Lögmenn Andrésar vilja yfirheyra sálfræðing Giuffre og eiginmann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2022 11:36 Andrés var á dögunum sviptur öllum titlum og nú er kallað eftir því að hann missi einnig hertogatignina. epa Lögmenn Andrésar Bretaprins vilja fá að yfirheyra sálfræðing Virginiu Giuffre, sem hefur sakað prinsinn um nauðgun, og segja hana þjást af „fölskum minningum“. Eftir að dómari í New York neitaði að vísa máli Giuffre gegn Andrési frá dómi er allt útlit fyrir að prinsinn verði loks látinn svara til saka fyrir meint kynferðisbrot. Lögmenn Andrésar hafa farið fram á að fá að spyrja sálfræðing og eiginmann Giuffre spjörunum úr undir eiði en lögmenn Giuffre vilja fá að yfirheyra fyrrverandi aðstoðarmann Andrésar. Þá hafa þeir farið fram á að Andrés framvísi læknisfræðilegum gögnum til að færa sönnur á þá staðhæfingu sína að hann sé ófær um að svitna. Prinsinn hélt þessu fram í viðtali eftir að Giuffre hafði lýst því hvernig hann svitnaði þegar hann var með henni. Lewis Kaplan, dómarinn í málinu, vill að öllum skýrslutökum sé lokið 14. júlí og segir að málið verði tekið fyrir síðar á þessu ári. Lögmenn Andrésar vilja yfirheyra eiginmann Giuffre um fjármál fjölskyldunnar og hvernig hann kynntist eiginkonu sinni árið 2002. Þá vilja þeir spyrja sálfræðing hennar um það sem þær hafa rætt í tímum og fá að sjá minnispunkta sálfræðingsins og lyfjaávísanir Giuffre. Lögmenn Giuffre vilja taka skýrslu af Robert Olney, fyrrverandi aðstoðarmanni Andrésar, en þeir telja hann búa yfir upplýsingum um vináttu prinsins við auðjöfurinn og barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá BBC. Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Andrés missir titla sína Andrés prins hefur afsalað sér titlum sínum vegna ásakana gegn honum um kynferðisbrot. Um er að ræða titla hans innan hersins og konungsfjölskyldunnar og mun hann ekki koma að opinberum viðburðum en þessi ákvörðun var tekin með samþykki Elísabetar drottningar, móður Andrésar. 13. janúar 2022 17:38 Lögmaður Giuffre segir hana ekki munu sætta sig við fjárhagslega sátt Virginia Giuffre mun að öllum líkindum ekki sætt sig við sátt í málinu gegn Andrési Bretaprins ef hún felur aðeins í sér fjárhagslegar skaðabætur. Lögmaður Giuffre segir hana vilja að sannleikurinn verði leiddur í ljós, fyrir sig og aðra þolendur Jeffrey Epstein. 13. janúar 2022 10:57 Varð ekki við beiðni Andrésar prins um frávísun Dómari í máli Virginiu Giuffre gegn Andrési prins hefur hafnað því að málinu verði vísað frá dómstólum í Bandaríkjunum. 12. janúar 2022 15:10 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Eftir að dómari í New York neitaði að vísa máli Giuffre gegn Andrési frá dómi er allt útlit fyrir að prinsinn verði loks látinn svara til saka fyrir meint kynferðisbrot. Lögmenn Andrésar hafa farið fram á að fá að spyrja sálfræðing og eiginmann Giuffre spjörunum úr undir eiði en lögmenn Giuffre vilja fá að yfirheyra fyrrverandi aðstoðarmann Andrésar. Þá hafa þeir farið fram á að Andrés framvísi læknisfræðilegum gögnum til að færa sönnur á þá staðhæfingu sína að hann sé ófær um að svitna. Prinsinn hélt þessu fram í viðtali eftir að Giuffre hafði lýst því hvernig hann svitnaði þegar hann var með henni. Lewis Kaplan, dómarinn í málinu, vill að öllum skýrslutökum sé lokið 14. júlí og segir að málið verði tekið fyrir síðar á þessu ári. Lögmenn Andrésar vilja yfirheyra eiginmann Giuffre um fjármál fjölskyldunnar og hvernig hann kynntist eiginkonu sinni árið 2002. Þá vilja þeir spyrja sálfræðing hennar um það sem þær hafa rætt í tímum og fá að sjá minnispunkta sálfræðingsins og lyfjaávísanir Giuffre. Lögmenn Giuffre vilja taka skýrslu af Robert Olney, fyrrverandi aðstoðarmanni Andrésar, en þeir telja hann búa yfir upplýsingum um vináttu prinsins við auðjöfurinn og barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá BBC.
Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Andrés missir titla sína Andrés prins hefur afsalað sér titlum sínum vegna ásakana gegn honum um kynferðisbrot. Um er að ræða titla hans innan hersins og konungsfjölskyldunnar og mun hann ekki koma að opinberum viðburðum en þessi ákvörðun var tekin með samþykki Elísabetar drottningar, móður Andrésar. 13. janúar 2022 17:38 Lögmaður Giuffre segir hana ekki munu sætta sig við fjárhagslega sátt Virginia Giuffre mun að öllum líkindum ekki sætt sig við sátt í málinu gegn Andrési Bretaprins ef hún felur aðeins í sér fjárhagslegar skaðabætur. Lögmaður Giuffre segir hana vilja að sannleikurinn verði leiddur í ljós, fyrir sig og aðra þolendur Jeffrey Epstein. 13. janúar 2022 10:57 Varð ekki við beiðni Andrésar prins um frávísun Dómari í máli Virginiu Giuffre gegn Andrési prins hefur hafnað því að málinu verði vísað frá dómstólum í Bandaríkjunum. 12. janúar 2022 15:10 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Andrés missir titla sína Andrés prins hefur afsalað sér titlum sínum vegna ásakana gegn honum um kynferðisbrot. Um er að ræða titla hans innan hersins og konungsfjölskyldunnar og mun hann ekki koma að opinberum viðburðum en þessi ákvörðun var tekin með samþykki Elísabetar drottningar, móður Andrésar. 13. janúar 2022 17:38
Lögmaður Giuffre segir hana ekki munu sætta sig við fjárhagslega sátt Virginia Giuffre mun að öllum líkindum ekki sætt sig við sátt í málinu gegn Andrési Bretaprins ef hún felur aðeins í sér fjárhagslegar skaðabætur. Lögmaður Giuffre segir hana vilja að sannleikurinn verði leiddur í ljós, fyrir sig og aðra þolendur Jeffrey Epstein. 13. janúar 2022 10:57
Varð ekki við beiðni Andrésar prins um frávísun Dómari í máli Virginiu Giuffre gegn Andrési prins hefur hafnað því að málinu verði vísað frá dómstólum í Bandaríkjunum. 12. janúar 2022 15:10