„Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. mars 2022 12:30 Áslaug María lýsir átakanlegu heimilisofbeldi sem hún bjó við sem barn í þættinum Heimilisofbeldi. Áslaug María lýsir hrottalegri æsku sinni í síðasta þætti af Heimilisofbeldi á Stöð 2 sem sýndur var í gær. Í þættinum segir Áslaug að hún hafi sloppið tólf ára úr prísund foreldra sinna þegar faðir hennar var dæmdur fyrir áratug af ofbeldi á meðan móðir hennar lamdi hana nánast daglega. Í dag er Áslaug 48 ára hamingjusöm móðir í Garðabænum en hún segir að faðir hennar hafi byrjað að leita á hana um fjögurra til fimm ára aldurinn. Áslaug segir að faðir hennar hafi nauðgað henni fleiri hundruð sinnum í mörg ár. Móðir hennar hafi einnig beitt hana líkamlegu ofbeldi. „Einn daginn kem ég heim eftir skóla og þarna var ég byrjuð að farða mig frekar ung, það var 80‘ og Madonna var í tísku og svona og maður var að reyna fylgja því. Fyrir utan það var maður svolítið að reyna fela sig og ég var ekki ánægð með sjálfan mig,“ segir Áslaug og bætir við að hún hafi alltaf farðað sig fyrir utan heimilið og þrifið það strax af sér þegar heim var komið. „Einu sinni gleymi ég því og held að hún sé ekki heima. Hún rífur mig inn á bað og lætur mig þrífa mig í framan. Ég er alltaf að streitast á móti. Hún var með einhverja járnbyssu sem bróðir minn átti og lemur mig í hausinn með henni,“ segir Áslaug og lýsir hún því síðan hvernig móðir hennar tók sturtuhausinn og þreif henni harkalega í framan og lét hana vita að: „að ég sé drusla og hóra og væri alltaf að mála mig eins og helvítis hóra.“ Áslaug segist einu sinni hafa týnt peysunni sinni og voru afleiðingarnar ekki góðar. „Hún kýlir mig í framan og ég í raun nefbrotna, eitthvað sem ég komst að mörgum árum seinna. Ég lá þarna í blóði mínu og þá kemur hún og leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki og segir að ég megi ekki lána peysuna mín. Ég finn þarna að ég er að líða út af og hugsa með mér að núna er þetta búið, núna er ég að fara deyja. Þá kemur pabbi minn, dregur hana inn í stofu og lúber hana.“ Vísir varar við að efni þáttanna gæti valdið vanlíðan hjá því fólki sem þekkir heimilisofbeldi af eigin raun. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum. Klippa: Átakanleg saga Áslaugar Maríu Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Í þættinum segir Áslaug að hún hafi sloppið tólf ára úr prísund foreldra sinna þegar faðir hennar var dæmdur fyrir áratug af ofbeldi á meðan móðir hennar lamdi hana nánast daglega. Í dag er Áslaug 48 ára hamingjusöm móðir í Garðabænum en hún segir að faðir hennar hafi byrjað að leita á hana um fjögurra til fimm ára aldurinn. Áslaug segir að faðir hennar hafi nauðgað henni fleiri hundruð sinnum í mörg ár. Móðir hennar hafi einnig beitt hana líkamlegu ofbeldi. „Einn daginn kem ég heim eftir skóla og þarna var ég byrjuð að farða mig frekar ung, það var 80‘ og Madonna var í tísku og svona og maður var að reyna fylgja því. Fyrir utan það var maður svolítið að reyna fela sig og ég var ekki ánægð með sjálfan mig,“ segir Áslaug og bætir við að hún hafi alltaf farðað sig fyrir utan heimilið og þrifið það strax af sér þegar heim var komið. „Einu sinni gleymi ég því og held að hún sé ekki heima. Hún rífur mig inn á bað og lætur mig þrífa mig í framan. Ég er alltaf að streitast á móti. Hún var með einhverja járnbyssu sem bróðir minn átti og lemur mig í hausinn með henni,“ segir Áslaug og lýsir hún því síðan hvernig móðir hennar tók sturtuhausinn og þreif henni harkalega í framan og lét hana vita að: „að ég sé drusla og hóra og væri alltaf að mála mig eins og helvítis hóra.“ Áslaug segist einu sinni hafa týnt peysunni sinni og voru afleiðingarnar ekki góðar. „Hún kýlir mig í framan og ég í raun nefbrotna, eitthvað sem ég komst að mörgum árum seinna. Ég lá þarna í blóði mínu og þá kemur hún og leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki og segir að ég megi ekki lána peysuna mín. Ég finn þarna að ég er að líða út af og hugsa með mér að núna er þetta búið, núna er ég að fara deyja. Þá kemur pabbi minn, dregur hana inn í stofu og lúber hana.“ Vísir varar við að efni þáttanna gæti valdið vanlíðan hjá því fólki sem þekkir heimilisofbeldi af eigin raun. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum. Klippa: Átakanleg saga Áslaugar Maríu
Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira