Rússneskir fjölmiðlar fjalla um „árás“ á sendiráðið í Reykjavík Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. febrúar 2022 20:53 Míkhaíl Noskov er sendiherra Rússlands á Íslandi. Stöð 2/Arnar Rússneskir fjölmiðlar hafa það eftir Míkhaíl Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, að ráðist hafi verið á sendiráð Rússlands í Reykjavík. Lögregla staðfestir að afskipti hafi verið höfð af einstaklingi við sendiráðið í gær, en skráði ekkert um ofbeldi eða skemmdarverk í kerfi sitt. Rússneski ríkismiðillinn RIA hefur eftir sendiherranum, í frétt sem ber fyrirsögnina „Ráðist á sendiráð Rússlands á Íslandi,“ að síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst hafi tvisvar verið blásið til mótmæla við sendiherrabústaðinn. Mótmælin hafi farið friðsamlega fram en að eftir mótmælin í gær hafi íslenskur ríkisborgari „sem glímir við geðkvilla“ orðið eftir við sendiráðið. Hann hafi brotið niður hlið við sendiráðið og reynt að eyðileggja myndavél. Þá er haft eftir Noskov að viðkomandi hafi verið handtekinn. „Við fáum ógrynni móðgana og hótana á tölvupóstfang sendiráðsins, það er hringt í okkur og okkur blótað á samfélagsmiðlum,“ sagði Noskov. Ekkert skráð um skemmdarverk Fréttastofa hafði samband við Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjón á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir rétt að lögregla hafi verið kölluð að sendiráðinu vegna Íslendings sem hefði verið kominn inn á lóð sendiráðsins og verið með ónæði. „Hann fór ekki eftir fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa svæðið og var þá tekinn niður á stöð, en sleppt eftir smá viðtal.“ Þá segir Ásgeir að ekkert hafi verið skráð í kerfi lögreglunnar um skemmdarverk. Hann bætir því við að mótmælin sem farið hafa fram við sendiráðið og sendiherrabústaðinn hafi farið vel fram. „Við höfum átt í afar góðu samtali og samstarfi við skipuleggjendur mótmælanna, þannig að það er ekkert sem stendur þar á milli,“ segir Ásgeir. Mótmælendur hafa meðal annars komið upp skiltum á girðingu umhverfis rússneska sendiráðið við Garðastræti. Ríkisfjölmiðlar endurflytja orð Pútíns Í fréttinni þar sem fjallað er um málið er innrás Rússa í Úkraínu, sem hefur verið fordæmd vítt og breitt um alþjóðasviðið, kölluð „sérstök hernaðaðaraðgerð.“ Það er orðalag sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur sjálfur notað um innrásina. Þá segir einnig að markmið „aðgerðarinnar“ sé að draga úr her- og nasistavæðingu Úkraínu og draga „stríðsglæpamenn til ábyrgðar fyrir blóðuga glæpi gegn almennum borgurum í Donbas.“ Þá hefur ríkismiðillinn eftir varnarmálaráðuneyti Rússlands að rússneski herinn ráðist aðeins á hernaðarleg skotmörk í Úkraínu og að almennir borgarar hafi ekkert að óttast. Þetta er þó algjörlega á skjön við fréttir sem óháðir fjölmiðlar hafa flutt af svæðinu síðustu daga, um mannfall almennra borgara í sprengjuárásum á úkraínskar borgir, hvar skotmörkin hafa meðal annars verið spítalar og leikskólar. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir „Ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum“ Mörghundruð manns sýndu Úkraínumönnum samstöðu og mótmæltu stríðinu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Mótmælendur kröfðust þess að rússneski sendiherrann yrði sendur heim og fordæmdu Rússlandsforseta. 27. febrúar 2022 23:01 Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Rússneski ríkismiðillinn RIA hefur eftir sendiherranum, í frétt sem ber fyrirsögnina „Ráðist á sendiráð Rússlands á Íslandi,“ að síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst hafi tvisvar verið blásið til mótmæla við sendiherrabústaðinn. Mótmælin hafi farið friðsamlega fram en að eftir mótmælin í gær hafi íslenskur ríkisborgari „sem glímir við geðkvilla“ orðið eftir við sendiráðið. Hann hafi brotið niður hlið við sendiráðið og reynt að eyðileggja myndavél. Þá er haft eftir Noskov að viðkomandi hafi verið handtekinn. „Við fáum ógrynni móðgana og hótana á tölvupóstfang sendiráðsins, það er hringt í okkur og okkur blótað á samfélagsmiðlum,“ sagði Noskov. Ekkert skráð um skemmdarverk Fréttastofa hafði samband við Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjón á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir rétt að lögregla hafi verið kölluð að sendiráðinu vegna Íslendings sem hefði verið kominn inn á lóð sendiráðsins og verið með ónæði. „Hann fór ekki eftir fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa svæðið og var þá tekinn niður á stöð, en sleppt eftir smá viðtal.“ Þá segir Ásgeir að ekkert hafi verið skráð í kerfi lögreglunnar um skemmdarverk. Hann bætir því við að mótmælin sem farið hafa fram við sendiráðið og sendiherrabústaðinn hafi farið vel fram. „Við höfum átt í afar góðu samtali og samstarfi við skipuleggjendur mótmælanna, þannig að það er ekkert sem stendur þar á milli,“ segir Ásgeir. Mótmælendur hafa meðal annars komið upp skiltum á girðingu umhverfis rússneska sendiráðið við Garðastræti. Ríkisfjölmiðlar endurflytja orð Pútíns Í fréttinni þar sem fjallað er um málið er innrás Rússa í Úkraínu, sem hefur verið fordæmd vítt og breitt um alþjóðasviðið, kölluð „sérstök hernaðaðaraðgerð.“ Það er orðalag sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur sjálfur notað um innrásina. Þá segir einnig að markmið „aðgerðarinnar“ sé að draga úr her- og nasistavæðingu Úkraínu og draga „stríðsglæpamenn til ábyrgðar fyrir blóðuga glæpi gegn almennum borgurum í Donbas.“ Þá hefur ríkismiðillinn eftir varnarmálaráðuneyti Rússlands að rússneski herinn ráðist aðeins á hernaðarleg skotmörk í Úkraínu og að almennir borgarar hafi ekkert að óttast. Þetta er þó algjörlega á skjön við fréttir sem óháðir fjölmiðlar hafa flutt af svæðinu síðustu daga, um mannfall almennra borgara í sprengjuárásum á úkraínskar borgir, hvar skotmörkin hafa meðal annars verið spítalar og leikskólar.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir „Ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum“ Mörghundruð manns sýndu Úkraínumönnum samstöðu og mótmæltu stríðinu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Mótmælendur kröfðust þess að rússneski sendiherrann yrði sendur heim og fordæmdu Rússlandsforseta. 27. febrúar 2022 23:01 Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
„Ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum“ Mörghundruð manns sýndu Úkraínumönnum samstöðu og mótmæltu stríðinu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Mótmælendur kröfðust þess að rússneski sendiherrann yrði sendur heim og fordæmdu Rússlandsforseta. 27. febrúar 2022 23:01
Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00