Tveir leikmenn og fjölmiðlafulltrúi liðsins fengu jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi og voru allir skikkaðir í einangrun á sérstöku hóteli.
Annar leikmaðurinn er markvörðurinn Jussi Olkinuora sem var fluttur með sjúkrabíl á hótelið í gær en hinn er Marko Anttila sem var í heimsmeistaraliðinu 2019. Fjölmiðlafulltrúinn Petteri Hiettanen er þar líka.
The coach of the Finnish men's ice hockey team accused China of not respecting a player's human rights on Sunday, saying that Marko Anttila was being kept in COVID-19 isolation for no reason. https://t.co/2NwGmIYB2J
— Reuters Sports (@ReutersSports) February 6, 2022
Finnska íshokkísambandið sendi frá sér harðorða fréttatilkynningu þar sem kemur fram að þeir Anttila, Olkinuora og Hiettanen hafi allir fengið kórónuveiruna áður en þeir fóru til Kína og þeir hafi allir verið búnir að ná sér.
Læknalið Finna segir að allir sé fullkomlega heilbrigðir og að þeir geti ekki lengur smitað neinn.
Kínverjar vinna með aðrar mælingar en aðrir þegar kemur að smithættu tengdri kórónuveirusmitum. Það er þess vegna sem allir Finnarnir þrír voru sendir í einangrun.
Þegar Kínverjar sóttu Anttila og fóru með hann á Covid-19 hótelið þá varð landsliðsþjálfarinn Jukka Jalonen öskuvondur og sparaði gestgjöfunum ekki kveðjurnar.
Marko Anttila has been released from isolation and has joined Team Finland pic.twitter.com/D7f30O2Gi7
— Main Team (@MainTeamSports2) February 8, 2022
„Við vitum að hann er heilbrigður og tilbúinn að spila en af einhverjum ástæðum þá virða Kínverjar ekki mannréttindi hans,“ sagði Jukka Jalonen á blaðamannafundi.
Þetta virðist haga áhrif því Anttila var látinn laus í kvöld að kínverskum tíma og mátti hitta liðsfélaga sína á nýjan leik.