Rússneskir fjölmiðlar fjalla um „árás“ á sendiráðið í Reykjavík Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. febrúar 2022 20:53 Míkhaíl Noskov er sendiherra Rússlands á Íslandi. Stöð 2/Arnar Rússneskir fjölmiðlar hafa það eftir Míkhaíl Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, að ráðist hafi verið á sendiráð Rússlands í Reykjavík. Lögregla staðfestir að afskipti hafi verið höfð af einstaklingi við sendiráðið í gær, en skráði ekkert um ofbeldi eða skemmdarverk í kerfi sitt. Rússneski ríkismiðillinn RIA hefur eftir sendiherranum, í frétt sem ber fyrirsögnina „Ráðist á sendiráð Rússlands á Íslandi,“ að síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst hafi tvisvar verið blásið til mótmæla við sendiherrabústaðinn. Mótmælin hafi farið friðsamlega fram en að eftir mótmælin í gær hafi íslenskur ríkisborgari „sem glímir við geðkvilla“ orðið eftir við sendiráðið. Hann hafi brotið niður hlið við sendiráðið og reynt að eyðileggja myndavél. Þá er haft eftir Noskov að viðkomandi hafi verið handtekinn. „Við fáum ógrynni móðgana og hótana á tölvupóstfang sendiráðsins, það er hringt í okkur og okkur blótað á samfélagsmiðlum,“ sagði Noskov. Ekkert skráð um skemmdarverk Fréttastofa hafði samband við Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjón á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir rétt að lögregla hafi verið kölluð að sendiráðinu vegna Íslendings sem hefði verið kominn inn á lóð sendiráðsins og verið með ónæði. „Hann fór ekki eftir fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa svæðið og var þá tekinn niður á stöð, en sleppt eftir smá viðtal.“ Þá segir Ásgeir að ekkert hafi verið skráð í kerfi lögreglunnar um skemmdarverk. Hann bætir því við að mótmælin sem farið hafa fram við sendiráðið og sendiherrabústaðinn hafi farið vel fram. „Við höfum átt í afar góðu samtali og samstarfi við skipuleggjendur mótmælanna, þannig að það er ekkert sem stendur þar á milli,“ segir Ásgeir. Mótmælendur hafa meðal annars komið upp skiltum á girðingu umhverfis rússneska sendiráðið við Garðastræti. Ríkisfjölmiðlar endurflytja orð Pútíns Í fréttinni þar sem fjallað er um málið er innrás Rússa í Úkraínu, sem hefur verið fordæmd vítt og breitt um alþjóðasviðið, kölluð „sérstök hernaðaðaraðgerð.“ Það er orðalag sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur sjálfur notað um innrásina. Þá segir einnig að markmið „aðgerðarinnar“ sé að draga úr her- og nasistavæðingu Úkraínu og draga „stríðsglæpamenn til ábyrgðar fyrir blóðuga glæpi gegn almennum borgurum í Donbas.“ Þá hefur ríkismiðillinn eftir varnarmálaráðuneyti Rússlands að rússneski herinn ráðist aðeins á hernaðarleg skotmörk í Úkraínu og að almennir borgarar hafi ekkert að óttast. Þetta er þó algjörlega á skjön við fréttir sem óháðir fjölmiðlar hafa flutt af svæðinu síðustu daga, um mannfall almennra borgara í sprengjuárásum á úkraínskar borgir, hvar skotmörkin hafa meðal annars verið spítalar og leikskólar. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir „Ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum“ Mörghundruð manns sýndu Úkraínumönnum samstöðu og mótmæltu stríðinu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Mótmælendur kröfðust þess að rússneski sendiherrann yrði sendur heim og fordæmdu Rússlandsforseta. 27. febrúar 2022 23:01 Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Sjá meira
Rússneski ríkismiðillinn RIA hefur eftir sendiherranum, í frétt sem ber fyrirsögnina „Ráðist á sendiráð Rússlands á Íslandi,“ að síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst hafi tvisvar verið blásið til mótmæla við sendiherrabústaðinn. Mótmælin hafi farið friðsamlega fram en að eftir mótmælin í gær hafi íslenskur ríkisborgari „sem glímir við geðkvilla“ orðið eftir við sendiráðið. Hann hafi brotið niður hlið við sendiráðið og reynt að eyðileggja myndavél. Þá er haft eftir Noskov að viðkomandi hafi verið handtekinn. „Við fáum ógrynni móðgana og hótana á tölvupóstfang sendiráðsins, það er hringt í okkur og okkur blótað á samfélagsmiðlum,“ sagði Noskov. Ekkert skráð um skemmdarverk Fréttastofa hafði samband við Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjón á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir rétt að lögregla hafi verið kölluð að sendiráðinu vegna Íslendings sem hefði verið kominn inn á lóð sendiráðsins og verið með ónæði. „Hann fór ekki eftir fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa svæðið og var þá tekinn niður á stöð, en sleppt eftir smá viðtal.“ Þá segir Ásgeir að ekkert hafi verið skráð í kerfi lögreglunnar um skemmdarverk. Hann bætir því við að mótmælin sem farið hafa fram við sendiráðið og sendiherrabústaðinn hafi farið vel fram. „Við höfum átt í afar góðu samtali og samstarfi við skipuleggjendur mótmælanna, þannig að það er ekkert sem stendur þar á milli,“ segir Ásgeir. Mótmælendur hafa meðal annars komið upp skiltum á girðingu umhverfis rússneska sendiráðið við Garðastræti. Ríkisfjölmiðlar endurflytja orð Pútíns Í fréttinni þar sem fjallað er um málið er innrás Rússa í Úkraínu, sem hefur verið fordæmd vítt og breitt um alþjóðasviðið, kölluð „sérstök hernaðaðaraðgerð.“ Það er orðalag sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur sjálfur notað um innrásina. Þá segir einnig að markmið „aðgerðarinnar“ sé að draga úr her- og nasistavæðingu Úkraínu og draga „stríðsglæpamenn til ábyrgðar fyrir blóðuga glæpi gegn almennum borgurum í Donbas.“ Þá hefur ríkismiðillinn eftir varnarmálaráðuneyti Rússlands að rússneski herinn ráðist aðeins á hernaðarleg skotmörk í Úkraínu og að almennir borgarar hafi ekkert að óttast. Þetta er þó algjörlega á skjön við fréttir sem óháðir fjölmiðlar hafa flutt af svæðinu síðustu daga, um mannfall almennra borgara í sprengjuárásum á úkraínskar borgir, hvar skotmörkin hafa meðal annars verið spítalar og leikskólar.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir „Ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum“ Mörghundruð manns sýndu Úkraínumönnum samstöðu og mótmæltu stríðinu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Mótmælendur kröfðust þess að rússneski sendiherrann yrði sendur heim og fordæmdu Rússlandsforseta. 27. febrúar 2022 23:01 Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Sjá meira
„Ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum“ Mörghundruð manns sýndu Úkraínumönnum samstöðu og mótmæltu stríðinu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Mótmælendur kröfðust þess að rússneski sendiherrann yrði sendur heim og fordæmdu Rússlandsforseta. 27. febrúar 2022 23:01
Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00