Er allt í góðu á djamminu? Guðfinnur Sigurvinsson skrifar 1. mars 2022 16:01 Skemmtanalífið á að vera öllum öruggt og til ánægju. Þess vegna tölum við um skemmtanalíf, ekki satt? Við vitum þó að skemmtanalífið á sér sínar skuggahliðar og ein er sú að það er helsti vettvangur kynferðisofbeldis. Í aðgerðaáætlun um bætta meðferð kynferðisbrota er fjallað um hvenær nauðganir áttu sér stað á árabilinu 2013-2016. Þar kemur fram „að á þessu fjögurra ára tímabili áttu að jafnaði flest nauðgunarbrot sér stað um helgar. Þegar skoðað er heildarhlutfall brotanna má sjá að 70% þeirra áttu sér stað frá föstudegi til sunnudags, sér í lagi frá miðnætti til sex um morguninn.” Árið 2020 hóf heimsfaraldurinn innreið sína og harðar samkomutakmarkanir voru settar á í fyrsta sinn í lýðveldissögunni. Skemmtanalíf landans lagðist í dvala og það leiddi í ljós áhugaverða tölfræði. Ef litið er til kynferðisbrota það ár og fjöldi þeirra borinn saman við fjölda mála þrjú ár á undan má sjá að heildarfjöldi brota fækkaði um 6%. Þar af fækkaði skráðum nauðgunum úr að meðaltali 201 broti á árunum 2017-2019 í 114 brot, sem nemur um 43% fækkun. Fjörutíu og þrjú prósent! Að baki allri þessari tölfræði eru mannslíf. Líf og tilvist þolenda sem þurfa að þola hörmungar kynferðisofbeldis og afleiðingar þess næstu ár og áratugi, jafnvel alla ævi. Hér þurfum við sem samfélag að bregðast við svo brotum fjölgi ekki aftur nú þegar skemmtanalífið fer aftur á fullt. Það á ekki að vera eitthvað lögmál að kynferðisofbeldi eða hvers kyn ofbeldi sé fylgifiskur skemmtanalífs í landinu. Við getum breytt þeirri ómenningu með samstilltu átaki og vitundarvakningu. Í þeim tilgangi skipaði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra starfshóp um verkefnið sem undirritaður situr í ásamt Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra sem er formaður, Eygló Harðardóttur verkefnastjóra hjá sama embætti og Hildi Sunnu Pálmadóttur, sérfræðingi hjá Dómsmálaráðuneytinu. Hópurinn mun starfa út árið 2022. Vitundarvakningin felst í auglýsingaherferð sem nú fer af stað undir kjörorðunum „Verum vakandi — Er allt í góðu?” Þar beinum við því til almennings að það er allt í lagi að stíga inn ef við sjáum eitthvað sem okkur finnst ekki í lagi. Reynslan sýnir að margir eru hikandi og vilja jafnvel ekki skipta sér af atburðarás sem virðist vera að fara úr böndunum. Sérstaklega þegar ókunnugt fólk á í hlut. Að spyrja einhvern einfaldlega hvort allt sé í góðu er hvorki dónalegt né óeðlileg afskiptasemi. Það lýsir umhyggju og gæti skipt sköpum. Þá fær mögulegur gerandi tækifæri til að hugsa sinn gang. Það sem meira skiptir er að þá fær um leið mögulegur þolandi leið út úr aðstæðunum. Ef ástæða er til að ætla samskiptin séu að þróast inn á ofbeldisfullar brautir á alltaf hringja í Neyðarlínuna 112 og láta vita. Það er þá hlutverk Neyðarlínunnar og lögreglu að taka næsta skref, ekki almennings. Verkefnin framundan Starfshópur dómsmálaráðherra um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu ofbeldi með áherslu á kynferðisofbeldi hefur síðustu mánuði verið í samráði og samstarfi við fjölmarga sem tengjast þessum málaflokki, s.s. þolendasamtök, Reykjavíkurborg, önnur ráðuneyti og lögregluembættin vítt og breitt um landið. Við höfum líka verið í samráði við starfsstéttir sem tengjast skemmtanalífinu, eins og eigendur og starfsfólk skemmtistaða, leigubílsstjóra, dyraverði, Strætó, fulltrúa ferðaþjónustunnar og fleiri. Höfuðmarkmiðið er öruggt skemmtanalíf. Það er ástæða til að þakka virkilega góðar viðtökur og samstarfsvilja. Við munum á næstunni funda með Samtökunum ´78 og samtökum fólks með þroskahömlun og fötlun, svo dæmi sé tekið, en það er hlutverk starfshópsins að huga sérstaklega að hópum sem eru í viðkvæmri stöðu gagnvart kynferðisofbeldi. Til viðbótar við þetta verður unnið að bættri upplýsingagjöf og stafrænum lausnum. Sömuleiðis að styrkja lögreglu og allt kerfið þegar tekið er á móti þolendum. Markmiðið alltaf það sama: Að koma í veg fyrir brot og bæta þjónustu við þolendur. Höfundur er ráðgjafi dómsmálaráðherra gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Næturlíf Guðfinnur Sigurvinsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Skemmtanalífið á að vera öllum öruggt og til ánægju. Þess vegna tölum við um skemmtanalíf, ekki satt? Við vitum þó að skemmtanalífið á sér sínar skuggahliðar og ein er sú að það er helsti vettvangur kynferðisofbeldis. Í aðgerðaáætlun um bætta meðferð kynferðisbrota er fjallað um hvenær nauðganir áttu sér stað á árabilinu 2013-2016. Þar kemur fram „að á þessu fjögurra ára tímabili áttu að jafnaði flest nauðgunarbrot sér stað um helgar. Þegar skoðað er heildarhlutfall brotanna má sjá að 70% þeirra áttu sér stað frá föstudegi til sunnudags, sér í lagi frá miðnætti til sex um morguninn.” Árið 2020 hóf heimsfaraldurinn innreið sína og harðar samkomutakmarkanir voru settar á í fyrsta sinn í lýðveldissögunni. Skemmtanalíf landans lagðist í dvala og það leiddi í ljós áhugaverða tölfræði. Ef litið er til kynferðisbrota það ár og fjöldi þeirra borinn saman við fjölda mála þrjú ár á undan má sjá að heildarfjöldi brota fækkaði um 6%. Þar af fækkaði skráðum nauðgunum úr að meðaltali 201 broti á árunum 2017-2019 í 114 brot, sem nemur um 43% fækkun. Fjörutíu og þrjú prósent! Að baki allri þessari tölfræði eru mannslíf. Líf og tilvist þolenda sem þurfa að þola hörmungar kynferðisofbeldis og afleiðingar þess næstu ár og áratugi, jafnvel alla ævi. Hér þurfum við sem samfélag að bregðast við svo brotum fjölgi ekki aftur nú þegar skemmtanalífið fer aftur á fullt. Það á ekki að vera eitthvað lögmál að kynferðisofbeldi eða hvers kyn ofbeldi sé fylgifiskur skemmtanalífs í landinu. Við getum breytt þeirri ómenningu með samstilltu átaki og vitundarvakningu. Í þeim tilgangi skipaði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra starfshóp um verkefnið sem undirritaður situr í ásamt Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra sem er formaður, Eygló Harðardóttur verkefnastjóra hjá sama embætti og Hildi Sunnu Pálmadóttur, sérfræðingi hjá Dómsmálaráðuneytinu. Hópurinn mun starfa út árið 2022. Vitundarvakningin felst í auglýsingaherferð sem nú fer af stað undir kjörorðunum „Verum vakandi — Er allt í góðu?” Þar beinum við því til almennings að það er allt í lagi að stíga inn ef við sjáum eitthvað sem okkur finnst ekki í lagi. Reynslan sýnir að margir eru hikandi og vilja jafnvel ekki skipta sér af atburðarás sem virðist vera að fara úr böndunum. Sérstaklega þegar ókunnugt fólk á í hlut. Að spyrja einhvern einfaldlega hvort allt sé í góðu er hvorki dónalegt né óeðlileg afskiptasemi. Það lýsir umhyggju og gæti skipt sköpum. Þá fær mögulegur gerandi tækifæri til að hugsa sinn gang. Það sem meira skiptir er að þá fær um leið mögulegur þolandi leið út úr aðstæðunum. Ef ástæða er til að ætla samskiptin séu að þróast inn á ofbeldisfullar brautir á alltaf hringja í Neyðarlínuna 112 og láta vita. Það er þá hlutverk Neyðarlínunnar og lögreglu að taka næsta skref, ekki almennings. Verkefnin framundan Starfshópur dómsmálaráðherra um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu ofbeldi með áherslu á kynferðisofbeldi hefur síðustu mánuði verið í samráði og samstarfi við fjölmarga sem tengjast þessum málaflokki, s.s. þolendasamtök, Reykjavíkurborg, önnur ráðuneyti og lögregluembættin vítt og breitt um landið. Við höfum líka verið í samráði við starfsstéttir sem tengjast skemmtanalífinu, eins og eigendur og starfsfólk skemmtistaða, leigubílsstjóra, dyraverði, Strætó, fulltrúa ferðaþjónustunnar og fleiri. Höfuðmarkmiðið er öruggt skemmtanalíf. Það er ástæða til að þakka virkilega góðar viðtökur og samstarfsvilja. Við munum á næstunni funda með Samtökunum ´78 og samtökum fólks með þroskahömlun og fötlun, svo dæmi sé tekið, en það er hlutverk starfshópsins að huga sérstaklega að hópum sem eru í viðkvæmri stöðu gagnvart kynferðisofbeldi. Til viðbótar við þetta verður unnið að bættri upplýsingagjöf og stafrænum lausnum. Sömuleiðis að styrkja lögreglu og allt kerfið þegar tekið er á móti þolendum. Markmiðið alltaf það sama: Að koma í veg fyrir brot og bæta þjónustu við þolendur. Höfundur er ráðgjafi dómsmálaráðherra gegn kynbundnu ofbeldi.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun