Gæti reynst þungt högg að útiloka Rússa frá SWIFT Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. febrúar 2022 12:29 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Vesturlöndin hafa undanfarna viku gripið til umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússum og er nýjasta útspilið að loka fyrir aðgengi Rússa að SWIFT kerfinu svokallaða. Hagfræðingur segir að áhrifin verði líklega töluverð en hætt er við að aðgerðirnar bitni mest á almenningi. Ríki Evrópusambandsins, Bandaríkin, Bretland, Kanada og fleiri ríki gripu til þess ráðs um helgina að loka fyrir aðgengi Rússa að SWIFT greiðslukerfinu en kerfið er notað við miðlum fjármuna milli alþjóðlegra banka. Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur hjá Íslandsbanka, útskýrði kerfið í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Einfaldasta lýsingin er að þetta er eins og Facebook Messenger á sterum fyrir fjármálakerfið. Þetta er skilaboðakerfi sem er notað af alþjóðafjármálaheiminum til að senda skilaboð á milli um alls konar fjárhagslegar millifærslur,“ sagði Jón Bjarki. Sem dæmi kemur kerfið að notum þegar einhver hér á landi vill senda einhverjum erlendis fjármuni en þá sendir bankinn SWIFT skilaboð til viðskiptabanka þess sem er úti. „Þetta einfaldar svo mikið allt flæði fjármuna milli landa, peningarnir sjálfir fara ekki í gegnum Swift kerfið,“ sagði Jón Bjarki en kerfið er mjög útbreitt og langflestir bankar treysta á það þannig áhrifin eru töluverð fyrir Rússa. „Það sem þetta hefur í för með sér að það verður í sumum tilfellum nánast ómögulegt, og í öllum tilfellum miklu flóknara, fyrir útflytjendur í Rússlandi að fá greitt fyrir orku, eldsneyti, hveiti, pálma, hvað sem þeir eru að flytja út, og að sama skapi mjög erfitt að kaupa og borga fyrir alls konar innflutning,“ sagði Jón Bjarki. „Þannig þetta sker þá.“ Allir muni finna fyrir aðgerðunum Í síðustu viku gripu Vesturlöndin til umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússum en meðal annars voru eignir rússneskra banka frystar. Jón Bjarki segir að aðgerðirnar styðji hvor aðra og bendir þannig á að Seðlabanki Rússlands hafi verið að safna miklum gjaldeyrisforða, sem nemur nærri 40 prósent af landsframleiðslu Rússlands. „Einn tilgangur með þessari söfnun var að búa sig undir það að geta brugðist við einhvers konar efnahagslegum refsiaðgerðum en nú er svona sú varaleið, hún er svolítið bækluð,“ sagði Jón Bjarki. „Stór hluti af gjaldeyrisforðanum er allt í einu utan þeirra áhrifasviðs.“ Þá er ákveðin hætta á því að refsiaðgerðirnar bitni mest á almenningi í Rússlandi, til að mynda með hækkandi vöruverði. Slíkt er þegar byrjað að gerast og það hratt. „Þetta er að vinda svo hratt upp á sig að það munu allir í Rússlandi finna fyrir þessum aðgerðum býsna fljótt.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bítið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Vaktin: Tugir borgara sagðir hafa fallið í klasasprengjuárás Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Borgin virðist þó umkringd af rússneskum hermönnum en Rússar hafa sagt að almennir borgarar megi flýja og verði óáreittir. 28. febrúar 2022 06:13 Rúblan hríðfellur og bann á sölu á eignum í Rússlandi Rússneski seðlabankinn bannaði í morgun sölu erlendra aðila á hlutabréfum og eignum í Rússlandi. 28. febrúar 2022 08:42 Grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópusambandsins tilkynntu síðdegis um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þrátt fyrir að ríkin fullyrða að þeirra aðgerðir séu þær hörðustu og umfangsmestu í sögunni var ekki ákveðið að loka fyrir aðgengi Rússa að alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu, sem flestir eru sammála um að myndi reynast mikið högg. 24. febrúar 2022 23:20 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ríki Evrópusambandsins, Bandaríkin, Bretland, Kanada og fleiri ríki gripu til þess ráðs um helgina að loka fyrir aðgengi Rússa að SWIFT greiðslukerfinu en kerfið er notað við miðlum fjármuna milli alþjóðlegra banka. Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur hjá Íslandsbanka, útskýrði kerfið í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Einfaldasta lýsingin er að þetta er eins og Facebook Messenger á sterum fyrir fjármálakerfið. Þetta er skilaboðakerfi sem er notað af alþjóðafjármálaheiminum til að senda skilaboð á milli um alls konar fjárhagslegar millifærslur,“ sagði Jón Bjarki. Sem dæmi kemur kerfið að notum þegar einhver hér á landi vill senda einhverjum erlendis fjármuni en þá sendir bankinn SWIFT skilaboð til viðskiptabanka þess sem er úti. „Þetta einfaldar svo mikið allt flæði fjármuna milli landa, peningarnir sjálfir fara ekki í gegnum Swift kerfið,“ sagði Jón Bjarki en kerfið er mjög útbreitt og langflestir bankar treysta á það þannig áhrifin eru töluverð fyrir Rússa. „Það sem þetta hefur í för með sér að það verður í sumum tilfellum nánast ómögulegt, og í öllum tilfellum miklu flóknara, fyrir útflytjendur í Rússlandi að fá greitt fyrir orku, eldsneyti, hveiti, pálma, hvað sem þeir eru að flytja út, og að sama skapi mjög erfitt að kaupa og borga fyrir alls konar innflutning,“ sagði Jón Bjarki. „Þannig þetta sker þá.“ Allir muni finna fyrir aðgerðunum Í síðustu viku gripu Vesturlöndin til umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússum en meðal annars voru eignir rússneskra banka frystar. Jón Bjarki segir að aðgerðirnar styðji hvor aðra og bendir þannig á að Seðlabanki Rússlands hafi verið að safna miklum gjaldeyrisforða, sem nemur nærri 40 prósent af landsframleiðslu Rússlands. „Einn tilgangur með þessari söfnun var að búa sig undir það að geta brugðist við einhvers konar efnahagslegum refsiaðgerðum en nú er svona sú varaleið, hún er svolítið bækluð,“ sagði Jón Bjarki. „Stór hluti af gjaldeyrisforðanum er allt í einu utan þeirra áhrifasviðs.“ Þá er ákveðin hætta á því að refsiaðgerðirnar bitni mest á almenningi í Rússlandi, til að mynda með hækkandi vöruverði. Slíkt er þegar byrjað að gerast og það hratt. „Þetta er að vinda svo hratt upp á sig að það munu allir í Rússlandi finna fyrir þessum aðgerðum býsna fljótt.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bítið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Vaktin: Tugir borgara sagðir hafa fallið í klasasprengjuárás Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Borgin virðist þó umkringd af rússneskum hermönnum en Rússar hafa sagt að almennir borgarar megi flýja og verði óáreittir. 28. febrúar 2022 06:13 Rúblan hríðfellur og bann á sölu á eignum í Rússlandi Rússneski seðlabankinn bannaði í morgun sölu erlendra aðila á hlutabréfum og eignum í Rússlandi. 28. febrúar 2022 08:42 Grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópusambandsins tilkynntu síðdegis um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þrátt fyrir að ríkin fullyrða að þeirra aðgerðir séu þær hörðustu og umfangsmestu í sögunni var ekki ákveðið að loka fyrir aðgengi Rússa að alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu, sem flestir eru sammála um að myndi reynast mikið högg. 24. febrúar 2022 23:20 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Vaktin: Tugir borgara sagðir hafa fallið í klasasprengjuárás Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Borgin virðist þó umkringd af rússneskum hermönnum en Rússar hafa sagt að almennir borgarar megi flýja og verði óáreittir. 28. febrúar 2022 06:13
Rúblan hríðfellur og bann á sölu á eignum í Rússlandi Rússneski seðlabankinn bannaði í morgun sölu erlendra aðila á hlutabréfum og eignum í Rússlandi. 28. febrúar 2022 08:42
Grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópusambandsins tilkynntu síðdegis um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þrátt fyrir að ríkin fullyrða að þeirra aðgerðir séu þær hörðustu og umfangsmestu í sögunni var ekki ákveðið að loka fyrir aðgengi Rússa að alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu, sem flestir eru sammála um að myndi reynast mikið högg. 24. febrúar 2022 23:20