Rooney: Óttaðist að ég myndi drepa mig á drykkjunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2022 10:01 Wayne Rooney í leiknum fræga á móti Íslandi á EM í Frakklandi 2016. Getty/Catherine Ivill Wayne Rooney hefur nú talað opinskátt um andlega heilsu sína og vandamál sitt með áfengi á meðan knattspyrnuferli hans stóð. Rooney gekk svo langt að segja að hann hafi óttast að andleg vanlíðan og drykkjan hefðu getað leitt hann til dauða þegar hann var að spila sem best inn á vellinum. Rooney átti magnaðan feril en hann er bæði markahæsti leikmaður sögunnar hjá Manchester United (253 mörk) og enska landsliðinu (53 mörk). Wayne Rooney: My binge drinking could have killed someoneWatch the full interview with @sallynugent tomorrow on #BBCBreakfast pic.twitter.com/zsfzpnJ6k8— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) February 9, 2022 Rooney ræddi um þessi vandamál sín við breska ríkisútvarpið en út er að koma heimildarmynd um líf hans og knattspyrnuferil. Rooney var spurður út í hvaða mistök hann gerði á ferlinum og hversu stór andlegu vandamálin hans voru þegar hann var á hátindi ferils síns. Fullur undir stýri „Það gæti hafa verið stelpurnar, það gæti hafa verið að keyra undir áhrifum sem ég hef gert en það gæti líka hafa verið að drepa einhvern í þeim tilfellum. Þú getur líka drepið sjálfan þig á svo erfiðum stundum og það er mjög slæmur staður að vera á,“ sagði Wayne Rooney. „Ég vissi að ég þurfti á hjálpa að halda, ekki bara til að bjarga mér heldur einnig fjölskyldu minni,“ sagði Rooney. Rooney er nú knattspyrnustjóri Derby County en taldi sig ekki geta rætt vandamál sín á sínum tíma. „Fyrir tíu eða fimmtán árum þá gat ég ekki komið inn í klefann og sagt að ég ætti í vandræðum með áfengi eða að ég væri í vandræðum með andlega heilsu mína. Ég gat ekki gert það,“ sagði Rooney. Var ekki tilbúinn fyrir þetta líf Manchester United keypt hann frá Everton þegar Rooney var bara átján ára gamall en hann sló í gegn í ensku úrvalsdeildinni aðeins sextán ára. Rooney segist ekki hafa verið tilbúinn að taka þetta risaskref svo ungur. Hann vissi ekkert um hinar hliðarnar á því að vera fótboltamaður. „Það tók mig tíma að venjast því og hvernig ég gæti ráðið við það. Ég hafði aldrei áttað mig á hinni hliðinni á því að vera fótboltaleikmaður. Ég var ekki tilbúinn fyrir það líf. Þetta var mér erfitt,“ sagði Rooney. Heimildarmyndin „Rooney“ verður aðgengileg á Amazon Prime á morgun. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=uR5FVRNY9FU">watch on YouTube</a> Enski boltinn Fíkn Bretland England Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Fleiri fréttir Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Sjá meira
Rooney gekk svo langt að segja að hann hafi óttast að andleg vanlíðan og drykkjan hefðu getað leitt hann til dauða þegar hann var að spila sem best inn á vellinum. Rooney átti magnaðan feril en hann er bæði markahæsti leikmaður sögunnar hjá Manchester United (253 mörk) og enska landsliðinu (53 mörk). Wayne Rooney: My binge drinking could have killed someoneWatch the full interview with @sallynugent tomorrow on #BBCBreakfast pic.twitter.com/zsfzpnJ6k8— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) February 9, 2022 Rooney ræddi um þessi vandamál sín við breska ríkisútvarpið en út er að koma heimildarmynd um líf hans og knattspyrnuferil. Rooney var spurður út í hvaða mistök hann gerði á ferlinum og hversu stór andlegu vandamálin hans voru þegar hann var á hátindi ferils síns. Fullur undir stýri „Það gæti hafa verið stelpurnar, það gæti hafa verið að keyra undir áhrifum sem ég hef gert en það gæti líka hafa verið að drepa einhvern í þeim tilfellum. Þú getur líka drepið sjálfan þig á svo erfiðum stundum og það er mjög slæmur staður að vera á,“ sagði Wayne Rooney. „Ég vissi að ég þurfti á hjálpa að halda, ekki bara til að bjarga mér heldur einnig fjölskyldu minni,“ sagði Rooney. Rooney er nú knattspyrnustjóri Derby County en taldi sig ekki geta rætt vandamál sín á sínum tíma. „Fyrir tíu eða fimmtán árum þá gat ég ekki komið inn í klefann og sagt að ég ætti í vandræðum með áfengi eða að ég væri í vandræðum með andlega heilsu mína. Ég gat ekki gert það,“ sagði Rooney. Var ekki tilbúinn fyrir þetta líf Manchester United keypt hann frá Everton þegar Rooney var bara átján ára gamall en hann sló í gegn í ensku úrvalsdeildinni aðeins sextán ára. Rooney segist ekki hafa verið tilbúinn að taka þetta risaskref svo ungur. Hann vissi ekkert um hinar hliðarnar á því að vera fótboltamaður. „Það tók mig tíma að venjast því og hvernig ég gæti ráðið við það. Ég hafði aldrei áttað mig á hinni hliðinni á því að vera fótboltaleikmaður. Ég var ekki tilbúinn fyrir það líf. Þetta var mér erfitt,“ sagði Rooney. Heimildarmyndin „Rooney“ verður aðgengileg á Amazon Prime á morgun. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=uR5FVRNY9FU">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Fíkn Bretland England Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Fleiri fréttir Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Sjá meira