Skírði sóknarbörnin vitlaust í sextán ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 08:32 Séra Andres Arango með einu sóknarbarna sinna í Jórdan ánni í Ísrael. AP/Andrea Reyes Kaþólskur prestur í Arizona í Bandaríkjunum gerði reginmistök við störf sín í sextán ár. Hann skírði sóknarbörnin vitlaust og telur kaþólska kirkjan nú að allir þeir sem hann skírði séu ekki skírðir í Guðs augum. Kaþólskir eftirlitsmenn telja að þúsundir Arizonabúa hafi verið skírðir vitlaust þar sem presturinn fór með vitlaust mál við skírnarathöfnina og segja alla þá, sem presturinn skírði, þurfa að mæta aftur til kirkju til að láta endurskíra sig. Þá vilja mörg sóknarbarna hafa vaðið fyrir neðan sig og láta endurtaka fleiri athafnir, þar á meðal hjónavígslur. Presturinn Andres Arango starfaði við sömu kirkjuna í Arizona í sextán ár en mistök hans fólust í vitlausu orðalagi. Í stað þess að segja „Ég skíri þig í nafni föðurins, sonarins og heilags anda,“ sagði hann „Við skírum þig“ í upphafi bænarinnar. Vatíkanið úrskurðaði það árið 2020 að munurinn sé mjög mikilvægur í guðfræðilegum skilningi þar sem sóknin, „við“, er ekki að skíra manninn heldur Jesús kristur, „ég“, í gegn um prestinn. Sóknarbörn sem Arango skírði þurfa að láta skíra sig að nýju svo þau hafi vaðið fyrir neðan sig.AP Photo/Ross D. Franklin Þrátt fyrir þessi mistök voru sóknarbörn hans mjög ánægð með hans störf og segja hann ástæðuna fyrir því að fjölgaði í sókninni. Arango var prestur í miðbæ Phoenix frá árinu 2005 en hann settist nýlega í helgan stein, þann 1. febrúar síðastliðinn. Biskupsdæmið í Phoenix vinnur nú að því að leita uppi fólkið sem Arango skírði svo hægt sé að endurskíra það. Arango segir í yfirlýsingu sem birt var á vefsíðu biskupsdæmisins að honum þætti miður að hann hafi gert mistök við skírnir undanfarin sextán ár. Bandaríkin Trúmál Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Kaþólskir eftirlitsmenn telja að þúsundir Arizonabúa hafi verið skírðir vitlaust þar sem presturinn fór með vitlaust mál við skírnarathöfnina og segja alla þá, sem presturinn skírði, þurfa að mæta aftur til kirkju til að láta endurskíra sig. Þá vilja mörg sóknarbarna hafa vaðið fyrir neðan sig og láta endurtaka fleiri athafnir, þar á meðal hjónavígslur. Presturinn Andres Arango starfaði við sömu kirkjuna í Arizona í sextán ár en mistök hans fólust í vitlausu orðalagi. Í stað þess að segja „Ég skíri þig í nafni föðurins, sonarins og heilags anda,“ sagði hann „Við skírum þig“ í upphafi bænarinnar. Vatíkanið úrskurðaði það árið 2020 að munurinn sé mjög mikilvægur í guðfræðilegum skilningi þar sem sóknin, „við“, er ekki að skíra manninn heldur Jesús kristur, „ég“, í gegn um prestinn. Sóknarbörn sem Arango skírði þurfa að láta skíra sig að nýju svo þau hafi vaðið fyrir neðan sig.AP Photo/Ross D. Franklin Þrátt fyrir þessi mistök voru sóknarbörn hans mjög ánægð með hans störf og segja hann ástæðuna fyrir því að fjölgaði í sókninni. Arango var prestur í miðbæ Phoenix frá árinu 2005 en hann settist nýlega í helgan stein, þann 1. febrúar síðastliðinn. Biskupsdæmið í Phoenix vinnur nú að því að leita uppi fólkið sem Arango skírði svo hægt sé að endurskíra það. Arango segir í yfirlýsingu sem birt var á vefsíðu biskupsdæmisins að honum þætti miður að hann hafi gert mistök við skírnir undanfarin sextán ár.
Bandaríkin Trúmál Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira