Reynslumiklu flugfreyjurnar lögðu Icelandair Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2022 16:23 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir er formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir/Vilhelm Icelandair bar að fara eftir starfsaldri þegar félagið afturkallaði uppsagnir flugfreyja og flugþjóna rúmum þremur mánuðum eftir að fólkinu hafði verið sagt upp í apríl 2020. Þetta er niðurstaða Félagsdóms sem kvað upp dóm sinn í dag. Icelandair braut þannig á 69 starfsmönnum þegar þeim var sagt upp störfum 27. apríl 2020 og afturkallaði uppsögnina 27. til 31. júlí sama ár og setti starfsfólkinu afarkosti. Um var að ræða flugfreyjur með lengstan starfsaldur, sumar meira en þrjátíu ára reynslu. Icelandair þarf að greiða 800 þúsund til Alþýðusambands Íslands sem sótti málið fyrir hönd Flugfreyjufélags Íslands. 897 sagt upp Alþýðusamband Íslands höfðaði málið og krafðist að viðurkennt yrði fyrir dómi að Icelandair hefði borið að fara eftir starfsaldri þegar félagið afturkallaði uppsagnir flugfreyja og flugþjóna fyrrnefnda daga. Í apríl 2020 voru tæplega eitt þúsund flugfreyjur og -þjónar starfandi hjá Icelandair. Voru þau öll félagsmenn í Flugfreyjufélaginu. Vegna heimsfaraldurs Covid-19 á fyrstu mánuðum ársins 2020 og aðgerða stjórnvalda til að hefta útbreiðsluna dróst rekstur Icelandair verulega saman. Það var hinn 27. apríl sem Icelandair greip til hópuppsagnar og sagði upp 897 flugfreyjum og -þjónum frá og með 1. maí 2020 með samningsbundnum uppsagnarfresti. Fram kom í tilkynningu um starfslok að áunnið og ógreitt orlof yrði greitt með lokagreiðslu og að starfsmaður héldi áunnum afsláttarmiðafríðindum á uppsagnarfresti. Boð barst í tölvupósti Hinn 25. júní 2020 var kjarasamningur Flugfreyjufélagsins og Icelandair undirritaður. Í atkvæðagreiðslu þann 8. júlí var hann svo felldur. Tilkynnti Icelandair þann 17. júlí 2020 að félagið þyrfti að segja upp öllum flugfreyjum og flugþjónum sem enn störfuðu þar. Tekið var fram að formlegri vinnuskyldu lyki að morgni 20. júlí óháð uppsagnarfresti. Með tölvupósti sem sendur var samdægurs tilkynnti Icelandair að uppsagnir sem hefðu verið kynntar tveimur dögum áður væru dregnar til baka og að vinnuskylda gilti áfram óbreytt. Með tölvupósti Icelandair þann 27. júlí 2020 var kynnt að áhafnaþörf vegna ágúst og september gerði félaginu kleift að endurráða hluta starfsfólks og væri gert ráð fyrir tvö hundruð manns við störf þessa mánuði. Fram kom að boðið bærist með tölvupósti. Samdægurs barst tölvupóstur þar sem tilteknum flugfreyjum - og þjónum var boðið áframhaldandi starf hjá Icelandair frá og með 1. ágúst. Tekið var fram að staðan sem viðkomandi hlyti ráðningu í myndi ráðast af þeim fjölda sem myndi þiggja endurráðningu og starfshlutfall þeirra. Þá sagði: „Vinsamlegast staðfestu hvort þú þiggir eða afþakkir starfið með því að svara þessum pósti fyrir kl. 12:00 þriðjudaginn 28. júlí. Þiggir þú starfið munt þú fá senda staðfestingu um stöðu og starfshlutfall fyrir lok mánaðar til rafrænnar undirritunar.“ Þá kom fram að í ljósi sérstakra aðstæðna yrði hægt að óska eftir því að taka sumarorlof í ágúst, fresta úthlutun til vetrar eða fá orlof greitt út. Þeim sem óskuðu ekki eftir því yrði úthlutað sumarorlof í september. Gert var ráð fyrir að viðtakendur svöruðu könnun vegna óskar um orlof sem fylgdi í hlekk í póstinum. Starfsaldur hafi ekki að öllu ráðið för Hinn 29. júlí mun þeim flugfreyjum og -þjónum sem óskuðu eftir að starfa áfram hafa borist skjal titlað „Samkomulag um endurráðningu“. Þar var vísað til tölvupósts frá 27. júlí og tekið fram að viðkomandi væri boðið starf flugfreyju/flugþjóns hjá félaginu frá 1. ágúst 2020. Skjalið var undirritað af flugrekstrarstjóra stefnda. Af hálfu Flugfreyjufélagsins var kannað hvaða starfsmönnum, sem sagt var upp með hópuppsögninni 27. apríl 2020, hefði verið boðið að halda áfram störfum hjá Icelandair. Kom þá í ljós að starfsaldur hafði ekki að öllu leyti ráðið för og taldi stéttarfélagið að gengið hefði verið fram hjá tæplega sjötíu starfsmönnum að virtum starfsaldri. Icelandair vísaði til þess að litið hefði verið til sjónarmiða sem tengdust frammistöðu auk starfsaldurs. Þá lagði Icelandair áherslu á að um endurráðningu hefði verið að ræða og félaginu heimilt að ákveða með hvaða hætti skyldi skipað í störfin. Skylt að virða ákvæði um starfsaldur Félagsdómur lagði til grundvallar, við mat á niðurstöðu sinni, að Icelandair hefði boðið hluta flugfreyjanna sem hafði áður verið sagt upp með hópuppsögninni að halda áfram störfum áður en þriggja mánaða uppsagnarfrestur var á enda. Segir í dómnum að ástæða þessa muni hafa verið að Icelandair taldi sig þurfa á vinnuframlagi þeirra að halda og að kjarasamningur hefði náðst. Þar sem starfsmönnunum hefði verið sagt upp með bindandi hætti hefði félagið ekki getað afturkallað uppsögnina nema með samþykki starfsfólksins. Því yrði að líta svo á að með tölvupóstinum 27. júlí 2020 hefði Icelandair kallað eftir slíku samþykki enda hefði starfsmönnum þá verið boðið að halda áfram störfum fyrir félagið og veittur frestur til að þiggja boðið. Að mati félagsdóms er ekki unnt að fallast á þann málatilbúnað Icelandair að um endurráðningu óháð fyrri uppsögn hafi verið að ræða, enda var uppsagnarfrestur ekki liðinn og ráðningarsamband enn við lýði. Var því ekki fallist á að Icelandair hafi verið frjálst að ákveða í nafni stjórnunarréttar síns hvaða starfsmenn skyldu endurráðnir. Þvert á móti telur Félagsdómur að um hafi verið að ræða afturköllun hópuppsagnar að hluta, á grunni breyttra forsendna fyrir uppsögninni, og að við þessar aðstæður hafi Icelandair verið skylt að virða ákvæði í kjarasamningi og fara eftir starfsaldri. Var því fallist á kröfu Flugfreyjufélagsins. Ljóst að Icelandair þurfi að bregðast við Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður sem gætti hagsmuna Flugfreyjufélagsins, segir að nú liggi endanlega fyrir að Icelandair hafi brotið gegn kjarasamningsbundnum rétti flugfreyja þegar félagið ákvað að ganga framhjá tilteknum starfsmönnum við val á því hverjir myndu halda starfi sínu. Félaginu hafi borið að fara eftir starfsaldri og engu öðru. „Nú þarf að meta næstu skref en ljóst er að Icelandair þarf að bregðast við með því að bæta flugfreyjunum þetta upp. Ég geri ráð fyrir að viðræður um það taki nú við.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Icelandair Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Þetta er niðurstaða Félagsdóms sem kvað upp dóm sinn í dag. Icelandair braut þannig á 69 starfsmönnum þegar þeim var sagt upp störfum 27. apríl 2020 og afturkallaði uppsögnina 27. til 31. júlí sama ár og setti starfsfólkinu afarkosti. Um var að ræða flugfreyjur með lengstan starfsaldur, sumar meira en þrjátíu ára reynslu. Icelandair þarf að greiða 800 þúsund til Alþýðusambands Íslands sem sótti málið fyrir hönd Flugfreyjufélags Íslands. 897 sagt upp Alþýðusamband Íslands höfðaði málið og krafðist að viðurkennt yrði fyrir dómi að Icelandair hefði borið að fara eftir starfsaldri þegar félagið afturkallaði uppsagnir flugfreyja og flugþjóna fyrrnefnda daga. Í apríl 2020 voru tæplega eitt þúsund flugfreyjur og -þjónar starfandi hjá Icelandair. Voru þau öll félagsmenn í Flugfreyjufélaginu. Vegna heimsfaraldurs Covid-19 á fyrstu mánuðum ársins 2020 og aðgerða stjórnvalda til að hefta útbreiðsluna dróst rekstur Icelandair verulega saman. Það var hinn 27. apríl sem Icelandair greip til hópuppsagnar og sagði upp 897 flugfreyjum og -þjónum frá og með 1. maí 2020 með samningsbundnum uppsagnarfresti. Fram kom í tilkynningu um starfslok að áunnið og ógreitt orlof yrði greitt með lokagreiðslu og að starfsmaður héldi áunnum afsláttarmiðafríðindum á uppsagnarfresti. Boð barst í tölvupósti Hinn 25. júní 2020 var kjarasamningur Flugfreyjufélagsins og Icelandair undirritaður. Í atkvæðagreiðslu þann 8. júlí var hann svo felldur. Tilkynnti Icelandair þann 17. júlí 2020 að félagið þyrfti að segja upp öllum flugfreyjum og flugþjónum sem enn störfuðu þar. Tekið var fram að formlegri vinnuskyldu lyki að morgni 20. júlí óháð uppsagnarfresti. Með tölvupósti sem sendur var samdægurs tilkynnti Icelandair að uppsagnir sem hefðu verið kynntar tveimur dögum áður væru dregnar til baka og að vinnuskylda gilti áfram óbreytt. Með tölvupósti Icelandair þann 27. júlí 