Umræðan um ofbeldi hávær og óþægileg en „algjörlega nauðsynleg“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. febrúar 2022 09:21 „Við gerum okkur grein fyrir því að ákvörðun um að tilkynna brot er erfið og ef málið fær ekki framgang, er það brotaþolum oft sem annað áfall ofan á hitt.“ Vísir/Vilhelm Umræðan um ofbeldi í samfélaginu er „á köflum hávær, jafnvel óþægileg, en algjörlega nauðsynleg,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, í pistli á lögregluvefnum. Tímarnir breytist og mennirnir með; það sem áður var látið óátalið sé ekki látið viðgangast lengur. „Me Too byltingin hefur skilað miklu og mun gera áfram. Við getum fullseint þakkað þeim röddum sem hafa komið fram og mikilvægt að nýta byltinguna til breytinga. Viðhorfsbreyting hefur þegar átt sér stað enda getum við öll verið sammála um að ofbeldi, í hvað mynd sem það er, á aldrei að líða,“ segir Halla. Tilefni pistlaskrifanna er að í dag er 112 dagurinn en Halla segist vilja hvetja alla þá sem verða fyrir ofbeldi til að tilkynna það um leið til lögreglu og hafa samband við 112, þar sem neyðarverðir séu til staðar og til að aðstoða og leiðbeina um fyrstu viðbrögð. „Lögreglan er kölluð út nær alla daga ársins eftir að ofbeldi hefur átt sér stað. Dapurlegt er að takast á við þessi mál því oftar en ekki eiga margir um mjög sárt að binda. Ýmislegt hefur verið gert til að bæta þjónustuna við þá sem verða fyrir ofbeldi og því skal haldið áfram. Lögreglan hefur gert gangskör að ýmsu í málaflokkum sem snúa að ofbeldi. Þar er nú tekið mun fastar á málum en áður og var full ástæða til,“ segir Halla. Gæti verið framfaraskref að auka aðild brotaþola að málum Halla segir að mikil umræða um kynferðisbrot hafi verið mikilvæg og gagnleg. Þolendur hafi stigið fram og sýnt mikið hugrekki. Frásagnir þeirra hafi ýtt við þjóðinni og þar með réttarvörslukerfinu um að úrbóta sé þörf. „Mikilvægast í meðferð kynferðisbrota er að huga að kjarnanum sem er málshraðinn, gæði rannsókna og upplýsingar um gang máls. Þá verður ekki litið framhjá því að sönnunarbyrði þessara mála er oft erfið og þó svo að ekki takist að sanna að eitthvað hafi gerst, þýðir það ekki að það hafi ekki gerst. Við gerum okkur grein fyrir því að ákvörðun um að tilkynna brot er erfið og ef málið fær ekki framgang, er það brotaþolum oft sem annað áfall ofan á hitt.“ Halla segir að hjá lögreglu sé mikill vilji til að stytta málsmeðferðartímann og auka gæði rannsókna enn frekar. Markvisst hafi verið unnið að úrbótum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og þeirri vinnu sé ekki lokið. „Einnig gæti verið framfaraskref að auka aðild brotaþola að sínu máli og er það í skoðun hjá stjórnvöldum. Það er þó ljóst að forsenda þess að geta tekist á við þessa meinsemd í íslensku samfélagi er að fá þessi mál upp á yfirborðið.“ Hér má finna pistil Höllu. Lögreglan Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Tímarnir breytist og mennirnir með; það sem áður var látið óátalið sé ekki látið viðgangast lengur. „Me Too byltingin hefur skilað miklu og mun gera áfram. Við getum fullseint þakkað þeim röddum sem hafa komið fram og mikilvægt að nýta byltinguna til breytinga. Viðhorfsbreyting hefur þegar átt sér stað enda getum við öll verið sammála um að ofbeldi, í hvað mynd sem það er, á aldrei að líða,“ segir Halla. Tilefni pistlaskrifanna er að í dag er 112 dagurinn en Halla segist vilja hvetja alla þá sem verða fyrir ofbeldi til að tilkynna það um leið til lögreglu og hafa samband við 112, þar sem neyðarverðir séu til staðar og til að aðstoða og leiðbeina um fyrstu viðbrögð. „Lögreglan er kölluð út nær alla daga ársins eftir að ofbeldi hefur átt sér stað. Dapurlegt er að takast á við þessi mál því oftar en ekki eiga margir um mjög sárt að binda. Ýmislegt hefur verið gert til að bæta þjónustuna við þá sem verða fyrir ofbeldi og því skal haldið áfram. Lögreglan hefur gert gangskör að ýmsu í málaflokkum sem snúa að ofbeldi. Þar er nú tekið mun fastar á málum en áður og var full ástæða til,“ segir Halla. Gæti verið framfaraskref að auka aðild brotaþola að málum Halla segir að mikil umræða um kynferðisbrot hafi verið mikilvæg og gagnleg. Þolendur hafi stigið fram og sýnt mikið hugrekki. Frásagnir þeirra hafi ýtt við þjóðinni og þar með réttarvörslukerfinu um að úrbóta sé þörf. „Mikilvægast í meðferð kynferðisbrota er að huga að kjarnanum sem er málshraðinn, gæði rannsókna og upplýsingar um gang máls. Þá verður ekki litið framhjá því að sönnunarbyrði þessara mála er oft erfið og þó svo að ekki takist að sanna að eitthvað hafi gerst, þýðir það ekki að það hafi ekki gerst. Við gerum okkur grein fyrir því að ákvörðun um að tilkynna brot er erfið og ef málið fær ekki framgang, er það brotaþolum oft sem annað áfall ofan á hitt.“ Halla segir að hjá lögreglu sé mikill vilji til að stytta málsmeðferðartímann og auka gæði rannsókna enn frekar. Markvisst hafi verið unnið að úrbótum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og þeirri vinnu sé ekki lokið. „Einnig gæti verið framfaraskref að auka aðild brotaþola að sínu máli og er það í skoðun hjá stjórnvöldum. Það er þó ljóst að forsenda þess að geta tekist á við þessa meinsemd í íslensku samfélagi er að fá þessi mál upp á yfirborðið.“ Hér má finna pistil Höllu.
Lögreglan Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira