Földu hernaðarleyndarmál í samloku og tyggjópakka og reyndu að selja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. febrúar 2022 08:25 Hjónin reyndu að selja hernaðarleyndarmál sem sneru að kjarnorkukafbátum. Oscar Sosa/U.S. Navy via Getty Images Bandarísk hjón hafa verið dæmd í fangelsi fyrir að hafa reynt að selja hernaðarleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta til erlends ríkis. Eiginmaðurinn faldi gagnakort sem geymdi trúnaðarskjöl meðal annars inn í samloku og tyggjópakka. Hinn 42 ára Jonathan Toebbe, sérfræðingur í kjarnorkuknúnum kafbátum hjá bandaríska sjóhernum lýsti sig sekan fyrr í vikunni og mun hann þurfa að sitja í fangelsi næstu tólf til sautján árin. Eiginkona hans, hin 46 ára gamla Diane Tobbe, játaði að hafa aðstoðað hann við að skila gögnunum af sér og mun hún þurfa að þola þriggja ára fangelsisdóm. Toebbe var sakaður um að hafa reynt að selja erlendu ríki hernaðarleyndarmál um kjarnorkuknúna kafbáta Bandaríkjahers. Hann átti í samskiptum við mann sem Toebbe taldi vera útsendara erlends ríkis, en var í raun útsendari FBI, Bandarísku alríkislögreglunnar. Rannsakendur komust að því að Toebbe hafði árum saman safnað upplýsingum saman, alltaf í smáum skömmtum í einu, og smyglað þeim úr vinunni. Eiginkona hans var sakfelld fyrir að hafa aðstoðað hann við að koma gögnum frá sér. Var hún á varðbergi er eiginmaðurinn skildi gögnin eftir á fyrirfram ákveðnum stöðum svo útsendarinn, sem var í raun útsendari FBI, gæti nálgast þau. Á vef CBS í Bandaríkjunum kemur fram að þau hafi komið gögnunum fyrir á gagnakorti og sett það inn í hnetusmjörssamloku og tyggjópakka og skilið þau eftir á vissum stöðum. Bandaríkin Hernaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Hinn 42 ára Jonathan Toebbe, sérfræðingur í kjarnorkuknúnum kafbátum hjá bandaríska sjóhernum lýsti sig sekan fyrr í vikunni og mun hann þurfa að sitja í fangelsi næstu tólf til sautján árin. Eiginkona hans, hin 46 ára gamla Diane Tobbe, játaði að hafa aðstoðað hann við að skila gögnunum af sér og mun hún þurfa að þola þriggja ára fangelsisdóm. Toebbe var sakaður um að hafa reynt að selja erlendu ríki hernaðarleyndarmál um kjarnorkuknúna kafbáta Bandaríkjahers. Hann átti í samskiptum við mann sem Toebbe taldi vera útsendara erlends ríkis, en var í raun útsendari FBI, Bandarísku alríkislögreglunnar. Rannsakendur komust að því að Toebbe hafði árum saman safnað upplýsingum saman, alltaf í smáum skömmtum í einu, og smyglað þeim úr vinunni. Eiginkona hans var sakfelld fyrir að hafa aðstoðað hann við að koma gögnum frá sér. Var hún á varðbergi er eiginmaðurinn skildi gögnin eftir á fyrirfram ákveðnum stöðum svo útsendarinn, sem var í raun útsendari FBI, gæti nálgast þau. Á vef CBS í Bandaríkjunum kemur fram að þau hafi komið gögnunum fyrir á gagnakorti og sett það inn í hnetusmjörssamloku og tyggjópakka og skilið þau eftir á vissum stöðum.
Bandaríkin Hernaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira