Viðtengingarháttur í útrýmingarhættu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. janúar 2022 09:02 Sigríður Sigurjónsdóttir er prófessor í málfræði við Háskóla Íslands. Viðtengingarháttur er á gríðarlegu undanhaldi í íslensku og gæti hreinlega verið horfinn úr íslensku á þessari öld. Svo virðist sem lestur og áhorf barna á enskt efni hafi hraðað þessari þróun. Þetta er ein af fjölmörgum niðurstöðum einnar stærstu íslensku málfræðirannsóknar síðustu ára sem hlaut öndvegisstyrk árið 2016. Það voru þau Sigríður Sigurjónsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson málfræðiprófessorar sem stýrðu rannsókninni. Þar var lögð aðaláhersla á að kanna áhrif stafrænnar ensku á móðurmálið. Þar var stór hópur barna meðal annars beðinn um að velja milli ýmissa afbrigða setninga eftir því hver þeim þætti eðlilegust. Hér er eitt dæmi: Það er grillveisla hjá Siggu um helgina. Ég vona að Jón verði þar. Það er grillveisla hjá Siggu um helgina. Ég vona að Jón verður þar. Og furðulega mörg börn völdu þar setningu 2, þar sem sögnin verða er í framsöguhætti en ekki í viðtengingarhætti eins og eðlilegt væri. Hver klukkustund skiptir máli „Við fáum þá niðurstöðu að mikil stafræn enska í málumhverfi þriggja til tólf ára íslenskra barna tengist tölfræðilega óhefðbundinni notkun á viðtengingarhætti í íslensku,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir prófessor í málfræði við Háskóla Íslands. Þannig sé mjög beint samband á milli þess að lesa og horfa mikið á enskt efni, til dæmis sjónvarpsefnis og tölvuleikja, og þess að vera ekki með hefðbundnar reglur um viðtengingarhátt á hreinu. Raunar sýnir rannsóknin fram á að fyrir hvern klukkutíma sem barn eyðir með ensku efni á dag verður það um 6 til 11 prósent líklegra til að hafa vond tök á viðtengingarhættinum. Það hefur verið vitað um skeið að viðtengingarhátturinn sé á dálitlu undanhaldi í málinu. Það er þróun sem var hafin fyrir stafræna innrás enskunnar inn í daglegt líf Íslendinga en þessar niðurstöður sýna nú að enskan virðist hafa flýtt þeirri þróun. Sigríður veltir upp mögulegri ástæðu fyrir þessu. „Viðtengingarháttur er tiltölulega sjaldgæfur í íslensku þannig að börnin sem eru mikið í stafrænum heimi fá þá kannski bara ekki nógu mikið máláreiti til að ná valdi á hefðbundinni notkun viðtengingarháttar í íslensku,“ segir hún. Erum flest íhaldssöm þegar kemur að tungumálinu Þannig sé ekki galið að hugsa sér að viðtengingarhátturinn sé hreinlega að deyja út og geti verið horfinn úr málinu eftir einhverja áratugi. Sú þróun hefur þegar átt sér stað í mörgum tungumálum sem eru náskyld íslenskunni, til dæmis í færeysku. Viðtengingarhátturinn er þá lítið sem ekkert notaður í ensku og er þar ekki til sem virk regla í málinu þó hægt sé að nota hann undir vissum kringumstæðum. En er þetta endilega svo slæm þróun? „Ég veit það ekki. Auðvitað erum við alltaf íhaldssöm er það ekki og viljum að málið breytist ekki. Við viljum halda málinu eins og það var þegar við tókum það á barnsaldri. En nei, nei, auðvitað getum við áfram talað íslensku þó að viðtengingarhátturinn fari. En auðvitað verður eftirsjá af honum. Ég hef alltaf haldið mikið upp á hann,“ segir Sigríður. Íslensk fræði Háskólar Íslenska á tækniöld Börn og uppeldi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Sjá meira
Þetta er ein af fjölmörgum niðurstöðum einnar stærstu íslensku málfræðirannsóknar síðustu ára sem hlaut öndvegisstyrk árið 2016. Það voru þau Sigríður Sigurjónsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson málfræðiprófessorar sem stýrðu rannsókninni. Þar var lögð aðaláhersla á að kanna áhrif stafrænnar ensku á móðurmálið. Þar var stór hópur barna meðal annars beðinn um að velja milli ýmissa afbrigða setninga eftir því hver þeim þætti eðlilegust. Hér er eitt dæmi: Það er grillveisla hjá Siggu um helgina. Ég vona að Jón verði þar. Það er grillveisla hjá Siggu um helgina. Ég vona að Jón verður þar. Og furðulega mörg börn völdu þar setningu 2, þar sem sögnin verða er í framsöguhætti en ekki í viðtengingarhætti eins og eðlilegt væri. Hver klukkustund skiptir máli „Við fáum þá niðurstöðu að mikil stafræn enska í málumhverfi þriggja til tólf ára íslenskra barna tengist tölfræðilega óhefðbundinni notkun á viðtengingarhætti í íslensku,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir prófessor í málfræði við Háskóla Íslands. Þannig sé mjög beint samband á milli þess að lesa og horfa mikið á enskt efni, til dæmis sjónvarpsefnis og tölvuleikja, og þess að vera ekki með hefðbundnar reglur um viðtengingarhátt á hreinu. Raunar sýnir rannsóknin fram á að fyrir hvern klukkutíma sem barn eyðir með ensku efni á dag verður það um 6 til 11 prósent líklegra til að hafa vond tök á viðtengingarhættinum. Það hefur verið vitað um skeið að viðtengingarhátturinn sé á dálitlu undanhaldi í málinu. Það er þróun sem var hafin fyrir stafræna innrás enskunnar inn í daglegt líf Íslendinga en þessar niðurstöður sýna nú að enskan virðist hafa flýtt þeirri þróun. Sigríður veltir upp mögulegri ástæðu fyrir þessu. „Viðtengingarháttur er tiltölulega sjaldgæfur í íslensku þannig að börnin sem eru mikið í stafrænum heimi fá þá kannski bara ekki nógu mikið máláreiti til að ná valdi á hefðbundinni notkun viðtengingarháttar í íslensku,“ segir hún. Erum flest íhaldssöm þegar kemur að tungumálinu Þannig sé ekki galið að hugsa sér að viðtengingarhátturinn sé hreinlega að deyja út og geti verið horfinn úr málinu eftir einhverja áratugi. Sú þróun hefur þegar átt sér stað í mörgum tungumálum sem eru náskyld íslenskunni, til dæmis í færeysku. Viðtengingarhátturinn er þá lítið sem ekkert notaður í ensku og er þar ekki til sem virk regla í málinu þó hægt sé að nota hann undir vissum kringumstæðum. En er þetta endilega svo slæm þróun? „Ég veit það ekki. Auðvitað erum við alltaf íhaldssöm er það ekki og viljum að málið breytist ekki. Við viljum halda málinu eins og það var þegar við tókum það á barnsaldri. En nei, nei, auðvitað getum við áfram talað íslensku þó að viðtengingarhátturinn fari. En auðvitað verður eftirsjá af honum. Ég hef alltaf haldið mikið upp á hann,“ segir Sigríður.
Íslensk fræði Háskólar Íslenska á tækniöld Börn og uppeldi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Sjá meira