Í hvaða flokki er barnið þitt? Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar 1. mars 2022 14:30 Enn og aftur er verið að ræða um skóla án aðgreiningar í þjóðfélaginu. Hjálmar Waag Árnason skrifaði eftirfarandi grein þann 23. febrúar Gjaldþrota skólastefna og ofbeldi - Vísir (visir.is) Í grein Hjálmars kemur fram að skóli án aðgreiningar sé gjaldþrota skólastefna, þar líðist ofbeldi gegn börnum og kennurum, og að kerfið sé ekki að virka. Hann líkir skólastarfinu við vígvöll þar sem verkefnin eru of krefjandi fyrir skólafólk, að of margir nemendur með sérþarfir taki mikla orku úr kennaranum og að ,,venjulegir nemendur’’ missi þ.a.l. af rétti sínum við að fá kennslu við hæfi. Nú skulum við staldar aðeins við. Hvaða nemendur eru með sérþarfir? Öll höfum við jú okkar þarfir og þörf á stuðningi við ýmislegt. Er Hjálmar t.d. að tala um nemendur með: ADHD Kvíða Skólaforðun Félags- eða tilfinningavanda Þroskahömlun Skerta hreyfifærni eða líkamlega fötlun Hegðunarraskanir Einhverfu Fíknivanda Félagslegan vanda Annað tungumál en íslensku Lesblindu Málþroskaröskun Bráðgera nemendur Þessi upptalning er klárlega ekki endanleg en ég læt hér við sitja. Upptalningin hér að ofan er þverskurður þjóðfélagsins. Við sem samfélag tökum tillit til mismunandi þarfa í daglegu lífi og ætlumst einnig til þess að aðrir taki tillit til okkar. Í grein Hjálmars telur hann ekki forsvaranlegt fyrir sveitarfélögin að fækka í bekkjardeildum eða bæta við aðstoðina heldur að skynsamlegasta leiðin sé að játa okkur sigruð og snúa okkur aftur til flokkunar þar sem einstaklingar eru meira meðal jafningja og horfa meira til þroska og færni. Það væri fróðlegt að sjá hvernig Hjálmar sér fyrir sér þessa flokkun. Grunar mig að Hjálmar sé með þessum skrifum að meina að við ættum að taka aftur upp sérskóla fyrir nemendur með einhverskonar fötlun, einhverfu eða skyldar raskanir. Þessir nemendur eru ekki byrði á skólastarfinu í dag og ósanngjarnt finnst mér að umræðan sé beint að þessum hópi. Í dag snýst skóli án aðgreiningar um tækifæri allra barna. Þau hafa jafnan rétt til menntunar án aðgreiningar, sem er ekki aðeins skýrt og skilmerkilega tryggt í íslenskum lögum heldur einnig sérstaklega áréttaður í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslenska ríkið ber að fara eftir. Kennarastarfið getur verið skemmtilegasta starf í heimi þrátt fyrir að áskoranirnar séu miklar og skrefin oft mörg og löng til árangurs en þá verður yfirleitt sigurinn sætari. Til að efla starf skólafólks er mikilvægt að auka til muna þverfaglega samvinnu þar sem fjölbreyttur hópur fagaðila vinna saman að málefnum nemenda, eins og þroskaþjálfa, sérkennara, iðjuþjálfa, sálfræðinga, námsráðgjafa, talmeinafræðinga og kennara. Það er einfalda svarið. Hættum svo að tala um skóla án aðgreingar sem vandamál. Tölum stefnuna upp, hjálpum skólafólki til þess að takast á við verkefnið sem við sem þjóðfélag berum ábyrgð á. Við viljum sjá í framtíðinni þjóðfélagsþegna sem hafa öðlast skilning og innsýn fyrir fjölbreytileikanum og sýni náunganum skilning og kærleika en ekki útskúfun og hindranir. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar og sérkennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Enn og aftur er verið að ræða um skóla án aðgreiningar í þjóðfélaginu. Hjálmar Waag Árnason skrifaði eftirfarandi grein þann 23. febrúar Gjaldþrota skólastefna og ofbeldi - Vísir (visir.is) Í grein Hjálmars kemur fram að skóli án aðgreiningar sé gjaldþrota skólastefna, þar líðist ofbeldi gegn börnum og kennurum, og að kerfið sé ekki að virka. Hann líkir skólastarfinu við vígvöll þar sem verkefnin eru of krefjandi fyrir skólafólk, að of margir nemendur með sérþarfir taki mikla orku úr kennaranum og að ,,venjulegir nemendur’’ missi þ.a.l. af rétti sínum við að fá kennslu við hæfi. Nú skulum við staldar aðeins við. Hvaða nemendur eru með sérþarfir? Öll höfum við jú okkar þarfir og þörf á stuðningi við ýmislegt. Er Hjálmar t.d. að tala um nemendur með: ADHD Kvíða Skólaforðun Félags- eða tilfinningavanda Þroskahömlun Skerta hreyfifærni eða líkamlega fötlun Hegðunarraskanir Einhverfu Fíknivanda Félagslegan vanda Annað tungumál en íslensku Lesblindu Málþroskaröskun Bráðgera nemendur Þessi upptalning er klárlega ekki endanleg en ég læt hér við sitja. Upptalningin hér að ofan er þverskurður þjóðfélagsins. Við sem samfélag tökum tillit til mismunandi þarfa í daglegu lífi og ætlumst einnig til þess að aðrir taki tillit til okkar. Í grein Hjálmars telur hann ekki forsvaranlegt fyrir sveitarfélögin að fækka í bekkjardeildum eða bæta við aðstoðina heldur að skynsamlegasta leiðin sé að játa okkur sigruð og snúa okkur aftur til flokkunar þar sem einstaklingar eru meira meðal jafningja og horfa meira til þroska og færni. Það væri fróðlegt að sjá hvernig Hjálmar sér fyrir sér þessa flokkun. Grunar mig að Hjálmar sé með þessum skrifum að meina að við ættum að taka aftur upp sérskóla fyrir nemendur með einhverskonar fötlun, einhverfu eða skyldar raskanir. Þessir nemendur eru ekki byrði á skólastarfinu í dag og ósanngjarnt finnst mér að umræðan sé beint að þessum hópi. Í dag snýst skóli án aðgreiningar um tækifæri allra barna. Þau hafa jafnan rétt til menntunar án aðgreiningar, sem er ekki aðeins skýrt og skilmerkilega tryggt í íslenskum lögum heldur einnig sérstaklega áréttaður í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslenska ríkið ber að fara eftir. Kennarastarfið getur verið skemmtilegasta starf í heimi þrátt fyrir að áskoranirnar séu miklar og skrefin oft mörg og löng til árangurs en þá verður yfirleitt sigurinn sætari. Til að efla starf skólafólks er mikilvægt að auka til muna þverfaglega samvinnu þar sem fjölbreyttur hópur fagaðila vinna saman að málefnum nemenda, eins og þroskaþjálfa, sérkennara, iðjuþjálfa, sálfræðinga, námsráðgjafa, talmeinafræðinga og kennara. Það er einfalda svarið. Hættum svo að tala um skóla án aðgreingar sem vandamál. Tölum stefnuna upp, hjálpum skólafólki til þess að takast á við verkefnið sem við sem þjóðfélag berum ábyrgð á. Við viljum sjá í framtíðinni þjóðfélagsþegna sem hafa öðlast skilning og innsýn fyrir fjölbreytileikanum og sýni náunganum skilning og kærleika en ekki útskúfun og hindranir. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar og sérkennari.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun