Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, og Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala Hringsins, mættu í Pallborðið á Vísi í dag til að ræða þessi mál og svara spurningum lesenda.
Lillý Valgerður Pétursdóttir stýrir umræðum sem voru í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi, hér á Vísi og á Facebook-síðu Vísis. Við útsendinguna á Facebook spurðu lesendur hundruða spurninga og höfðu þannig áhrif á framvindu í þættinum.