Bruno ósáttur með að þéna ekki jafn mikið og launahæstu leikmenn Man Utd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. janúar 2022 23:01 Samkvæmt The Athletic þénar Ronaldo fjórfalt meira en Fernandes. Robbie Jay Barratt/Getty Images Bruno Fernandes hefur neitað að skrifa undir nýjan samning við Manchester United þar sem hann er ósáttur með að samningurinn gefi honum ekki hærri laun en raun ber vitni. Samkvæmt The Athletic fær Bruno tæp 100 þúsund pund á viku frá Manchester United. Hann var á 50 þúsund pundum er hann var leikmaður Sporting Lissabon og því nokkuð sáttur að tvöfalda laun sín er hann færði sig um set til Englands árið 2020. Ofan á 100 þúsund pundin á viku fær Bruno bónusgreiðslur fyrir árangur Manchester United í Meistaradeild Evrópu. Í nóvember á síðasta ári hóf félagið viðræður við Bruno um nýjan samning en Portúgalinn er ekki sáttur þar sem hann telur samninginn ekki endurspegla mikilvægi hans í liðinu. Frá því Fernandes var keyptur til Manchester-borgar í janúar 2020 hafa aðeins Mohamed Salah og Harry Kane skorað fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni. Alls hefur Fernandes skorað 33 mörk og lagt upp 23 til viðbótar í þeim 70 leikjum sem hann hefur spilað. Ekki kemur fram í frétt The Athletic hversu háa upphæð er um að ræða en ljóst er að hann er ekki á pari við launahæstu leikmenn félagsins. Cristiano Ronaldo er með 400 þúsund pund á viku, David De Gea kemur þar á eftir með 375 þúsund. Þeir Paul Pogba, Raphaël Varane, Anthony Martial, Jadon Sancho, Edinson Cavani og Marcus Rashford eru allir með í kringum 200 þúsund pund á viku. Harry Maguire og Luke Shaw koma skammt þar á eftir. Forráðamenn Man Utd eru enn rólegir yfir stöðu mála þar sem Feranndes er samningsbundinn til ársins 2025 og meira að segja þá getur félagið framlengt samning hans um eitt ár. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Sport Fleiri fréttir Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Sjá meira
Samkvæmt The Athletic fær Bruno tæp 100 þúsund pund á viku frá Manchester United. Hann var á 50 þúsund pundum er hann var leikmaður Sporting Lissabon og því nokkuð sáttur að tvöfalda laun sín er hann færði sig um set til Englands árið 2020. Ofan á 100 þúsund pundin á viku fær Bruno bónusgreiðslur fyrir árangur Manchester United í Meistaradeild Evrópu. Í nóvember á síðasta ári hóf félagið viðræður við Bruno um nýjan samning en Portúgalinn er ekki sáttur þar sem hann telur samninginn ekki endurspegla mikilvægi hans í liðinu. Frá því Fernandes var keyptur til Manchester-borgar í janúar 2020 hafa aðeins Mohamed Salah og Harry Kane skorað fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni. Alls hefur Fernandes skorað 33 mörk og lagt upp 23 til viðbótar í þeim 70 leikjum sem hann hefur spilað. Ekki kemur fram í frétt The Athletic hversu háa upphæð er um að ræða en ljóst er að hann er ekki á pari við launahæstu leikmenn félagsins. Cristiano Ronaldo er með 400 þúsund pund á viku, David De Gea kemur þar á eftir með 375 þúsund. Þeir Paul Pogba, Raphaël Varane, Anthony Martial, Jadon Sancho, Edinson Cavani og Marcus Rashford eru allir með í kringum 200 þúsund pund á viku. Harry Maguire og Luke Shaw koma skammt þar á eftir. Forráðamenn Man Utd eru enn rólegir yfir stöðu mála þar sem Feranndes er samningsbundinn til ársins 2025 og meira að segja þá getur félagið framlengt samning hans um eitt ár.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Sport Fleiri fréttir Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Sjá meira