West Ham bjargaði sér fyrir horn gegn liði úr sjöttu deild Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. febrúar 2022 15:11 Declan Rice jafnaði metin fyrir West Ham á ögurstundu í dag. David Davies/PA Images via Getty Images Öskubuskuævintýri Kidderminster Harriers í FA-bikarnum í fótbolta er á enda eftir að liðið tapaði 2-1 gegn úrvalsdeildarliði West Ham í dag. Jarrod Bowen skoraði sigurmarkið með seinustu spyrnu leiksins í framlengingu. fyrsta mark leiksins skoraði Alex Penny eftir tæplega tuttugu mínútna leik þegar hann kom boltanum í netið eftir darraðardans í teignum. Eins og gefur að skilja varð allt vitlaust á heimavelli Kidderminster þar sem leikurinn fór fram þegar boltinn hafnaði í netinu. Gestirnir í West Ham sóttu án afláts það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en náðu ekki að jafna fyrir hlé. Sama má segja um síðari hálfleikinn. Lundúnaliðið sótti og sótti, en vörn heimamanna hélt vel. Leikmenn Kidderminster náðu að skapa hættu fyrir framan mark West ham í örfá skipti í síðari hálfleik og þá helst eftir langar aukaspyrnur af miðjum velli. Það var ekki fyrr en á fyrstu mínútu uppbótartíma að gestirnir í West Ham náðu að jafna þegar Declan Rice prjónaði sig í gegnum vörnina og kláraði færið vel fram hjá Luke Simpson í marki Kidderminster. Staðan eftir uppgefinn uppbótartíma var því 1-1 og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Enn sóttu gestirnir frá Lundúnum án afláts, en hetjuleg barátta varnarlínu Kidderminster virtist ætla að duga. Það var ekki fyrr en í uppbótartíma framlengingar að Jarrod Bowen tryggði sigurinn fyrir gestina í West Ham með seinustu spyrnu leiksins. West Ham verður því í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins, en leikmenn Kidderminster Harriers fara að eiunbeta sér að sjöttu deildinni. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Sjá meira
fyrsta mark leiksins skoraði Alex Penny eftir tæplega tuttugu mínútna leik þegar hann kom boltanum í netið eftir darraðardans í teignum. Eins og gefur að skilja varð allt vitlaust á heimavelli Kidderminster þar sem leikurinn fór fram þegar boltinn hafnaði í netinu. Gestirnir í West Ham sóttu án afláts það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en náðu ekki að jafna fyrir hlé. Sama má segja um síðari hálfleikinn. Lundúnaliðið sótti og sótti, en vörn heimamanna hélt vel. Leikmenn Kidderminster náðu að skapa hættu fyrir framan mark West ham í örfá skipti í síðari hálfleik og þá helst eftir langar aukaspyrnur af miðjum velli. Það var ekki fyrr en á fyrstu mínútu uppbótartíma að gestirnir í West Ham náðu að jafna þegar Declan Rice prjónaði sig í gegnum vörnina og kláraði færið vel fram hjá Luke Simpson í marki Kidderminster. Staðan eftir uppgefinn uppbótartíma var því 1-1 og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Enn sóttu gestirnir frá Lundúnum án afláts, en hetjuleg barátta varnarlínu Kidderminster virtist ætla að duga. Það var ekki fyrr en í uppbótartíma framlengingar að Jarrod Bowen tryggði sigurinn fyrir gestina í West Ham með seinustu spyrnu leiksins. West Ham verður því í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins, en leikmenn Kidderminster Harriers fara að eiunbeta sér að sjöttu deildinni. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Sjá meira