Rússar áhyggjufullir um samskipti Norðmanna og Dana vegna breytinga á götuheiti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. mars 2022 12:30 Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur ávarpar mótælendur við rússneska sendiráðið. EPA-EFE/THOMAS SJOERUP Rússneska sendiráðið í Danmörku hefur lýst yfir áhyggjum af samskiptum Norðmanna og Dana vegna umræðna um að breyta heiti götunnar Kristianiagade í Ukrainegade. Rússneska sendiráðið stendur við fyrrnefnda götu og einn borgarstjóra Kaupmannahafnar hefur lýst yfir vilja til að skoða það að breyta götuheitinu í Ukrainegade. Jakob Ellemann-Jenssen, formaður stjórnmálaflokksins Venstre, lagði það til í ræðu sem hann hélt á samstöðufundi með Úkraínu fyrir framan Rússneska sendiráðið í Kaupmannahöfn á sunnudag, að endurnefna ætti götuna sem sendiráðið stendur við. Gatan heitir nú Kristianiagade og er nefnd eftir höfuðborg Norðmanna Ósló, sem áður hét Kristjanía. Ellemann-Jenssen hefur þó lagt það til að gatan verði endurnefnd Ukrainegade, eða Úkraínugata, sem gæti komið Rússum illa, enda heyja þeir nú stríð við Úkraínumenn. Line Barfod, einn borgarstjóri Kaupmannahafnar sem sér um skipulagsmál og tækni, sagði í gær að breytingin komi vel til greina og mun hún hafa málið til skoðunar. „Mér finnst tillagan liggja í augum uppi, við verðum að sýna andstöðu okkar við þessa hræðilegu og tilgangslausu innrás Rússa,“ sagði Barfod í yfirlýsingu. Tryggja verði þó að hennar sögn að íbúar í götunni séu sáttir með breytinguna og hún verði gerð samkvæmt settum lögum. Rússneska sendiráðið í Kaupmannahöfn hefur nú lýst því yfir að það hafi miklar áhyggjur af áhrifunum sem breytingarnar gætu haft á samskipti Danmerkur og Noregs. „Nafn götunnar er táknmynd sögulegra tenginga og góðra samskipta Noregs og Danmerkur,“ segir í tísti sendiráðsins. 📌 Referring to the ongoing discussion, the Russian Embassy would like to remind, that Kristianiagade bears the former name of Norway’s capital city and symbolizes historical bonds and good relationships between Denmark and Norway.— Embassy of Russia, DK (@RusEmbDK) March 1, 2022 Rússland Danmörk Noregur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Jakob Ellemann-Jenssen, formaður stjórnmálaflokksins Venstre, lagði það til í ræðu sem hann hélt á samstöðufundi með Úkraínu fyrir framan Rússneska sendiráðið í Kaupmannahöfn á sunnudag, að endurnefna ætti götuna sem sendiráðið stendur við. Gatan heitir nú Kristianiagade og er nefnd eftir höfuðborg Norðmanna Ósló, sem áður hét Kristjanía. Ellemann-Jenssen hefur þó lagt það til að gatan verði endurnefnd Ukrainegade, eða Úkraínugata, sem gæti komið Rússum illa, enda heyja þeir nú stríð við Úkraínumenn. Line Barfod, einn borgarstjóri Kaupmannahafnar sem sér um skipulagsmál og tækni, sagði í gær að breytingin komi vel til greina og mun hún hafa málið til skoðunar. „Mér finnst tillagan liggja í augum uppi, við verðum að sýna andstöðu okkar við þessa hræðilegu og tilgangslausu innrás Rússa,“ sagði Barfod í yfirlýsingu. Tryggja verði þó að hennar sögn að íbúar í götunni séu sáttir með breytinguna og hún verði gerð samkvæmt settum lögum. Rússneska sendiráðið í Kaupmannahöfn hefur nú lýst því yfir að það hafi miklar áhyggjur af áhrifunum sem breytingarnar gætu haft á samskipti Danmerkur og Noregs. „Nafn götunnar er táknmynd sögulegra tenginga og góðra samskipta Noregs og Danmerkur,“ segir í tísti sendiráðsins. 📌 Referring to the ongoing discussion, the Russian Embassy would like to remind, that Kristianiagade bears the former name of Norway’s capital city and symbolizes historical bonds and good relationships between Denmark and Norway.— Embassy of Russia, DK (@RusEmbDK) March 1, 2022
Rússland Danmörk Noregur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira