Morgunblaðið greindi fyrst frá.
Umræddir starfsmenn eru Elín Hanna Kjartansdóttir, Kristjana Valgarðsdóttir og Anna Lísa Terraza. Þeim var öllum sagt upp störfum hjá Eflingu.
„Í dag var Eflingu afhent stefna frá mér og tveim öðrum fyrrverandi samstarfsfélögum mínum. Stéttarfélagi sem á að standa á bak við félagsmenn sína og verja þá gagnvart brotum á vinnumarkaði,“ segir Elín Hanna í færslu á Facebook.
Hún segir málið sorglegt og líklega í fyrsta sinn sem starfsmenn stéttarfélags höfði mál á hendur félaginu sínu og vinnuveitenda vegna kjarasamninsbrota og framkomu stjórnenda.