Biðst velvirðingar ef fólki mislíkaði umdeild auglýsing Snorri Másson skrifar 21. janúar 2022 12:03 Andrés Vilhjálmsson markaðsstjóri Kjarnafæðis segir fleiri ánægða en óánægða með umdeilda auglýsingu fyrirtækisins á þorramat. Kirkjunnar menn eru klofnir í fylkingar. Vísir/Kjarnafæði Markaðsstjóri Kjarnafæðis biðst velvirðingar ef fólki mislíkaði auglýsing fyrirtækisins um þorramat. Samband íslenskra kristniboðsfélaga hefur hvatt Ríkisútvarpið til að taka auglýsinguna úr umferð vegna blótsyrða. Það er bóndadagur. Matvælaframleiðendur reyna að selja þorramatinn heim vegna samkomutakmarkana og áríðandi að koma skilaboðum til neytenda, en auðvitað ekki sama hvernig það er gert. Kjarnafæði valdi umdeilda leið í samstarfi við auglýsingastofuna Cirkus. Við heyrum í Helen Símonarson leikkonu í brotinu hér að neðan. Þetta er hneykslanlegur munnsöfnuður í útvarpi að mati margra á samfélagsmiðlum. Samband íslenskra kristniboðsfélaga blandar sér í umræðuna á Facebook og skrifar: „Fyrirtækin virðast skilja blótsyrðin og bölvið sem matarblót. Fyrirtækinu til skammar,“ segir þar. Ragnar Gunnarsson, prestur og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, segir í samtali við fréttastofuna að menn átti sig á tvíræðninni, en þetta sé ekki fallegt. „Það er auðséð að sumir ætla sér ekki að versla við þetta fyrirtæki á næstunni. Okkar fólk er ekki ánægt með þetta. Þetta misbýður sumum. Öðrum finnst þetta bara til skammar,“ segir Ragnar. Með okkar fólki segist hann eiga við fólk sem tengist samtökunum og að margt sé það sannarlega kirkjunnar fólk. Munnsöfnuðurinn tímabundinn Andrés Vilhjálmsson markaðsstjóri Kjarnafæðis kveðst feginn að fleiri virðist ánægðir en óánægðir með auglýsinguna. Skiljanlega sé þó meining aldrei að fólki mislíki heiftarlega auglýsingar fyrirtækisins. „Við verðum bara að fá að leggja mat á það eftir herferðina hvort við höfum gengið of langt eða ekki. Í þessu augnabliki finnst mér ekki. Það verða smá breytingar á auglýsingunum þegar það fer að líða. Þessi munnsöfnuður tekur stutt yfir og við biðjumst velvirðingar ef fólki hefur mislíkað okkar auglýsing,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Rétt er að gera grein fyrir því að íslensk klerkastétt er ekki öll eins og hún leggur sig hneyksluð á auglýsingunni. Öðru nær, séra Hjálmar Jónsson fyrrverandi dómkirkjuprestur er hrifinn, ef marka má vísu sem hann setti saman af tilefninu: Norðlenska kikkið ég klárlega finn, kunnuglegt orðbragðið mælt fram af þunga. Helvítis, bölvaður, hálfvitinn þinn, hakkaðu í þig slátur og punga. Hér að neðan er færsla frá manni sem er sannarlega ósáttur við auglýsinguna og hið sama gildir um flesta sem gera athugasemd við færsluna. Þorrablót Þorramatur Auglýsinga- og markaðsmál Þjóðkirkjan Bóndadagur Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Það er bóndadagur. Matvælaframleiðendur reyna að selja þorramatinn heim vegna samkomutakmarkana og áríðandi að koma skilaboðum til neytenda, en auðvitað ekki sama hvernig það er gert. Kjarnafæði valdi umdeilda leið í samstarfi við auglýsingastofuna Cirkus. Við heyrum í Helen Símonarson leikkonu í brotinu hér að neðan. Þetta er hneykslanlegur munnsöfnuður í útvarpi að mati margra á samfélagsmiðlum. Samband íslenskra kristniboðsfélaga blandar sér í umræðuna á Facebook og skrifar: „Fyrirtækin virðast skilja blótsyrðin og bölvið sem matarblót. Fyrirtækinu til skammar,“ segir þar. Ragnar Gunnarsson, prestur og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, segir í samtali við fréttastofuna að menn átti sig á tvíræðninni, en þetta sé ekki fallegt. „Það er auðséð að sumir ætla sér ekki að versla við þetta fyrirtæki á næstunni. Okkar fólk er ekki ánægt með þetta. Þetta misbýður sumum. Öðrum finnst þetta bara til skammar,“ segir Ragnar. Með okkar fólki segist hann eiga við fólk sem tengist samtökunum og að margt sé það sannarlega kirkjunnar fólk. Munnsöfnuðurinn tímabundinn Andrés Vilhjálmsson markaðsstjóri Kjarnafæðis kveðst feginn að fleiri virðist ánægðir en óánægðir með auglýsinguna. Skiljanlega sé þó meining aldrei að fólki mislíki heiftarlega auglýsingar fyrirtækisins. „Við verðum bara að fá að leggja mat á það eftir herferðina hvort við höfum gengið of langt eða ekki. Í þessu augnabliki finnst mér ekki. Það verða smá breytingar á auglýsingunum þegar það fer að líða. Þessi munnsöfnuður tekur stutt yfir og við biðjumst velvirðingar ef fólki hefur mislíkað okkar auglýsing,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Rétt er að gera grein fyrir því að íslensk klerkastétt er ekki öll eins og hún leggur sig hneyksluð á auglýsingunni. Öðru nær, séra Hjálmar Jónsson fyrrverandi dómkirkjuprestur er hrifinn, ef marka má vísu sem hann setti saman af tilefninu: Norðlenska kikkið ég klárlega finn, kunnuglegt orðbragðið mælt fram af þunga. Helvítis, bölvaður, hálfvitinn þinn, hakkaðu í þig slátur og punga. Hér að neðan er færsla frá manni sem er sannarlega ósáttur við auglýsinguna og hið sama gildir um flesta sem gera athugasemd við færsluna.
Þorrablót Þorramatur Auglýsinga- og markaðsmál Þjóðkirkjan Bóndadagur Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira