Aðeins þrjár vikur á milli bólusetninga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. janúar 2022 16:01 Bólusetningar barna fara fram í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm Aðeins þrjár vikur verða látnar líða á milli fyrri og seinni bólusetningar hjá börnum á aldrinum 5 til 11 ára gegn kórónuveirunnar vegna mikillar útbreiðslu veirunnar. Seinni bólusetning grunnskólabarna á höfuðborgarsvæðinu hefst eftir helgina. Börn á aldrinum 5 til 11 ára voru boðuð í fyrri bólusetningu gegn veirunni fyrr í janúar. Þátttakan þótti ágæt en 46% þeirra barna sem voru boðuð mættu. „Hún var bara nokkuð góð. Það var alveg upp í 60% í efsta aldurshópnum og svo fór þetta aðeins dalandi niður eftir því sem börnin voru yngri en bara nokkuð góð og miðað við svona ástandið á sýkingum hvað eru margir í sóttkví og margir í einangrun þá er hún bara nokkuð góð og svo er svo sem viðbúið, það hafa mjög margir fengið sýkingu síðan, þannig það er viðbúið að það verði kannski aðeins minni þátttaka núna í númer tvö,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins þrjár vikur munu líða á milli fyrri og seinni bólusetningar hjá börnunum. „Það er yfirleitt farið eftir ástandinu á veirusýkingu hverju sinni hvað er látinn líða langur tími á milli og þegar það er svona mikil sýking í gangi þá er talið æskilegra að það sé styttra á milli.“ Ragnheiður Ósk segir lítið hafa verið um að börn hafi fengið aukaverkanir eftir fyrri bólusetninguna. Þá telur hún ekki að neikvæð umræða um bólusetningu barna komi til með að hafa mikil áhrif á mætinguna í bólusetninguna. „Ég efast um það. Annað hvort fólk bara tekur þessa ákvörðun, foreldrar taka þessa ákvörðun, og svo sem örugglega hlusta á allskonar rök bæði með eða á móti og gera svo bara upp hug sinn. Þannig að við treystum bara foreldrum til þess. Það verður hver og einn að taka ákvörðun fyrir sig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku. 25. janúar 2022 10:39 Miklar breytingar á sóttkví Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á sóttkví hér á landi. Frá og með miðnætti mun fólk sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát. 25. janúar 2022 12:17 Bólusetningar barna 5 til 11 ára hefjast í Laugardalshöll Bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára hefjast í dag. Á höfuðborgarsvæðinu fara þær fram í Laugardalshöll, á milli klukkan 12 og 18. Börn mæta með fylgdarmanni, sem er með barninu allan tímann og bíður með því eftir bólusetningu. 10. janúar 2022 06:29 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Börn á aldrinum 5 til 11 ára voru boðuð í fyrri bólusetningu gegn veirunni fyrr í janúar. Þátttakan þótti ágæt en 46% þeirra barna sem voru boðuð mættu. „Hún var bara nokkuð góð. Það var alveg upp í 60% í efsta aldurshópnum og svo fór þetta aðeins dalandi niður eftir því sem börnin voru yngri en bara nokkuð góð og miðað við svona ástandið á sýkingum hvað eru margir í sóttkví og margir í einangrun þá er hún bara nokkuð góð og svo er svo sem viðbúið, það hafa mjög margir fengið sýkingu síðan, þannig það er viðbúið að það verði kannski aðeins minni þátttaka núna í númer tvö,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins þrjár vikur munu líða á milli fyrri og seinni bólusetningar hjá börnunum. „Það er yfirleitt farið eftir ástandinu á veirusýkingu hverju sinni hvað er látinn líða langur tími á milli og þegar það er svona mikil sýking í gangi þá er talið æskilegra að það sé styttra á milli.“ Ragnheiður Ósk segir lítið hafa verið um að börn hafi fengið aukaverkanir eftir fyrri bólusetninguna. Þá telur hún ekki að neikvæð umræða um bólusetningu barna komi til með að hafa mikil áhrif á mætinguna í bólusetninguna. „Ég efast um það. Annað hvort fólk bara tekur þessa ákvörðun, foreldrar taka þessa ákvörðun, og svo sem örugglega hlusta á allskonar rök bæði með eða á móti og gera svo bara upp hug sinn. Þannig að við treystum bara foreldrum til þess. Það verður hver og einn að taka ákvörðun fyrir sig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku. 25. janúar 2022 10:39 Miklar breytingar á sóttkví Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á sóttkví hér á landi. Frá og með miðnætti mun fólk sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát. 25. janúar 2022 12:17 Bólusetningar barna 5 til 11 ára hefjast í Laugardalshöll Bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára hefjast í dag. Á höfuðborgarsvæðinu fara þær fram í Laugardalshöll, á milli klukkan 12 og 18. Börn mæta með fylgdarmanni, sem er með barninu allan tímann og bíður með því eftir bólusetningu. 10. janúar 2022 06:29 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku. 25. janúar 2022 10:39
Miklar breytingar á sóttkví Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á sóttkví hér á landi. Frá og með miðnætti mun fólk sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát. 25. janúar 2022 12:17
Bólusetningar barna 5 til 11 ára hefjast í Laugardalshöll Bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára hefjast í dag. Á höfuðborgarsvæðinu fara þær fram í Laugardalshöll, á milli klukkan 12 og 18. Börn mæta með fylgdarmanni, sem er með barninu allan tímann og bíður með því eftir bólusetningu. 10. janúar 2022 06:29