Verðbólga ekki meiri í fjörutíu ár Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2022 18:16 Verðbréfahöllin í New York, þar sem dagurinn hefur verið erfiður. AP/Seth Wenig Verðbólga í Bandaríkjunum er nú sjö prósentum meiri en hún var fyrir ári síðan og hefur hún ekki tekið jafn stórt stökk í fjörutíu ár eða frá árinu 1982. Verðlag vestanhafs hefur aukist mjög að undanförnu á sama tíma og yfirvöld landsins hafa dælt peningum inn í hagkerfið og lækkað vexti. Þá hefur neysla aukist mjög samhliða vöruskorti vegna skorts á vinnuafli og hráefnum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Verðbólgan hefur étið upp launahækkanir síðasta árs og kannanir vestanhafs sýna að kjósendur eru farnir að hafa meiri áhyggjur af verðbólgunni en faraldri kórónuveirunnar. Hækkandi verð á eldsneyti og matvælum hefur komið verulega niður á vinsældum Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, og er hann undir miklum þrýstingi varðandi það að snúa þessari þróun við. Í frétt Reuters er haft eftir sérfræðingum að Seðlabanki Bandaríkjanna muni byrja að hækka vexti strax í mars og það verði að líklega gert þó nokkrum sinnum á árinu en fjöldinn muni velta á pólitískum þrýstingi. Þá búast hagfræðingar við því að draga muni úr verðbólgu þegar ómíkron-bylgjan gengur niður og neysluhættir Bandaríkjamanna færast í eðlilegt horf. Þá eru einnig vísbendinar um að draga sé úr þeim vandræðum sem leitt hafa til vöruskorts. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Þá hefur neysla aukist mjög samhliða vöruskorti vegna skorts á vinnuafli og hráefnum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Verðbólgan hefur étið upp launahækkanir síðasta árs og kannanir vestanhafs sýna að kjósendur eru farnir að hafa meiri áhyggjur af verðbólgunni en faraldri kórónuveirunnar. Hækkandi verð á eldsneyti og matvælum hefur komið verulega niður á vinsældum Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, og er hann undir miklum þrýstingi varðandi það að snúa þessari þróun við. Í frétt Reuters er haft eftir sérfræðingum að Seðlabanki Bandaríkjanna muni byrja að hækka vexti strax í mars og það verði að líklega gert þó nokkrum sinnum á árinu en fjöldinn muni velta á pólitískum þrýstingi. Þá búast hagfræðingar við því að draga muni úr verðbólgu þegar ómíkron-bylgjan gengur niður og neysluhættir Bandaríkjamanna færast í eðlilegt horf. Þá eru einnig vísbendinar um að draga sé úr þeim vandræðum sem leitt hafa til vöruskorts.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira