira að segja með mynd af fíl sem búið er að taka bita úr eyranu af í símanum þegar hann er læstur. Sko, krúttlegum teiknuðum fíl, ekki raunverulegum. Það væri ekkert voða girnilegt!“ Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Meginverkefnið mitt þessa dagana er að læra, taka til og skipuleggja. Það er stórt verkefni að taka við markaðsstarfi í svona umfangsmiklu og fjölbreyttu fyrirtæki eins og BYKO og margt að setja sig inn í. Það á vel við mig að koma inn og taka til í hlutunum og í vinnu get ég verið skipulagsfrík sem kemur sér oft vel. Það vill til að ég gæti ekki verið heppnari með teymið mitt sem hefur tekið mér opnum örmum, hefur hjálpað mér í lærdómnum og stutt mig dyggilega. Yrði að minnsta kosti tvöfalt ef ekki þrefalt lengur að koma mér inn í hlutina ef þeirra nyti ekki við. Þau eru líka óendanlega þolinmóð við mig í öllu kaosinu sem fylgir því að vera með nýjan yfirmann sem er að koma sér inn í hlutina.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? ,,Ég er listasjúk fyrir það fyrsta. Og ég elska Asana. Þar get ég listað yfir mig ooog svo fengið að sjá hlutina í Gantt tímalínu. Elska það! Já, ég er nörd. En ég þarf líka „analogue“ leiðir. Stór tússtafla er æði, post-it miðar líka, það er svo auðvelt að færa þá til. Ég er að bíða eftir að einhver geri umhverfisvæna margnota post-it miða – til dæmis bara mjúka segla sem hægt er að nota á töflu. Þangað til verða þessir gömlu góðu bara að duga og ég passa að setja þá í endurvinnslutunnuna þegar þeir hafa þjónað tilgangi sínum.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Of seint. Alltof gjörn á að geta ekki hætt að horfa á spennandi þætti, sofna hættulega oft í sófanum og algengur tími að vera komin í rúmið er um miðnætti. Maðurinn minn er líka nátthrafn sem hjálpar ekki. En batnandi konum er best að lifa. Alveg eins og ég æfi mig að vera rólegri þá er ég líka að æfa mig að fara á skynsamlegum tíma að sofa, og að fara alltaf að sofa á sama tíma. Er að æfa mig að gera mig klára í svefninn upp úr hálf ellefu og vera komin upp í um ellefu. Hef ekki sett mér markmið, en sé fyrir mér að sofna vært á koddanum og vakna endurnærð á morgnana og tek þetta síðan bara einn bita í einu.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Gæðastundirnar eru svo miklu fleiri“ Fyrr á þessu ári hætti Jóhann K. Jóhannsson í fréttamennsku, réði sig sem slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð og fluttist með fjölskyldunni til Siglufjarðar. 31. desember 2021 10:01 „Vegna þessa æðis á ég það til að þvo gardínur á nóttunni“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þingmaður og íslenskufræðingur, viðurkennir að fyrir jólin renni oft á hana jóla-æði. Og þá jafnvel svo mikið að á næturnar keppist hún við að þvo gardínur eða búa til jólakonfekt. 24. desember 2021 10:01 Áskorun að kaupa alltaf tvær gjafir fyrir frúna í desember Það er í nægu að snúast hjá Almari Guðmundssyni framkvæmdastjóra Reiknistofu lífeyrissjóða (RL) og bæjarfulltrúa í Garðabæ. Enda eru þau sjö á heimili, margt að gerast í vinnunni og til viðbótar við jólin á frúin líka afmæli í desember. 18. desember 2021 10:01 Ekkert elsku mamma þegar snjóar í Bláfjöllum Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans vaknar snemma, kúrir þó lengur um helgar nema þegar snjóar vel í Bláfjöllum. Lilja á enn öll jólakort með myndum sem hún hefur fengið en árlegt jólakraftaverk í vinnunni er að klára þriggja ára áætlun fyrir bankann. 11. desember 2021 10:00 Engin bólusetning ræður við fjölmiðlabakteríuna Steingrímur Sævarr Ólafsson er kunnugt andlit enda starfaði hann lengi í fjölmiðlum, meðal annars sem fréttastjóri Stöðvar 2. 4. desember 2021 10:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Klukkan hálfsjö til að geta lagt af stað í vinnu uppúr klukkan sjö og verið mætt í vinnu klukkan átta. Því ég bý á á Suðurnesjunum svo það er aðeins lengra í vinnuna hjá mér en hjá mörgum.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Er að reyna að temja mér að liggja aðeins kyrr í rúminu í ró og næði áður en ég fer á fætur. Er frekar ör, margir geta víst vottað það en ég er að reyna hina ýmsu hluti til að róa mig aðeins. Ég hef líka nokkuð nýlega sett mér það markmið að vera meiri pæja, sem er bæði bara gaman, en bónusinn við það er að það tekur mann lengri tíma að hafa sig til á morgnana, sem hjálpar manni að taka það aðeins rólegar. Maður getur ekki flýtt sér ef maður ætlar ekki að vera með maskara niður á kinnar.“ Setur þú þér almennt markmið um áramót og ef já, hvernig gengur þér að standa við þau? „Nei. Ég hef komist að því að þessi hefðbundna markmiðasetning virkar ekki fyrir mig. Hún stuðar mig miklu frekar en hvetur, og ég er nokkuð viss um að ég hef ekkert komist neitt styttra í lífinu án hennar. Ég sé frekar fyrir mér hvert ég vil fara og hvar ég vil vera og reyni að sjá skrefin þangað án sérstakra mælinga eða tímasetninga. Það er mun meira hvetjandi fyrir mig og hefur virkað vel. Það er líka þannig að ef maður hefur ákveðinn tíma þá fyllir maður alltaf upp í hann og notar hann í botn. Þóranna segist vera listasjúk þegar kemur að skipulagi í vinnunni en elskar líka gömlu góðu post-it miðana og bíður spennt eftir því að þeir verði umhverfisvænir.Vísir/Vilhelm Ég held að ég geri hlutina oft mun fyrr af því að mig langar það, en ekki af því að ég er með tímasetningu á því. Ég er líka að reyna að vera duglegri að brjóta skrefin niður í minni bita og muna að maður borðar bara fílinn einn bita í einu. Er meira að segja með mynd af fíl sem búið er að taka bita úr eyranu af í símanum þegar hann er læstur. Sko, krúttlegum teiknuðum fíl, ekki raunverulegum. Það væri ekkert voða girnilegt!“ Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Meginverkefnið mitt þessa dagana er að læra, taka til og skipuleggja. Það er stórt verkefni að taka við markaðsstarfi í svona umfangsmiklu og fjölbreyttu fyrirtæki eins og BYKO og margt að setja sig inn í. Það á vel við mig að koma inn og taka til í hlutunum og í vinnu get ég verið skipulagsfrík sem kemur sér oft vel. Það vill til að ég gæti ekki verið heppnari með teymið mitt sem hefur tekið mér opnum örmum, hefur hjálpað mér í lærdómnum og stutt mig dyggilega. Yrði að minnsta kosti tvöfalt ef ekki þrefalt lengur að koma mér inn í hlutina ef þeirra nyti ekki við. Þau eru líka óendanlega þolinmóð við mig í öllu kaosinu sem fylgir því að vera með nýjan yfirmann sem er að koma sér inn í hlutina.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? ,,Ég er listasjúk fyrir það fyrsta. Og ég elska Asana. Þar get ég listað yfir mig ooog svo fengið að sjá hlutina í Gantt tímalínu. Elska það! Já, ég er nörd. En ég þarf líka „analogue“ leiðir. Stór tússtafla er æði, post-it miðar líka, það er svo auðvelt að færa þá til. Ég er að bíða eftir að einhver geri umhverfisvæna margnota post-it miða – til dæmis bara mjúka segla sem hægt er að nota á töflu. Þangað til verða þessir gömlu góðu bara að duga og ég passa að setja þá í endurvinnslutunnuna þegar þeir hafa þjónað tilgangi sínum.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Of seint. Alltof gjörn á að geta ekki hætt að horfa á spennandi þætti, sofna hættulega oft í sófanum og algengur tími að vera komin í rúmið er um miðnætti. Maðurinn minn er líka nátthrafn sem hjálpar ekki. En batnandi konum er best að lifa. Alveg eins og ég æfi mig að vera rólegri þá er ég líka að æfa mig að fara á skynsamlegum tíma að sofa, og að fara alltaf að sofa á sama tíma. Er að æfa mig að gera mig klára í svefninn upp úr hálf ellefu og vera komin upp í um ellefu. Hef ekki sett mér markmið, en sé fyrir mér að sofna vært á koddanum og vakna endurnærð á morgnana og tek þetta síðan bara einn bita í einu.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Gæðastundirnar eru svo miklu fleiri“ Fyrr á þessu ári hætti Jóhann K. Jóhannsson í fréttamennsku, réði sig sem slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð og fluttist með fjölskyldunni til Siglufjarðar. 31. desember 2021 10:01 „Vegna þessa æðis á ég það til að þvo gardínur á nóttunni“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þingmaður og íslenskufræðingur, viðurkennir að fyrir jólin renni oft á hana jóla-æði. Og þá jafnvel svo mikið að á næturnar keppist hún við að þvo gardínur eða búa til jólakonfekt. 24. desember 2021 10:01 Áskorun að kaupa alltaf tvær gjafir fyrir frúna í desember Það er í nægu að snúast hjá Almari Guðmundssyni framkvæmdastjóra Reiknistofu lífeyrissjóða (RL) og bæjarfulltrúa í Garðabæ. Enda eru þau sjö á heimili, margt að gerast í vinnunni og til viðbótar við jólin á frúin líka afmæli í desember. 18. desember 2021 10:01 Ekkert elsku mamma þegar snjóar í Bláfjöllum Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans vaknar snemma, kúrir þó lengur um helgar nema þegar snjóar vel í Bláfjöllum. Lilja á enn öll jólakort með myndum sem hún hefur fengið en árlegt jólakraftaverk í vinnunni er að klára þriggja ára áætlun fyrir bankann. 11. desember 2021 10:00 Engin bólusetning ræður við fjölmiðlabakteríuna Steingrímur Sævarr Ólafsson er kunnugt andlit enda starfaði hann lengi í fjölmiðlum, meðal annars sem fréttastjóri Stöðvar 2. 4. desember 2021 10:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Gæðastundirnar eru svo miklu fleiri“ Fyrr á þessu ári hætti Jóhann K. Jóhannsson í fréttamennsku, réði sig sem slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð og fluttist með fjölskyldunni til Siglufjarðar. 31. desember 2021 10:01
„Vegna þessa æðis á ég það til að þvo gardínur á nóttunni“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þingmaður og íslenskufræðingur, viðurkennir að fyrir jólin renni oft á hana jóla-æði. Og þá jafnvel svo mikið að á næturnar keppist hún við að þvo gardínur eða búa til jólakonfekt. 24. desember 2021 10:01
Áskorun að kaupa alltaf tvær gjafir fyrir frúna í desember Það er í nægu að snúast hjá Almari Guðmundssyni framkvæmdastjóra Reiknistofu lífeyrissjóða (RL) og bæjarfulltrúa í Garðabæ. Enda eru þau sjö á heimili, margt að gerast í vinnunni og til viðbótar við jólin á frúin líka afmæli í desember. 18. desember 2021 10:01
Ekkert elsku mamma þegar snjóar í Bláfjöllum Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans vaknar snemma, kúrir þó lengur um helgar nema þegar snjóar vel í Bláfjöllum. Lilja á enn öll jólakort með myndum sem hún hefur fengið en árlegt jólakraftaverk í vinnunni er að klára þriggja ára áætlun fyrir bankann. 11. desember 2021 10:00
Engin bólusetning ræður við fjölmiðlabakteríuna Steingrímur Sævarr Ólafsson er kunnugt andlit enda starfaði hann lengi í fjölmiðlum, meðal annars sem fréttastjóri Stöðvar 2. 4. desember 2021 10:01