2020 var kynnt að áhafnaþörf vegna ágúst og september gerði félaginu kleift að endurráða hluta starfsfólks og væri gert ráð fyrir tvö hundruð manns við störf þessa mánuði. Fram kom að boðið bærist með tölvupósti. Samdægurs barst tölvupóstur þar sem tilteknum flugfreyjum - og þjónum var boðið áframhaldandi starf hjá Icelandair frá og með 1. ágúst. Tekið var fram að staðan sem viðkomandi hlyti ráðningu í myndi ráðast af þeim fjölda sem myndi þiggja endurráðningu og starfshlutfall þeirra. Þá sagði: „Vinsamlegast staðfestu hvort þú þiggir eða afþakkir starfið með því að svara þessum pósti fyrir kl. 12:00 þriðjudaginn 28. júlí. Þiggir þú starfið munt þú fá senda staðfestingu um stöðu og starfshlutfall fyrir lok mánaðar til rafrænnar undirritunar.“ Þá kom fram að í ljósi sérstakra aðstæðna yrði hægt að óska eftir því að taka sumarorlof í ágúst, fresta úthlutun til vetrar eða fá orlof greitt út. Þeim sem óskuðu ekki eftir því yrði úthlutað sumarorlof í september. Gert var ráð fyrir að viðtakendur svöruðu könnun vegna óskar um orlof sem fylgdi í hlekk í póstinum. Starfsaldur hafi ekki að öllu ráðið för Hinn 29. júlí mun þeim flugfreyjum og -þjónum sem óskuðu eftir að starfa áfram hafa borist skjal titlað „Samkomulag um endurráðningu“. Þar var vísað til tölvupósts frá 27. júlí og tekið fram að viðkomandi væri boðið starf flugfreyju/flugþjóns hjá félaginu frá 1. ágúst 2020. Skjalið var undirritað af flugrekstrarstjóra stefnda. Af hálfu Flugfreyjufélagsins var kannað hvaða starfsmönnum, sem sagt var upp með hópuppsögninni 27. apríl 2020, hefði verið boðið að halda áfram störfum hjá Icelandair. Kom þá í ljós að starfsaldur hafði ekki að öllu leyti ráðið för og taldi stéttarfélagið að gengið hefði verið fram hjá tæplega sjötíu starfsmönnum að virtum starfsaldri. Icelandair vísaði til þess að litið hefði verið til sjónarmiða sem tengdust frammistöðu auk starfsaldurs. Þá lagði Icelandair áherslu á að um endurráðningu hefði verið að ræða og félaginu heimilt að ákveða með hvaða hætti skyldi skipað í störfin. Skylt að virða ákvæði um starfsaldur Félagsdómur lagði til grundvallar, við mat á niðurstöðu sinni, að Icelandair hefði boðið hluta flugfreyjanna sem hafði áður verið sagt upp með hópuppsögninni að halda áfram störfum áður en þriggja mánaða uppsagnarfrestur var á enda. Segir í dómnum að ástæða þessa muni hafa verið að Icelandair taldi sig þurfa á vinnuframlagi þeirra að halda og að kjarasamningur hefði náðst. Þar sem starfsmönnunum hefði verið sagt upp með bindandi hætti hefði félagið ekki getað afturkallað uppsögnina nema með samþykki starfsfólksins. Því yrði að líta svo á að með tölvupóstinum 27. júlí 2020 hefði Icelandair kallað eftir slíku samþykki enda hefði starfsmönnum þá verið boðið að halda áfram störfum fyrir félagið og veittur frestur til að þiggja boðið. Að mati félagsdóms er ekki unnt að fallast á þann málatilbúnað Icelandair að um endurráðningu óháð fyrri uppsögn hafi verið að ræða, enda var uppsagnarfrestur ekki liðinn og ráðningarsamband enn við lýði. Var því ekki fallist á að Icelandair hafi verið frjálst að ákveða í nafni stjórnunarréttar síns hvaða starfsmenn skyldu endurráðnir. Þvert á móti telur Félagsdómur að um hafi verið að ræða afturköllun hópuppsagnar að hluta, á grunni breyttra forsendna fyrir uppsögninni, og að við þessar aðstæður hafi Icelandair verið skylt að virða ákvæði í kjarasamningi og fara eftir starfsaldri. Var því fallist á kröfu Flugfreyjufélagsins. Ljóst að Icelandair þurfi að bregðast við Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður sem gætti hagsmuna Flugfreyjufélagsins, segir að nú liggi endanlega fyrir að Icelandair hafi brotið gegn kjarasamningsbundnum rétti flugfreyja þegar félagið ákvað að ganga framhjá tilteknum starfsmönnum við val á því hverjir myndu halda starfi sínu. Félaginu hafi borið að fara eftir starfsaldri og engu öðru. „Nú þarf að meta næstu skref en ljóst er að Icelandair þarf að bregðast við með því að bæta flugfreyjunum þetta upp. Ég geri ráð fyrir að viðræður um það taki nú við.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Icelandair Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira