Aubameyang og Traore kynntir hjá Barcelona og verða með í Evrópudeildinni Arnar Geir Halldórsson skrifar 2. febrúar 2022 17:46 Nær Aubameyang að finna sitt fyrra form í Katalóníu? vísir/getty Spænska stórveldið Barcelona kynnti tvo nýjustu leikmenn sína með pompi og pragt á Nývangi í dag. Þeir Pierre-Emerick Aubameyang og Adama Traore hafa fært sig um set úr ensku úrvalsdeildinni eftir að Aubameyang náði að losa sig undan samningi við Arsenal á meðan Traore kemur sem lánsmaður frá Wolverhampton Wanderers. Aubameyang gerir eins og hálfs árs samning við Barcelona en það er jafn langur tími og hann átti eftir af samningi sínum við Arsenal. Þessi 32 ára gamli framherji skoraði 92 mörk í 163 leikjum fyrir Arsenal eftir að hann var keyptur til félagsins frá Dortmund fyrir 56 milljónir punda fyrir fjórum árum síðan. NEW SIGNING! @Auba is blaugrana!— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2022 Hinn 26 ára gamli Traore er að snúa til baka á heimaslóðir en hann fór í gegnum La Masia barna- og unglingastarfið hjá Barcelona frá átta ára aldri. Sautján ára gamall lék hann sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir félagið en náði ekki að festa sig í sessi. Hann hefur leikið fyrir Aston Villa, Middlesbrough og Wolves síðan hann yfirgaf Barcelona árið 2015. Our new number 1 1 pic.twitter.com/ddjRqRbOOC— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2022 Ekki er ýkja langt síðan Xavi tók við stjórnartaumunum á Nou Camp og hann nýtti janúarmánuð til að gera miklar breytingar á sóknarlínu Börsunga því hans fyrsta verk í janúar var að sækja Ferran Torres til Manchester City. Aðeins má bæta þremur nýjum leikmönnum við leikmannahóp Barcelona í Evrópudeildinni og í dag var tilkynnt um að Aubameyang, Traore og Torres séu þeir þrír leikmenn sem þýðir að gamla brýnið Dani Alves þarf að láta sér nægja að taka þátt í spænsku deildinni auk bikarkeppna en hann kom einnig aftur til Barcelona á frjálsri sölu í janúarmánuði. The registered for the @EuropaLeague — FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2022 Spænski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fleiri fréttir Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Sjá meira
Þeir Pierre-Emerick Aubameyang og Adama Traore hafa fært sig um set úr ensku úrvalsdeildinni eftir að Aubameyang náði að losa sig undan samningi við Arsenal á meðan Traore kemur sem lánsmaður frá Wolverhampton Wanderers. Aubameyang gerir eins og hálfs árs samning við Barcelona en það er jafn langur tími og hann átti eftir af samningi sínum við Arsenal. Þessi 32 ára gamli framherji skoraði 92 mörk í 163 leikjum fyrir Arsenal eftir að hann var keyptur til félagsins frá Dortmund fyrir 56 milljónir punda fyrir fjórum árum síðan. NEW SIGNING! @Auba is blaugrana!— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2022 Hinn 26 ára gamli Traore er að snúa til baka á heimaslóðir en hann fór í gegnum La Masia barna- og unglingastarfið hjá Barcelona frá átta ára aldri. Sautján ára gamall lék hann sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir félagið en náði ekki að festa sig í sessi. Hann hefur leikið fyrir Aston Villa, Middlesbrough og Wolves síðan hann yfirgaf Barcelona árið 2015. Our new number 1 1 pic.twitter.com/ddjRqRbOOC— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2022 Ekki er ýkja langt síðan Xavi tók við stjórnartaumunum á Nou Camp og hann nýtti janúarmánuð til að gera miklar breytingar á sóknarlínu Börsunga því hans fyrsta verk í janúar var að sækja Ferran Torres til Manchester City. Aðeins má bæta þremur nýjum leikmönnum við leikmannahóp Barcelona í Evrópudeildinni og í dag var tilkynnt um að Aubameyang, Traore og Torres séu þeir þrír leikmenn sem þýðir að gamla brýnið Dani Alves þarf að láta sér nægja að taka þátt í spænsku deildinni auk bikarkeppna en hann kom einnig aftur til Barcelona á frjálsri sölu í janúarmánuði. The registered for the @EuropaLeague — FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2022
Spænski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fleiri fréttir Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Sjá meira