Clippers unnu baráttuna um borg englana Atli Arason skrifar 26. febrúar 2022 09:30 Los Angeles Clippers þurftu hvorki á Paul George né Kawhi Leonard að halda í sigri á Lakers. Báðir eru þeir enn þá á meiðlalista Clippers. (Keith Birmingham/The Orange County Register via AP) Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Tveir þeirra fóru alla leið í framlengingu en LeBron James og félögum tókst ekki að knýja fram framlegingu í Los Angeles. LA Lakers 102-105 LA Clippers LA Clippers vann sinn sjötta leik í röð á LA Lakers í nótt. LeBron James var stigahæsti leikmaður vallarins með 21 stig og 11 fráköst en Terance Mann var stigahæstur hjá Clippers með 19 stig, ásamt því að taka 10 fráköst. Clippers styrka stöðuna sína í áttunda sæti vestur deildarinnar með sigrinum en Lakers er áfram í níunda sæti, tveimur sigrum á undan Portland Trail Blazers. Phoenix Suns 102-117 New Orleans Pelicans Eftir átta sigurleiki í röð töpuðu Suns nokkuð óvænt gegn Pelicans á heimavelli með 15 stiga mun. CJ McCollum, sem skipti yfir til Pelicans fyrr í þessum mánuði var stigahæsti leikmaður vallarins með 32 stig. Devin Booker gerði 30 stig fyrir Suns. Suns eru áfram á toppi vestur deildarinnar á meðan Pelicans eru í 12. sæti. Utah Jazz 114-109 Dallas Mavericks Tvöföld tvenna Luka Dončić dugði Mavericks ekki til sigurs á Utah Jazz. Dončić var með 23 stig, 11 stoðsendingar og 7 fráköst í fimm stiga tapi. Donovan Michell var stigahæsti leikmaður vallarins með 33 stig fyrir Jazz. Jazz styrkti stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum en Mavericks eru áfram í fimmta sæti. Minnesota Timberwolves 102-133 Philadelphia 76ers 76ers gjörsigraði Timberwolves með 31 stigi en 76ers unnu alla leikhlutana og sigur þeirra var aldrei í hættu. Hjá 76ers var Joel Embiid stigahæstur með 34 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar. James Harden var með 27 stig, 8 fráköst og 12 stoðsendingar í sínum fyrsta leik fyrir 76ers. Karl-Anthony Towns gerði 25 stig fyrir Timerwolves. 76ers fara upp í þriðja sæti austur deildarinnar með sigrinum en Timberwolves eru áfram í sjöunda sæti vestur deildar. New York Knicks 100-115 Miami Heat Stórleikur RJ Barrett dugði Knicks ekki til sigurs á Heat en Barrett var með 46 stig og 9 fráköst. Heat vann með 15 stigum en Tyler Herro var stigahæstur hjá gestunum með 25 stig. Heat deilir toppsæti austurdeildar með Bulls á meðan Knicks eru í 12 sæti. Washington Wizards 153-157 San Antonio Spurs Mest spennandi leikur gærkvöldsins var leikur Wizards og Spurs sem var tvíframlengdur. Kyle Kuzma var stigahæstur leikmaður vallarins með 36 stig fyrir Wizards. Keldon Johnson gerði 32 stig fyrir Spurs. Spurs eru í 11 sæti vesturdeildar á meðan Wizards eru í 11 sæti austurdeildar. Charlotte Hornets 125 – 93 Toronto Raptors Hornets unnu þægilegan 32 stiga sigur á Raptors Terry Rozier og Kelly Oubre voru báðir með 23 stig fyrir Hornets á meðan Scottie Barnes sá nánast einn um stigaskorun Raptors með 28 stig. Hornets eru í níunda sæti austurdeildar, tveimur sigrum á eftir Raptors sem eru í sjöunda sæti. Orlando Magic 119-111 Houston Rockets Magic vann slag neðstu liða deildanna með átta stigum. Chuma Okeke var stigahæsti leikmaður vallarins með 26 stig ásamt því að taka 9 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Wendell Carter var með tvöfalda tvennu hjá Magic með 24 stig og 12 fráköst. Jalen Green var stigahæstur hjá Rockets með 23 stig. Rockets er áfram á botni vesturdeildar eftir áttunda tapleikinn í röð á meðan Magic er áfram í neðsta sæti austurdeildarinnar með þó jafn marga sigra og Detroit Pistons. Indiana Pacers 125- 129 Oklahoma City Thunder Thunder vann 4 stiga sigur á Pacers eftir framlengdan leik þökk sé 36 stigum frá Shai Gilgeour-Alexander. Buddy Hield dróg vagninn hjá Pacers með 29 stig. OKC er áfram í 14 sæti vesturdeildar eftir sigurinn á meðan Pacers er í 13 sæti austurdeildar. NBA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
LA Lakers 102-105 LA Clippers LA Clippers vann sinn sjötta leik í röð á LA Lakers í nótt. LeBron James var stigahæsti leikmaður vallarins með 21 stig og 11 fráköst en Terance Mann var stigahæstur hjá Clippers með 19 stig, ásamt því að taka 10 fráköst. Clippers styrka stöðuna sína í áttunda sæti vestur deildarinnar með sigrinum en Lakers er áfram í níunda sæti, tveimur sigrum á undan Portland Trail Blazers. Phoenix Suns 102-117 New Orleans Pelicans Eftir átta sigurleiki í röð töpuðu Suns nokkuð óvænt gegn Pelicans á heimavelli með 15 stiga mun. CJ McCollum, sem skipti yfir til Pelicans fyrr í þessum mánuði var stigahæsti leikmaður vallarins með 32 stig. Devin Booker gerði 30 stig fyrir Suns. Suns eru áfram á toppi vestur deildarinnar á meðan Pelicans eru í 12. sæti. Utah Jazz 114-109 Dallas Mavericks Tvöföld tvenna Luka Dončić dugði Mavericks ekki til sigurs á Utah Jazz. Dončić var með 23 stig, 11 stoðsendingar og 7 fráköst í fimm stiga tapi. Donovan Michell var stigahæsti leikmaður vallarins með 33 stig fyrir Jazz. Jazz styrkti stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum en Mavericks eru áfram í fimmta sæti. Minnesota Timberwolves 102-133 Philadelphia 76ers 76ers gjörsigraði Timberwolves með 31 stigi en 76ers unnu alla leikhlutana og sigur þeirra var aldrei í hættu. Hjá 76ers var Joel Embiid stigahæstur með 34 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar. James Harden var með 27 stig, 8 fráköst og 12 stoðsendingar í sínum fyrsta leik fyrir 76ers. Karl-Anthony Towns gerði 25 stig fyrir Timerwolves. 76ers fara upp í þriðja sæti austur deildarinnar með sigrinum en Timberwolves eru áfram í sjöunda sæti vestur deildar. New York Knicks 100-115 Miami Heat Stórleikur RJ Barrett dugði Knicks ekki til sigurs á Heat en Barrett var með 46 stig og 9 fráköst. Heat vann með 15 stigum en Tyler Herro var stigahæstur hjá gestunum með 25 stig. Heat deilir toppsæti austurdeildar með Bulls á meðan Knicks eru í 12 sæti. Washington Wizards 153-157 San Antonio Spurs Mest spennandi leikur gærkvöldsins var leikur Wizards og Spurs sem var tvíframlengdur. Kyle Kuzma var stigahæstur leikmaður vallarins með 36 stig fyrir Wizards. Keldon Johnson gerði 32 stig fyrir Spurs. Spurs eru í 11 sæti vesturdeildar á meðan Wizards eru í 11 sæti austurdeildar. Charlotte Hornets 125 – 93 Toronto Raptors Hornets unnu þægilegan 32 stiga sigur á Raptors Terry Rozier og Kelly Oubre voru báðir með 23 stig fyrir Hornets á meðan Scottie Barnes sá nánast einn um stigaskorun Raptors með 28 stig. Hornets eru í níunda sæti austurdeildar, tveimur sigrum á eftir Raptors sem eru í sjöunda sæti. Orlando Magic 119-111 Houston Rockets Magic vann slag neðstu liða deildanna með átta stigum. Chuma Okeke var stigahæsti leikmaður vallarins með 26 stig ásamt því að taka 9 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Wendell Carter var með tvöfalda tvennu hjá Magic með 24 stig og 12 fráköst. Jalen Green var stigahæstur hjá Rockets með 23 stig. Rockets er áfram á botni vesturdeildar eftir áttunda tapleikinn í röð á meðan Magic er áfram í neðsta sæti austurdeildarinnar með þó jafn marga sigra og Detroit Pistons. Indiana Pacers 125- 129 Oklahoma City Thunder Thunder vann 4 stiga sigur á Pacers eftir framlengdan leik þökk sé 36 stigum frá Shai Gilgeour-Alexander. Buddy Hield dróg vagninn hjá Pacers með 29 stig. OKC er áfram í 14 sæti vesturdeildar eftir sigurinn á meðan Pacers er í 13 sæti austurdeildar.
NBA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira