Tillaga borgaryfirvalda grátbrosleg Snorri Másson og Árni Sæberg skrifa 7. janúar 2022 22:29 Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara. Stöð 2/Egill Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu skóla- og frístundasviðs um 20 milljóna króna stuðning sem á að liðka fyrir ráðningum á leikskólum borgarinnar. Fimm milljónir fara beint í að greiða starfsfólki fyrir að sannfæra aðra um að koma til starfa. Formaður Félags leikskólakennara segir tillöguna grátbroslega. Eins og væntanlega flestir reykvískir foreldrar þekkja er ekkert gamanmál að koma barninu á leikskóla. Borgaryfirvöld hafa staðið í ströngu í von um að fjölga leikskólarýmum og hluti af þessu er mönnunin. Það er mjög erfitt að fá fólk. Nýjasta ráðið er þetta: Ef þú vinnur á leikskóla og færð vin eða ættingja til starfa þá færð þú 75 þúsund krónur í launaauka. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara segir tillöguna grátbroslega og að „Tupperware-pýramída hvatning“ sé ekki líkleg til að ráðast á rót mönnunarvandans. „Fyrir utan það er frændi þinn eða vinur kannski ekki gott efni í leikskólakennara og það er alveg ástæða fyrir því að þú þarft fimm ára meistaranám til að sinna þessu starfi,“ segir hann. Ráða ekki við stækkun kerfisins Þó er hann sammála því að rót vandans sé að leikskólakennarar séu ekki nægilega margir og að fjölgun þeirra hafi verið eitt stærsta verkefni sveitarfélaga á síðustu árum. „Ein af þeim breytum sem gerir það að verkum að það gengur hægt hlutfallslega er að kerfið hefur stækkað allt of hratt á undanförnum árum, það hefur stækkað um helming á síðastliðnum tuttugu árum. Við erum sífellt að taka inn yngri og yngri börn og við ráðum ekki við þessa stækkun,“ segir hann. Þetta eru ekki geimvísindi Því hefur verið velt upp að þetta nýjasta útspil borgarinnar sé nokkurs konar auglýsingarherferð fyrir leikskólakennarastarfið. Haraldur telur ímyndarvanda ekki skýra skort á leikskólakennurum. „Þetta er kannski ekki geimvísindi, ef við myndum spegla þetta yfir í markaðslögmálið og myndum kannski ákveða að hækka byrjunarlaun leikskólakennara upp í þrjár milljónir á morgun, þá eftir fimm ár er ég viss um að yrði offramboð af leikskólakennurum. En það er ekki að fara að gerast á morgun, en kannski hinn,“ segir Haraldur glettinn að lokum. Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Kjaramál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Eins og væntanlega flestir reykvískir foreldrar þekkja er ekkert gamanmál að koma barninu á leikskóla. Borgaryfirvöld hafa staðið í ströngu í von um að fjölga leikskólarýmum og hluti af þessu er mönnunin. Það er mjög erfitt að fá fólk. Nýjasta ráðið er þetta: Ef þú vinnur á leikskóla og færð vin eða ættingja til starfa þá færð þú 75 þúsund krónur í launaauka. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara segir tillöguna grátbroslega og að „Tupperware-pýramída hvatning“ sé ekki líkleg til að ráðast á rót mönnunarvandans. „Fyrir utan það er frændi þinn eða vinur kannski ekki gott efni í leikskólakennara og það er alveg ástæða fyrir því að þú þarft fimm ára meistaranám til að sinna þessu starfi,“ segir hann. Ráða ekki við stækkun kerfisins Þó er hann sammála því að rót vandans sé að leikskólakennarar séu ekki nægilega margir og að fjölgun þeirra hafi verið eitt stærsta verkefni sveitarfélaga á síðustu árum. „Ein af þeim breytum sem gerir það að verkum að það gengur hægt hlutfallslega er að kerfið hefur stækkað allt of hratt á undanförnum árum, það hefur stækkað um helming á síðastliðnum tuttugu árum. Við erum sífellt að taka inn yngri og yngri börn og við ráðum ekki við þessa stækkun,“ segir hann. Þetta eru ekki geimvísindi Því hefur verið velt upp að þetta nýjasta útspil borgarinnar sé nokkurs konar auglýsingarherferð fyrir leikskólakennarastarfið. Haraldur telur ímyndarvanda ekki skýra skort á leikskólakennurum. „Þetta er kannski ekki geimvísindi, ef við myndum spegla þetta yfir í markaðslögmálið og myndum kannski ákveða að hækka byrjunarlaun leikskólakennara upp í þrjár milljónir á morgun, þá eftir fimm ár er ég viss um að yrði offramboð af leikskólakennurum. En það er ekki að fara að gerast á morgun, en kannski hinn,“ segir Haraldur glettinn að lokum.
Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Kjaramál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira