Giannis dró vagninn í naumum sigri | Curry tryggði sigurinn með flautukörfu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. janúar 2022 09:35 Stephen Curry reyndist hetja Golden State Warriors í nótt. Lachlan Cunningham/Getty Images NBA-deildin í körfubolta hélt áfram í nótt með ellefu leikjum. Giannis Antetokounmpo dró sína menn í Milwaukee Bucks yfir endalínuna í naumum fjögurra stiga sigri gegn Chicago Bulls, 94-90, og Steph Curry reyndist hetja Golden State Warriors er liðið lagði Houston Rockets 105-103. Leikurinn var jafn allt frá fyrstu mínútu og lítið sem ekkert gat skilið liðin að. Liðin skiptust alls 16 sinnum á að hafa forystuna og 15 sinnum var jafnt í leiknum. Milwaukee leiddi með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta, en munurinn var aðeins eitt stig þegar flautað var til hálfleiks. Sömu sögu er að segja af síðari hálfleik, en þegar komið var að lokaleikhlutanum leiddu Chicago-menn með einu stigi. Það voru þó liðsmenn Milwaukee sem reyndust sterkari á lokakaflanum. Tæpara gat það þó varla verið, en eins og áður sagði vann liðið með fjórum stigum, 94-90. Giannis Antetokounmpo var atkvæðamestur í liði Milwaukee með 30 stig, 12 fráköst og þrjár stoðsendingar. DeMar DeRozan var stigahæstur í liði Chicago með 35 stig. The @Bucks got the win at home, as Giannis and DeMar DeRozan battled it out for all 4 quarters!DeMar DeRozan: 35 PTS, 6 REBGiannis Antetokounmpo: 30 PTS, 12 REB, 2 BLK pic.twitter.com/JEp7SA4mu8— NBA (@NBA) January 22, 2022 Ekki var dramatíkin minni í leik Golden State Warriors og Houston Rockets. Gestirnir frá Houston byrjuðu leikinn betur og fóru með ellefu stiga forskot inn í hálfleikinn. Stríðsmennirnir mættu tilbúnir til leiks í síðari hálfleik og jöfnuðu metin áður en komið var að lokaleikhlutanum þar sem jafnt var á öllum tölum fram á síðustu stundu. Golden State jafnaði metin í 103-103 þegar tæplega ein og hálf mínúta var til leiksloka, en bæði lið klikkuðu á hverju skotinu á fætur öðru eftir það. Það er alveg þangað til að rétt rúm ein sekúnda var eftir á klukkunni. Þá keyrði Steph Curry á Kevin Porter, tók eitt skref til baka og setti niður tvö stig til að tryggja sigurinn í þann mund sem lokaflautið gall. 🚨 STEPHEN CURRY CALLS GAME 🚨His #TissotBuzzerBeater lifts the @warriors! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/SCzYCYnKsj— NBA (@NBA) January 22, 2022 Öll úrslit næturinnar Oklahoma City Thunder 98-121 Charlotte Hornets Los Angeles Lakers 116-105 Orlando Magic Los Angeles Clippers 102-101 Philadelphia 76ers Miami Heat 108-110 Atlanta Hawks Portland Trailblazers 109-105 Boston Celtics Toronto Raptors 109-105 Washington Wizards Chicago Bulls 90-94 Milwaukee Bucks Brooklyn Nets 117-102 San Antonio Spurs Memphis Grizzlies 122-118 Denver Nuggets Detroit Pistons 101-111 Utah Jazz Houston Rockets 103-105 Golden State Warriors NBA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira
Leikurinn var jafn allt frá fyrstu mínútu og lítið sem ekkert gat skilið liðin að. Liðin skiptust alls 16 sinnum á að hafa forystuna og 15 sinnum var jafnt í leiknum. Milwaukee leiddi með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta, en munurinn var aðeins eitt stig þegar flautað var til hálfleiks. Sömu sögu er að segja af síðari hálfleik, en þegar komið var að lokaleikhlutanum leiddu Chicago-menn með einu stigi. Það voru þó liðsmenn Milwaukee sem reyndust sterkari á lokakaflanum. Tæpara gat það þó varla verið, en eins og áður sagði vann liðið með fjórum stigum, 94-90. Giannis Antetokounmpo var atkvæðamestur í liði Milwaukee með 30 stig, 12 fráköst og þrjár stoðsendingar. DeMar DeRozan var stigahæstur í liði Chicago með 35 stig. The @Bucks got the win at home, as Giannis and DeMar DeRozan battled it out for all 4 quarters!DeMar DeRozan: 35 PTS, 6 REBGiannis Antetokounmpo: 30 PTS, 12 REB, 2 BLK pic.twitter.com/JEp7SA4mu8— NBA (@NBA) January 22, 2022 Ekki var dramatíkin minni í leik Golden State Warriors og Houston Rockets. Gestirnir frá Houston byrjuðu leikinn betur og fóru með ellefu stiga forskot inn í hálfleikinn. Stríðsmennirnir mættu tilbúnir til leiks í síðari hálfleik og jöfnuðu metin áður en komið var að lokaleikhlutanum þar sem jafnt var á öllum tölum fram á síðustu stundu. Golden State jafnaði metin í 103-103 þegar tæplega ein og hálf mínúta var til leiksloka, en bæði lið klikkuðu á hverju skotinu á fætur öðru eftir það. Það er alveg þangað til að rétt rúm ein sekúnda var eftir á klukkunni. Þá keyrði Steph Curry á Kevin Porter, tók eitt skref til baka og setti niður tvö stig til að tryggja sigurinn í þann mund sem lokaflautið gall. 🚨 STEPHEN CURRY CALLS GAME 🚨His #TissotBuzzerBeater lifts the @warriors! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/SCzYCYnKsj— NBA (@NBA) January 22, 2022 Öll úrslit næturinnar Oklahoma City Thunder 98-121 Charlotte Hornets Los Angeles Lakers 116-105 Orlando Magic Los Angeles Clippers 102-101 Philadelphia 76ers Miami Heat 108-110 Atlanta Hawks Portland Trailblazers 109-105 Boston Celtics Toronto Raptors 109-105 Washington Wizards Chicago Bulls 90-94 Milwaukee Bucks Brooklyn Nets 117-102 San Antonio Spurs Memphis Grizzlies 122-118 Denver Nuggets Detroit Pistons 101-111 Utah Jazz Houston Rockets 103-105 Golden State Warriors
Oklahoma City Thunder 98-121 Charlotte Hornets Los Angeles Lakers 116-105 Orlando Magic Los Angeles Clippers 102-101 Philadelphia 76ers Miami Heat 108-110 Atlanta Hawks Portland Trailblazers 109-105 Boston Celtics Toronto Raptors 109-105 Washington Wizards Chicago Bulls 90-94 Milwaukee Bucks Brooklyn Nets 117-102 San Antonio Spurs Memphis Grizzlies 122-118 Denver Nuggets Detroit Pistons 101-111 Utah Jazz Houston Rockets 103-105 Golden State Warriors
NBA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira