Ásdís Halla hefur á undanförnum mánuðum starfað sem verkefnisstjóri við undirbúning stofnunar hins nýja ráðuneytis, sem verður formlega til á morgun, þegar nýr forsetaúrskurður um skipan ráðuneyta tekur gildi.
Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu segir að ákvörðun um tímabundna setningu Ásdísar Höllu í embættið byggi á grundvelli laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-,iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipar Ásdísi Höllu í embættið.
Ásdís Halla hefur fjölþætta reynslu úr bæði stjórnsýslu og atvinnulífi. Hún lauk meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Harvard háskóla og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.
Hún var bæjarstjóri í Garðabæ, aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra og sat í háskólaráði HR. Síðustu ár hefur hún komið að stofnun og rekstri fyrirtækja í heilbrigðis- og velferðarþjónustu ásamt því að sinna ritstörfum.