Ánægðir með Elvar: „Hann kemur mér svo á óvart, þessi drengur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2022 13:10 Elvar Ásgeirsson fagnar einu fjögurra marka sinna gegn Króatíu. getty/Sanjin Strukic Þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson voru ánægðir með frammistöðu Elvars Ásgeirssonar í leiknum gegn Króatíu í gær. Þegar staðan var 15-20, Króötum í vil, hrökk Elvar í gang og átti stóran þátt í því að Íslendingar skoruðu sjö mörk gegn einu og náðu forystunni, 22-21. Króatía skoraði svo síðustu tvö mörk leiksins og vann nauman sigur, 22-23. Ásgeir Örn og Róbert mærðu Elvar fyrir frammistöðu hans í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. „Við verðum að hrósa Elvari fyrir síðasta korterið. Hann var virkilega öflugur og hóf endurkomuna. Hann fór allt í einu að keyra, tók eitt hraðaupphlaupsmark og skoraði svo með gólfskoti. Það kom kraftur með honum. Ég held að hann hafi líka drifið Orra [Frey Þorkelsson] með sér,“ sagði Ásgeir Örn. „Það kom mikill kraftur vinstra megin á vellinum sem við þurftum á að halda. Þetta var frábær tímasetning og hann fær stóran plús fyrir það.“ Elvar sat uppi í stúku í öllum þremur leikjunum í riðlakeppninni en eftir að lykilmenn fóru að smitast af kórónuveirunni, einn af öðrum, var Mosfellingnum hent í djúpu laugina. Fyrir EM hafði hann ekki spilað fyrir íslenska landsliðið en það er ekki að sjá á frammistöðu hans á mótinu. „Þetta er þriðji landsleikurinn hans og hann er búinn að byrja þá alla. Þetta er bara einsdæmi. Hann átti líka stórkostlega línusendingu á Elliða í byrjun leiks. Hann kemur mér svo á óvart, þessi drengur. Hann er með gegnumbrot, sendingar og getur stokkið upp. Hann er með þetta allt saman,“ sagði Róbert. Elvar, sem leikur með Nancy í frönsku úrvalsdeildinni, skoraði fjögur mörk í leiknum í gær og gaf fjórar stoðsendingar. Hlusta má á EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Þegar staðan var 15-20, Króötum í vil, hrökk Elvar í gang og átti stóran þátt í því að Íslendingar skoruðu sjö mörk gegn einu og náðu forystunni, 22-21. Króatía skoraði svo síðustu tvö mörk leiksins og vann nauman sigur, 22-23. Ásgeir Örn og Róbert mærðu Elvar fyrir frammistöðu hans í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. „Við verðum að hrósa Elvari fyrir síðasta korterið. Hann var virkilega öflugur og hóf endurkomuna. Hann fór allt í einu að keyra, tók eitt hraðaupphlaupsmark og skoraði svo með gólfskoti. Það kom kraftur með honum. Ég held að hann hafi líka drifið Orra [Frey Þorkelsson] með sér,“ sagði Ásgeir Örn. „Það kom mikill kraftur vinstra megin á vellinum sem við þurftum á að halda. Þetta var frábær tímasetning og hann fær stóran plús fyrir það.“ Elvar sat uppi í stúku í öllum þremur leikjunum í riðlakeppninni en eftir að lykilmenn fóru að smitast af kórónuveirunni, einn af öðrum, var Mosfellingnum hent í djúpu laugina. Fyrir EM hafði hann ekki spilað fyrir íslenska landsliðið en það er ekki að sjá á frammistöðu hans á mótinu. „Þetta er þriðji landsleikurinn hans og hann er búinn að byrja þá alla. Þetta er bara einsdæmi. Hann átti líka stórkostlega línusendingu á Elliða í byrjun leiks. Hann kemur mér svo á óvart, þessi drengur. Hann er með gegnumbrot, sendingar og getur stokkið upp. Hann er með þetta allt saman,“ sagði Róbert. Elvar, sem leikur með Nancy í frönsku úrvalsdeildinni, skoraði fjögur mörk í leiknum í gær og gaf fjórar stoðsendingar. Hlusta má á EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira