Rooney: Óttaðist að ég myndi drepa mig á drykkjunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2022 10:01 Wayne Rooney í leiknum fræga á móti Íslandi á EM í Frakklandi 2016. Getty/Catherine Ivill Wayne Rooney hefur nú talað opinskátt um andlega heilsu sína og vandamál sitt með áfengi á meðan knattspyrnuferli hans stóð. Rooney gekk svo langt að segja að hann hafi óttast að andleg vanlíðan og drykkjan hefðu getað leitt hann til dauða þegar hann var að spila sem best inn á vellinum. Rooney átti magnaðan feril en hann er bæði markahæsti leikmaður sögunnar hjá Manchester United (253 mörk) og enska landsliðinu (53 mörk). Wayne Rooney: My binge drinking could have killed someoneWatch the full interview with @sallynugent tomorrow on #BBCBreakfast pic.twitter.com/zsfzpnJ6k8— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) February 9, 2022 Rooney ræddi um þessi vandamál sín við breska ríkisútvarpið en út er að koma heimildarmynd um líf hans og knattspyrnuferil. Rooney var spurður út í hvaða mistök hann gerði á ferlinum og hversu stór andlegu vandamálin hans voru þegar hann var á hátindi ferils síns. Fullur undir stýri „Það gæti hafa verið stelpurnar, það gæti hafa verið að keyra undir áhrifum sem ég hef gert en það gæti líka hafa verið að drepa einhvern í þeim tilfellum. Þú getur líka drepið sjálfan þig á svo erfiðum stundum og það er mjög slæmur staður að vera á,“ sagði Wayne Rooney. „Ég vissi að ég þurfti á hjálpa að halda, ekki bara til að bjarga mér heldur einnig fjölskyldu minni,“ sagði Rooney. Rooney er nú knattspyrnustjóri Derby County en taldi sig ekki geta rætt vandamál sín á sínum tíma. „Fyrir tíu eða fimmtán árum þá gat ég ekki komið inn í klefann og sagt að ég ætti í vandræðum með áfengi eða að ég væri í vandræðum með andlega heilsu mína. Ég gat ekki gert það,“ sagði Rooney. Var ekki tilbúinn fyrir þetta líf Manchester United keypt hann frá Everton þegar Rooney var bara átján ára gamall en hann sló í gegn í ensku úrvalsdeildinni aðeins sextán ára. Rooney segist ekki hafa verið tilbúinn að taka þetta risaskref svo ungur. Hann vissi ekkert um hinar hliðarnar á því að vera fótboltamaður. „Það tók mig tíma að venjast því og hvernig ég gæti ráðið við það. Ég hafði aldrei áttað mig á hinni hliðinni á því að vera fótboltaleikmaður. Ég var ekki tilbúinn fyrir það líf. Þetta var mér erfitt,“ sagði Rooney. Heimildarmyndin „Rooney“ verður aðgengileg á Amazon Prime á morgun. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=uR5FVRNY9FU">watch on YouTube</a> Enski boltinn Fíkn Bretland England Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Sjá meira
Rooney gekk svo langt að segja að hann hafi óttast að andleg vanlíðan og drykkjan hefðu getað leitt hann til dauða þegar hann var að spila sem best inn á vellinum. Rooney átti magnaðan feril en hann er bæði markahæsti leikmaður sögunnar hjá Manchester United (253 mörk) og enska landsliðinu (53 mörk). Wayne Rooney: My binge drinking could have killed someoneWatch the full interview with @sallynugent tomorrow on #BBCBreakfast pic.twitter.com/zsfzpnJ6k8— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) February 9, 2022 Rooney ræddi um þessi vandamál sín við breska ríkisútvarpið en út er að koma heimildarmynd um líf hans og knattspyrnuferil. Rooney var spurður út í hvaða mistök hann gerði á ferlinum og hversu stór andlegu vandamálin hans voru þegar hann var á hátindi ferils síns. Fullur undir stýri „Það gæti hafa verið stelpurnar, það gæti hafa verið að keyra undir áhrifum sem ég hef gert en það gæti líka hafa verið að drepa einhvern í þeim tilfellum. Þú getur líka drepið sjálfan þig á svo erfiðum stundum og það er mjög slæmur staður að vera á,“ sagði Wayne Rooney. „Ég vissi að ég þurfti á hjálpa að halda, ekki bara til að bjarga mér heldur einnig fjölskyldu minni,“ sagði Rooney. Rooney er nú knattspyrnustjóri Derby County en taldi sig ekki geta rætt vandamál sín á sínum tíma. „Fyrir tíu eða fimmtán árum þá gat ég ekki komið inn í klefann og sagt að ég ætti í vandræðum með áfengi eða að ég væri í vandræðum með andlega heilsu mína. Ég gat ekki gert það,“ sagði Rooney. Var ekki tilbúinn fyrir þetta líf Manchester United keypt hann frá Everton þegar Rooney var bara átján ára gamall en hann sló í gegn í ensku úrvalsdeildinni aðeins sextán ára. Rooney segist ekki hafa verið tilbúinn að taka þetta risaskref svo ungur. Hann vissi ekkert um hinar hliðarnar á því að vera fótboltamaður. „Það tók mig tíma að venjast því og hvernig ég gæti ráðið við það. Ég hafði aldrei áttað mig á hinni hliðinni á því að vera fótboltaleikmaður. Ég var ekki tilbúinn fyrir það líf. Þetta var mér erfitt,“ sagði Rooney. Heimildarmyndin „Rooney“ verður aðgengileg á Amazon Prime á morgun. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=uR5FVRNY9FU">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Fíkn Bretland England Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Sjá meira