„Stundum eina réttlætið að segja opinberlega frá kynferðisofbeldinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. janúar 2022 13:30 Steinunn Gyðu-og Guðjónsdóttir segir að þegar réttarkerfið bregðist sé oft eina leið þolenda að greina opinberlega frá kynferðisbrotum líkt og Dagrún Jónsdóttir gerði í Íslandi í dag í gær. vísir/vilhelm Talskona Stígamóta segir sláandi að sjá umfjöllun um konu sem kærði tvo menn fyrir nauðgun árið 1987. Allt kerfið hafi greinilega algjörlega brugðist á þessum tíma. Það sorglega sé hins vegar að kerfið taki ennþá illa á svona málum og flest séu felld niður. Dagrún Jónsdóttir kærði tvo bændur fyrir grófar nauðganir gagnvart sér þegar hún var 14 og 15 ára árið 1987. Ríkissaksóknari vísaði málinu þá frá á grundvelli þess að rannsóknin dygði ekki til sakfellingar. Eftirlitsnefnd úrskurðaði svo málið fyrnt í desember á síðasta ári. Þannig að ekki væri ástæða til að aðhafast frekar. Leitaði 14 ára barnið á þig? Fram kom í umfjöllun um málið í Íslandi í dag í gær að öll rannsókn málsins hafi verið verulega áfátt og hafi orðið til þess að réttlætið náði aldrei fram að ganga. Til að mynda var annar þeirra kærðu sem þá var ríflega fimmtugur spurður af lögreglu hvort Dagrún 14 ára hefði einhvern tíma leitað á hann. Steinunn Gyðu-og Guðjónsdóttir segir enn þá allt of algengt að kerfið bregðist þolendum. „Kerfið okkar tók illa utan um kynferðisbrot árið 1987 og því miður tekur það enn illa á svona brotum. Meirihluti svona mála er felldur niður og komast aldrei inn í dómsal. Það sem hafi þó breyst frá árið 1987 sé að barnaníð fyrnist ekki að lögum í dag. „Í dag fyrnast ekki brot gegn börnum en reglurnar voru þannig á þessum tíma þ.e. barnaníð fyrntist líklega eftir 13 ára aldur þarna en í dag gilda reglurnar til 18 ára aldurs,“ segir Steinunn. Steinunn segir að oft sé eina leið þolenda að skila skömminni og glæpnum með opinberri umfjöllun. „Það er mjög stórt skref og stíga fram og skila skömminni og segja frá því sem gerðist og stundum eina réttlætið að segja opinberlega frá kynferðisofbeldinu,“ segir hún. Mikill sársauki að fara með mál gegnum kerfið Hún segir að jafnvel þó gerendur séu sakfelldir standi þolendur oft eftir með mikinn sársauka vegna meðferðar slíkra mála í réttarkerfinu. „Okkur finnst algengt að þær konur sem gera tilraun til að leita réttar síns í réttarkerfinu upplifi ekki mikið réttlæti í því ferli. Jafnvel konur sem hafa fengið geranda sakfelldan í héraðsdómi og Landsrétti. Bara vegna þess hvernig meðferðin er gegnum kerfið,“ segir Steinunn. Hún segir kynferðisbrot venjulega skilja eftir gríðarlegs sár. Til að mynda hafi um fjórðungur þeirra sem hafa leitað til Stígamóta vegna slíkra brota einhvern tíma reynt að svipta sig lífi. Það sé þó aldrei of seint að leita sér hjálpar til að styrkja sig og byggja upp. „Það er alltaf hægt að leita sér hjálpar og tilgangurinn er að bæta lífsgæði sín en þau verða kannski ekki þau sömu og þau voru áður því kynferðisbrot hafa venjulega svo gríðarleg áhrif á þolendur,“ segir Steinunn. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Lögreglan MeToo Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Dagrún Jónsdóttir kærði tvo bændur fyrir grófar nauðganir gagnvart sér þegar hún var 14 og 15 ára árið 1987. Ríkissaksóknari vísaði málinu þá frá á grundvelli þess að rannsóknin dygði ekki til sakfellingar. Eftirlitsnefnd úrskurðaði svo málið fyrnt í desember á síðasta ári. Þannig að ekki væri ástæða til að aðhafast frekar. Leitaði 14 ára barnið á þig? Fram kom í umfjöllun um málið í Íslandi í dag í gær að öll rannsókn málsins hafi verið verulega áfátt og hafi orðið til þess að réttlætið náði aldrei fram að ganga. Til að mynda var annar þeirra kærðu sem þá var ríflega fimmtugur spurður af lögreglu hvort Dagrún 14 ára hefði einhvern tíma leitað á hann. Steinunn Gyðu-og Guðjónsdóttir segir enn þá allt of algengt að kerfið bregðist þolendum. „Kerfið okkar tók illa utan um kynferðisbrot árið 1987 og því miður tekur það enn illa á svona brotum. Meirihluti svona mála er felldur niður og komast aldrei inn í dómsal. Það sem hafi þó breyst frá árið 1987 sé að barnaníð fyrnist ekki að lögum í dag. „Í dag fyrnast ekki brot gegn börnum en reglurnar voru þannig á þessum tíma þ.e. barnaníð fyrntist líklega eftir 13 ára aldur þarna en í dag gilda reglurnar til 18 ára aldurs,“ segir Steinunn. Steinunn segir að oft sé eina leið þolenda að skila skömminni og glæpnum með opinberri umfjöllun. „Það er mjög stórt skref og stíga fram og skila skömminni og segja frá því sem gerðist og stundum eina réttlætið að segja opinberlega frá kynferðisofbeldinu,“ segir hún. Mikill sársauki að fara með mál gegnum kerfið Hún segir að jafnvel þó gerendur séu sakfelldir standi þolendur oft eftir með mikinn sársauka vegna meðferðar slíkra mála í réttarkerfinu. „Okkur finnst algengt að þær konur sem gera tilraun til að leita réttar síns í réttarkerfinu upplifi ekki mikið réttlæti í því ferli. Jafnvel konur sem hafa fengið geranda sakfelldan í héraðsdómi og Landsrétti. Bara vegna þess hvernig meðferðin er gegnum kerfið,“ segir Steinunn. Hún segir kynferðisbrot venjulega skilja eftir gríðarlegs sár. Til að mynda hafi um fjórðungur þeirra sem hafa leitað til Stígamóta vegna slíkra brota einhvern tíma reynt að svipta sig lífi. Það sé þó aldrei of seint að leita sér hjálpar til að styrkja sig og byggja upp. „Það er alltaf hægt að leita sér hjálpar og tilgangurinn er að bæta lífsgæði sín en þau verða kannski ekki þau sömu og þau voru áður því kynferðisbrot hafa venjulega svo gríðarleg áhrif á þolendur,“ segir Steinunn.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Lögreglan MeToo Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira